Svona er samband Þjóðadeildarinnar og EM í fótbolta 2020 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2018 17:45 Íslenska landsliðið hefur komist inn á tvö stórmót í röð. Vísir/Getty Þjóðadeildin hófst í gær og fyrsti leikur íslenska landsliðsins er í Sviss á morgun. Næsta stórmót er hins vegar Evrópumótið árið 2020 þar sem úrslitakeppnin verður spiluð út um alla Evrópu. En hvernig tengjast þessar tvær keppnir? Undankeppni EM 2020 verður með sama sniði og síðustu undankeppnir EM. Liðin verða dregin í tíu riðla með fimm eða sex liðum í hverjum riðli. Efstu tvö liðin í hverjum tryggja sér síðan sæti á EM en hin eru ekki alveg úr leik.24 hours to the UEFA #NationsLeague kicks off! What is it? Let us explain... pic.twitter.com/JcAOPEkQ6P — UEFA Nations League (@UEFAEURO) September 5, 2018Það sem kannski breytist varðandi undankeppnina er að hún verður spiluð á skemmri tíma eða frá mars til nóvember 2019. Eftir undankeppni hafa 20 af 24 liðum tryggt sér sæti á EM 2020 en fjögur sæti eru þá ennþá laus. Hér kemur Þjóðadeildin inn. Allar deildirnar fjórar, A, B, C og D fá eitt sæti á EM hvert. Liðin sem hafa ekki tryggt sig inn á EM fá annað möguleika á EM-sæti í sérstöku umspili á milli þeirra fjögurra efstu liða í hverri deild í Þjóðadeildinni sem eru ekki komin með farseðil á EM. Það er ekkert beint umspil á milli liðanna sem enduðu í þriðja sæti í sínum riðli en þau eru líkleg til að komast í umspilið í gegnum Þjóðadeildina. Sextán þjóðir komast í umspilin um síðustu fjögur sætin, fjögur landslið úr hverri deild.The UEFA #NationsLeague gives smaller associations the chance to be among the elite at @UEFAEURO How does EURO qualifying work? This video explains everything https://t.co/HUNNa5a2Rapic.twitter.com/YYwSzjgBxy — UEFA (@UEFA) September 6, 2018Mistakist íslenska landsliðinu að tryggja sér sæti á EM 2020 í gegnum undankeppnina á næsta ári er nokkuð öruggt að liðið fær sæti í þessu umspili. Mótherjarnir væru þá þær þrjár þjóðir sem eru með bestan árangur af þeim sem eru ekki búnar að tryggja sér EM sætið. Umspilin fara fram í mars 2020 þar sem verða spiluð undanúrslit og svo úrslit og eitt landsliðið úr hverju umspili kemst inn á EM. Það þyðir að eitt landslið úr D-deildinni fær sæti á EM en mjög ólíklegt er þær þjóðir komist í gegnum sjálfa undankeppnina. Færeyingar eiga þannig í fyrsta sinn raunhæfa möguleika á sæti á stórmóti en þeir þurfa þá að hafa betur í þessu umspili á móti þjóðum eins og Aserbaídsjan. Makedóníu, Hvíta-Rússlandi, Georgíu, Armeníu, Lettlandi, Lúxemborg, Kasakstan, Moldóvu, Liechtenstein, Möltu, Andorra. Kósóvó, San Marínó eða Gíbraltar. Það má í raun líta á umspil Þjóðadeildarinnar sem einhvers konar öryggisventil fyrir þær þjóðir í A-deild og B-deild sem komast ekki í gegnum undankeppnina og svo nýtt óvænt tækifæri fyrir lið úr C-deild og D-deild til að komast inn á stórmót. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem skýrir þetta enn frekar. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira
Þjóðadeildin hófst í gær og fyrsti leikur íslenska landsliðsins er í Sviss á morgun. Næsta stórmót er hins vegar Evrópumótið árið 2020 þar sem úrslitakeppnin verður spiluð út um alla Evrópu. En hvernig tengjast þessar tvær keppnir? Undankeppni EM 2020 verður með sama sniði og síðustu undankeppnir EM. Liðin verða dregin í tíu riðla með fimm eða sex liðum í hverjum riðli. Efstu tvö liðin í hverjum tryggja sér síðan sæti á EM en hin eru ekki alveg úr leik.24 hours to the UEFA #NationsLeague kicks off! What is it? Let us explain... pic.twitter.com/JcAOPEkQ6P — UEFA Nations League (@UEFAEURO) September 5, 2018Það sem kannski breytist varðandi undankeppnina er að hún verður spiluð á skemmri tíma eða frá mars til nóvember 2019. Eftir undankeppni hafa 20 af 24 liðum tryggt sér sæti á EM 2020 en fjögur sæti eru þá ennþá laus. Hér kemur Þjóðadeildin inn. Allar deildirnar fjórar, A, B, C og D fá eitt sæti á EM hvert. Liðin sem hafa ekki tryggt sig inn á EM fá annað möguleika á EM-sæti í sérstöku umspili á milli þeirra fjögurra efstu liða í hverri deild í Þjóðadeildinni sem eru ekki komin með farseðil á EM. Það er ekkert beint umspil á milli liðanna sem enduðu í þriðja sæti í sínum riðli en þau eru líkleg til að komast í umspilið í gegnum Þjóðadeildina. Sextán þjóðir komast í umspilin um síðustu fjögur sætin, fjögur landslið úr hverri deild.The UEFA #NationsLeague gives smaller associations the chance to be among the elite at @UEFAEURO How does EURO qualifying work? This video explains everything https://t.co/HUNNa5a2Rapic.twitter.com/YYwSzjgBxy — UEFA (@UEFA) September 6, 2018Mistakist íslenska landsliðinu að tryggja sér sæti á EM 2020 í gegnum undankeppnina á næsta ári er nokkuð öruggt að liðið fær sæti í þessu umspili. Mótherjarnir væru þá þær þrjár þjóðir sem eru með bestan árangur af þeim sem eru ekki búnar að tryggja sér EM sætið. Umspilin fara fram í mars 2020 þar sem verða spiluð undanúrslit og svo úrslit og eitt landsliðið úr hverju umspili kemst inn á EM. Það þyðir að eitt landslið úr D-deildinni fær sæti á EM en mjög ólíklegt er þær þjóðir komist í gegnum sjálfa undankeppnina. Færeyingar eiga þannig í fyrsta sinn raunhæfa möguleika á sæti á stórmóti en þeir þurfa þá að hafa betur í þessu umspili á móti þjóðum eins og Aserbaídsjan. Makedóníu, Hvíta-Rússlandi, Georgíu, Armeníu, Lettlandi, Lúxemborg, Kasakstan, Moldóvu, Liechtenstein, Möltu, Andorra. Kósóvó, San Marínó eða Gíbraltar. Það má í raun líta á umspil Þjóðadeildarinnar sem einhvers konar öryggisventil fyrir þær þjóðir í A-deild og B-deild sem komast ekki í gegnum undankeppnina og svo nýtt óvænt tækifæri fyrir lið úr C-deild og D-deild til að komast inn á stórmót. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem skýrir þetta enn frekar.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira