Gylfi stoltur að bera bandið en Aron fær það um leið og hann kemur aftur Tómas Þór Þórðarson í St. Gallen skrifar 8. september 2018 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson verður vonandi í stuði í dag. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, verður fjarri góðu gamni í dag þegar að Ísland mætir Sviss í fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni í St. Gallen klukkan 16.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Íslenska liðið er án nokkurra lykilmanna en þeir Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason eru allir meiddir og ekki í hópnum. Þá er Emil Hallfreðsson ekki klár í slaginn þó hann sé með í för. „Það er ekki fullkominn undirbúningur að vera án svona margra lykilmanna. Þetta eru menn sem eru vanir því að byrja. Við erum svo með nýjan þjálfara og mikið af leikmönnum sem hafa verið í burtu í einhvern tíma,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Vísi.Fyrirliðinn fær bandið sitt aftur.Vísir/GettyMikill heiður Vegna meiðslanna eru komnir inn strákar eins og Guðlaugur Victor Pálsson og Rúnar Már Sigurjónsson sem hafa verið út úr hópnum. Victor um langa hríð en Rúnar Már missti af sæti í HM-hópnum á síðustu metunum. „Þetta er frábært tækifæri fyrir þessa leikmenn sem hafa verið út úr hópum að standa sig vel og halda sig í honum með nýjum þjálfara. Annars er mikilvægt fyrir okkur að byrja vel í þessari keppni,“ segir Gylfi sem ítrekar að ekki hafa orðið miklar breytingar í undirbúningi landsliðsins. „Hann reynir að halda í það sem að við höfum gert vel en nýr þjálfari kemur með sínar hugmyndir um hvernig á að spila fótbolta. Fyrir okkur er þetta allt svipað samt,“ segir hann. Gylfi fagnar því að bera fyrirliðabandið á morgun en það er aðeins einn maður sem á að bera það þegar að hann er heill. Gylfi verður svo inn á miðri miðjunni á í dag. „Það er mikill heiður að vera fyrirliði en Aron er samt okkar fyrirliði. Þegar að hann kemur til baka tekur hann bandið. Án þess að vera að uppljóstra of miklu þá býst ég við að spila á miðri miðjunni þar sem að mér líður mjög vel,“ segir hann en hvað ætlar íslenska liðið að gera í dag? „Ég vil ekki vera að setja nein markmið fyrir okkur en segjum bara að góð byrjun yrði góð byrjun,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gylfi og Hamrén hafa ekki heyrt Þjóðadeildalagið Gylfi Þór Sigurðsson og Erik Hamrén hafa aldrei heyrt lagið sem fylgir nýju keppninni. 7. september 2018 11:02 Strákarnir okkar fá tvö tækifæri til að gera eitthvað sem aldrei hefur tekist áður Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í Þjóðadeildinni á morgun á móti Sviss og aðeins þremur dögum síðar er komið að leik á móti Belgíu í Laugardalnum. 7. september 2018 17:00 Upplifir enga ógn þrátt fyrir stólakast og óvinveitta heimsókn Hólmar Örn Eyjólfsson lenti heldur betur í senum í Evrópudeildinni með Levski Sofia. 7. september 2018 14:30 Líklegt byrjunarlið Íslands: Úr kuldanum hjá Heimi og beint í liðið hjá Hamrén Guðlaugur Victor Pálsson byrjar líklega leikinn á morgun eftir tveggja ára fjarveru. 7. september 2018 15:00 Gengið á ýmsu hjá Everton en lífið er ljúft fyrir Gylfa undir stjórn Silva Gylfi Þór Sigurðson spilar sína uppáhaldsstöðu með Everton og gengur vel. 7. september 2018 18:45 Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, verður fjarri góðu gamni í dag þegar að Ísland mætir Sviss í fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni í St. Gallen klukkan 16.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Íslenska liðið er án nokkurra lykilmanna en þeir Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason eru allir meiddir og ekki í hópnum. Þá er Emil Hallfreðsson ekki klár í slaginn þó hann sé með í för. „Það er ekki fullkominn undirbúningur að vera án svona margra lykilmanna. Þetta eru menn sem eru vanir því að byrja. Við erum svo með nýjan þjálfara og mikið af leikmönnum sem hafa verið í burtu í einhvern tíma,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Vísi.Fyrirliðinn fær bandið sitt aftur.Vísir/GettyMikill heiður Vegna meiðslanna eru komnir inn strákar eins og Guðlaugur Victor Pálsson og Rúnar Már Sigurjónsson sem hafa verið út úr hópnum. Victor um langa hríð en Rúnar Már missti af sæti í HM-hópnum á síðustu metunum. „Þetta er frábært tækifæri fyrir þessa leikmenn sem hafa verið út úr hópum að standa sig vel og halda sig í honum með nýjum þjálfara. Annars er mikilvægt fyrir okkur að byrja vel í þessari keppni,“ segir Gylfi sem ítrekar að ekki hafa orðið miklar breytingar í undirbúningi landsliðsins. „Hann reynir að halda í það sem að við höfum gert vel en nýr þjálfari kemur með sínar hugmyndir um hvernig á að spila fótbolta. Fyrir okkur er þetta allt svipað samt,“ segir hann. Gylfi fagnar því að bera fyrirliðabandið á morgun en það er aðeins einn maður sem á að bera það þegar að hann er heill. Gylfi verður svo inn á miðri miðjunni á í dag. „Það er mikill heiður að vera fyrirliði en Aron er samt okkar fyrirliði. Þegar að hann kemur til baka tekur hann bandið. Án þess að vera að uppljóstra of miklu þá býst ég við að spila á miðri miðjunni þar sem að mér líður mjög vel,“ segir hann en hvað ætlar íslenska liðið að gera í dag? „Ég vil ekki vera að setja nein markmið fyrir okkur en segjum bara að góð byrjun yrði góð byrjun,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gylfi og Hamrén hafa ekki heyrt Þjóðadeildalagið Gylfi Þór Sigurðsson og Erik Hamrén hafa aldrei heyrt lagið sem fylgir nýju keppninni. 7. september 2018 11:02 Strákarnir okkar fá tvö tækifæri til að gera eitthvað sem aldrei hefur tekist áður Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í Þjóðadeildinni á morgun á móti Sviss og aðeins þremur dögum síðar er komið að leik á móti Belgíu í Laugardalnum. 7. september 2018 17:00 Upplifir enga ógn þrátt fyrir stólakast og óvinveitta heimsókn Hólmar Örn Eyjólfsson lenti heldur betur í senum í Evrópudeildinni með Levski Sofia. 7. september 2018 14:30 Líklegt byrjunarlið Íslands: Úr kuldanum hjá Heimi og beint í liðið hjá Hamrén Guðlaugur Victor Pálsson byrjar líklega leikinn á morgun eftir tveggja ára fjarveru. 7. september 2018 15:00 Gengið á ýmsu hjá Everton en lífið er ljúft fyrir Gylfa undir stjórn Silva Gylfi Þór Sigurðson spilar sína uppáhaldsstöðu með Everton og gengur vel. 7. september 2018 18:45 Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Gylfi og Hamrén hafa ekki heyrt Þjóðadeildalagið Gylfi Þór Sigurðsson og Erik Hamrén hafa aldrei heyrt lagið sem fylgir nýju keppninni. 7. september 2018 11:02
Strákarnir okkar fá tvö tækifæri til að gera eitthvað sem aldrei hefur tekist áður Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í Þjóðadeildinni á morgun á móti Sviss og aðeins þremur dögum síðar er komið að leik á móti Belgíu í Laugardalnum. 7. september 2018 17:00
Upplifir enga ógn þrátt fyrir stólakast og óvinveitta heimsókn Hólmar Örn Eyjólfsson lenti heldur betur í senum í Evrópudeildinni með Levski Sofia. 7. september 2018 14:30
Líklegt byrjunarlið Íslands: Úr kuldanum hjá Heimi og beint í liðið hjá Hamrén Guðlaugur Victor Pálsson byrjar líklega leikinn á morgun eftir tveggja ára fjarveru. 7. september 2018 15:00
Gengið á ýmsu hjá Everton en lífið er ljúft fyrir Gylfa undir stjórn Silva Gylfi Þór Sigurðson spilar sína uppáhaldsstöðu með Everton og gengur vel. 7. september 2018 18:45