Samfélagsrýninum Elmari finnst hann ekki vera umdeildur Tómas Þór Þórðarson í St. Gallen skrifar 7. september 2018 11:45 Theodór Elmar Bjarnason er klár í slaginn innan sem utan vallar. vísir/Arnar halldórsson Theodór Elmar Bjarnason var kallaður inn í landsliðshópinn vegna meiðsla og er búinn að vera að æfa með strákunum okkar í Austurríki og Sviss fyrir leikinn á móti Svisslendingum í Þjóðadeildinni á morgun. Elmar hefur lengi verið hluti af hópnum og stóð sig frábærlega á EM 2016 og í fyrstu leikjunum eftir Evrópumótið en datt síðan úr hópnum og fór ekki með á HM í Rússlandi í sumar. Vesturbæingurinn, sem spilar í Tyrklandi, hefur eiginlega vakið meiri athygli utan vallar undanfarin misseri en hann hefur verið duglegur að opinbera sínar skoðanir á hinum og þesssum málefnum á Twitter. Það eru ekkert alltaf allir sammála Elmari og hafa fjölmiðlar gert sér mat úr skoðunum hans. Hann bakkar sjaldnast með sínar skoðanir, stendur frekar fast á þeim og er klár í hvaða umræðu sem er á samfélagsmiðlinum.Mest lesnu fréttirnar eru mjög oft þær fréttir sem fólk vælir mest yfir hvort þær séu í raun fréttir. — Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) August 24, 2018Hvernig er kynjahlutfallið í sorphirðu? Hef ekki séð neina baráttu til að fá fleiri konur í það, þannig geri ráð fyrir að það sé nokkurn veginn jafnt. — Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) August 14, 2018Eina sem ég bið DV um þegar þeir algjörlega óhlutdrægt fjalla um tístin mín er að setja betri mynd af mér við fréttina. Þessi sem er alltaf notuð er ekki my proudest moment. Jafnvel ekki að taka hlutina úr samhengi og skoða alla söguna. Annars bara flottir. — Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) July 28, 2018Er jafnrétti að vera með jafn mikið af körlum og konum í öllum stöðum? Er ekki betra að hæfileikasti einstaklingurinn fái starfið? Kynjakvóti er ekki af hinu góða!! — Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) April 8, 2018 Elmar brosti og hló aðeins þegar að Vísir spurði hann út í þessa hlið á honum sem samfélagsrýnir á hóteli landsliðsins í St. Gallen í gær. „Ég hef gaman að því að því að tala við fólk sem hefur misjafnar skoðanir. Ég hef gaman að því þegar að fólk er gjörsamlega á móti mér og reynir að komast til botns í því hvað er það sem skilur okkur að,“ segir Elmar og gefur lítið fyrir það að hann kallist umdeildur í dag. „Sjálfum finnst mér ég ekki vera neitt umdeildur en flest allt í dag virðist vera umdeilt,“ segir hann. Miðjumaðurinn knái er alltaf til taks fyrir landsliðið og einnig í góða umræðu á Twitter ef einhverjir eru ósammála eða jafnvel sammála hans skoðunum. „Ég er alltaf tilbúinn að taka umræðuna og tek því fagnandi. Ég er alltaf klár innan sem utan vallar. Maður þarf að sýna smá lit,“ segir Theodór Elmar Bjarnason. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hefðin sem varð til á Laugardalsvellinum 1998 herjar enn á nýkrýnda heimsmeistara Heimsmeistarar hafa ekki unnið sinn fyrsta leik eftir HM undanfarin tuttugu ár og það breyttist ekki hjá Frökkum í gærkvöldi. 7. september 2018 10:00 Þarf að gera eins og Gulli frændi og stofna bakvarðaskóla til að fá alvöru samkeppni Birkir Már Sævarsson situr einn að bakvarðastöðunni hægra megin hjá íslenska landsliðinu. 7. september 2018 09:00 Svona var fundur Hamrén og Gylfa í St. Gallen Landsliðsþjálfarinn og miðjumaðurinn svöruðu spurningum blaðamanna fyrir fyrsta leik Íslands í Þjóðadeildinni. 7. september 2018 09:45 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira
Theodór Elmar Bjarnason var kallaður inn í landsliðshópinn vegna meiðsla og er búinn að vera að æfa með strákunum okkar í Austurríki og Sviss fyrir leikinn á móti Svisslendingum í Þjóðadeildinni á morgun. Elmar hefur lengi verið hluti af hópnum og stóð sig frábærlega á EM 2016 og í fyrstu leikjunum eftir Evrópumótið en datt síðan úr hópnum og fór ekki með á HM í Rússlandi í sumar. Vesturbæingurinn, sem spilar í Tyrklandi, hefur eiginlega vakið meiri athygli utan vallar undanfarin misseri en hann hefur verið duglegur að opinbera sínar skoðanir á hinum og þesssum málefnum á Twitter. Það eru ekkert alltaf allir sammála Elmari og hafa fjölmiðlar gert sér mat úr skoðunum hans. Hann bakkar sjaldnast með sínar skoðanir, stendur frekar fast á þeim og er klár í hvaða umræðu sem er á samfélagsmiðlinum.Mest lesnu fréttirnar eru mjög oft þær fréttir sem fólk vælir mest yfir hvort þær séu í raun fréttir. — Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) August 24, 2018Hvernig er kynjahlutfallið í sorphirðu? Hef ekki séð neina baráttu til að fá fleiri konur í það, þannig geri ráð fyrir að það sé nokkurn veginn jafnt. — Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) August 14, 2018Eina sem ég bið DV um þegar þeir algjörlega óhlutdrægt fjalla um tístin mín er að setja betri mynd af mér við fréttina. Þessi sem er alltaf notuð er ekki my proudest moment. Jafnvel ekki að taka hlutina úr samhengi og skoða alla söguna. Annars bara flottir. — Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) July 28, 2018Er jafnrétti að vera með jafn mikið af körlum og konum í öllum stöðum? Er ekki betra að hæfileikasti einstaklingurinn fái starfið? Kynjakvóti er ekki af hinu góða!! — Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) April 8, 2018 Elmar brosti og hló aðeins þegar að Vísir spurði hann út í þessa hlið á honum sem samfélagsrýnir á hóteli landsliðsins í St. Gallen í gær. „Ég hef gaman að því að því að tala við fólk sem hefur misjafnar skoðanir. Ég hef gaman að því þegar að fólk er gjörsamlega á móti mér og reynir að komast til botns í því hvað er það sem skilur okkur að,“ segir Elmar og gefur lítið fyrir það að hann kallist umdeildur í dag. „Sjálfum finnst mér ég ekki vera neitt umdeildur en flest allt í dag virðist vera umdeilt,“ segir hann. Miðjumaðurinn knái er alltaf til taks fyrir landsliðið og einnig í góða umræðu á Twitter ef einhverjir eru ósammála eða jafnvel sammála hans skoðunum. „Ég er alltaf tilbúinn að taka umræðuna og tek því fagnandi. Ég er alltaf klár innan sem utan vallar. Maður þarf að sýna smá lit,“ segir Theodór Elmar Bjarnason.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hefðin sem varð til á Laugardalsvellinum 1998 herjar enn á nýkrýnda heimsmeistara Heimsmeistarar hafa ekki unnið sinn fyrsta leik eftir HM undanfarin tuttugu ár og það breyttist ekki hjá Frökkum í gærkvöldi. 7. september 2018 10:00 Þarf að gera eins og Gulli frændi og stofna bakvarðaskóla til að fá alvöru samkeppni Birkir Már Sævarsson situr einn að bakvarðastöðunni hægra megin hjá íslenska landsliðinu. 7. september 2018 09:00 Svona var fundur Hamrén og Gylfa í St. Gallen Landsliðsþjálfarinn og miðjumaðurinn svöruðu spurningum blaðamanna fyrir fyrsta leik Íslands í Þjóðadeildinni. 7. september 2018 09:45 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira
Hefðin sem varð til á Laugardalsvellinum 1998 herjar enn á nýkrýnda heimsmeistara Heimsmeistarar hafa ekki unnið sinn fyrsta leik eftir HM undanfarin tuttugu ár og það breyttist ekki hjá Frökkum í gærkvöldi. 7. september 2018 10:00
Þarf að gera eins og Gulli frændi og stofna bakvarðaskóla til að fá alvöru samkeppni Birkir Már Sævarsson situr einn að bakvarðastöðunni hægra megin hjá íslenska landsliðinu. 7. september 2018 09:00
Svona var fundur Hamrén og Gylfa í St. Gallen Landsliðsþjálfarinn og miðjumaðurinn svöruðu spurningum blaðamanna fyrir fyrsta leik Íslands í Þjóðadeildinni. 7. september 2018 09:45