Ísland mætir Sviss í St. Gallen í dag í fyrsta leik liðsins í nýrri Þjóðadeild UEFA. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og á Bylgjunni.
Erik Hamrén stýrir íslenska landsliðinu í fyrsta skipti í þessum leik og fær hann erfiða frumraun. Sviss er í áttunda sæti á styrkleikalista FIFA og með valinn mann í hverju rúmi.
Það hefur mikla þýðingu fyrir íslenska liðið að ná að halda sér í A deild Þjóðadeildarinnar, þar eru bestu liðin og betri möguleikar á sæti í lokakeppni EM.
Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15:15 á Stöð 2 Sport. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 16:00. Í settinu verða sérfræðingarnir og fyrrum landsliðsmennirnir Eiður Smári Guðjohnsen og Ólafur Ingi Skúlason.
Guðmundur Benediktsson lýsir leiknum úti í St. Gallen og verður lýsing hans einnig send út á Bylgjunni.
Hægt verður að kaupa leikinn sem stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans. Þá verður hann einnig í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Leikurinn gegn Sviss í beinni á Stöð 2 Sport og Bylgjunni
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn


Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn



„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti

„Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“
Íslenski boltinn

