Ari Freyr er klár í slaginn gegn Sviss Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. september 2018 06:00 Ari Freyr Skúlason gæti byrjað leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hann hefur ekkert fengið að spila með sínu félagsliði undan farið. Ísland mætir Sviss ytra í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni. Landsliðið hefur verið við æfingar í Austurríki í vikunni. „Þetta er spennandi verkefni. Mjög erfitt en við erum búnir að vinna okkur þetta inn á síðustu árum og ég vil frekar spila þessa leiki heldur en fara inn í einhverja æfingaleiki,“ sagði Ari við Guðmund Benediktsson á æfingu landsliðsins í gær. „Við höfum ekki unnið þá marga síðustu árin svo ég kýs þetta frekar.“ Ari er á mála hjá belgíska liðinu Lokeren en hann hefur ekki fengið mikið að spila undan farið. „Ég er ekki búinn að fá mínútur í síðustu leikjum sem er mjög skrítið. Ég hef ekki verið í þessari stöðu í nokkur ár og er nýtt fyrir mér. En fótboltinn er svona og maður þarf bara að berjast.“ Ari á æfingu með landsliðinu í gærvísir/arnarHörður Björgvin Magnússon tók sæti Ara í stöðu vinstri bakvarðar í landsliðinu síðustu misseri en miðað við æfingar liðsins í þessari viku má ætla að Ari gæti byrjað leikinn gegn Sviss á laugardag. „Ég vona það. Ég fer í hvert einasta landsliðsverkefni með þá hugsun að byrja leikinn en svo er það undir þjálfurunum komið hvern þeir velja.“ „Vonandi, ég er klár í slaginn og gíra mig þannig upp.“ Leikurinn á laugardaginn er sá fyrsti undir stjórn Svíans Erik Hamrén sem tók við liðinu fyrir mánuði síðan. „Það er skrítið ef við förum að breyta öllu kerfinu en við höldum í það góða og gott að fá ferskleika inn í þetta og aðeins nýja taktík.“ „Ég þekkti hann ekki neitt en fylgdist með sænska landsliðinu og vissi aðeins hvað hann hafði gert með sínum liðu.“ Aðspurður hvað Ísland þurfi að gera til þess að ná í sigur í þessum leik gegn Sviss var svar Ara einfalt „Vinna.“ „Við viljum vinna alla leiki en við þurfum að halda okkar skipulagi og sýna hversu góðir við erum. Við vorum ekki í okkar besta formi á HM.“ „Við trúum á okkur og vitum nákvæmlega hvað við getum gert. Það verður mjög spennandi að sjá hvað við gerum með nýja þjálfaranum og hvernig hann virkar.“ „Ég er bara mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Ari Freyr Skúlason. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Sjá meira
Ari Freyr Skúlason gæti byrjað leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hann hefur ekkert fengið að spila með sínu félagsliði undan farið. Ísland mætir Sviss ytra í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni. Landsliðið hefur verið við æfingar í Austurríki í vikunni. „Þetta er spennandi verkefni. Mjög erfitt en við erum búnir að vinna okkur þetta inn á síðustu árum og ég vil frekar spila þessa leiki heldur en fara inn í einhverja æfingaleiki,“ sagði Ari við Guðmund Benediktsson á æfingu landsliðsins í gær. „Við höfum ekki unnið þá marga síðustu árin svo ég kýs þetta frekar.“ Ari er á mála hjá belgíska liðinu Lokeren en hann hefur ekki fengið mikið að spila undan farið. „Ég er ekki búinn að fá mínútur í síðustu leikjum sem er mjög skrítið. Ég hef ekki verið í þessari stöðu í nokkur ár og er nýtt fyrir mér. En fótboltinn er svona og maður þarf bara að berjast.“ Ari á æfingu með landsliðinu í gærvísir/arnarHörður Björgvin Magnússon tók sæti Ara í stöðu vinstri bakvarðar í landsliðinu síðustu misseri en miðað við æfingar liðsins í þessari viku má ætla að Ari gæti byrjað leikinn gegn Sviss á laugardag. „Ég vona það. Ég fer í hvert einasta landsliðsverkefni með þá hugsun að byrja leikinn en svo er það undir þjálfurunum komið hvern þeir velja.“ „Vonandi, ég er klár í slaginn og gíra mig þannig upp.“ Leikurinn á laugardaginn er sá fyrsti undir stjórn Svíans Erik Hamrén sem tók við liðinu fyrir mánuði síðan. „Það er skrítið ef við förum að breyta öllu kerfinu en við höldum í það góða og gott að fá ferskleika inn í þetta og aðeins nýja taktík.“ „Ég þekkti hann ekki neitt en fylgdist með sænska landsliðinu og vissi aðeins hvað hann hafði gert með sínum liðu.“ Aðspurður hvað Ísland þurfi að gera til þess að ná í sigur í þessum leik gegn Sviss var svar Ara einfalt „Vinna.“ „Við viljum vinna alla leiki en við þurfum að halda okkar skipulagi og sýna hversu góðir við erum. Við vorum ekki í okkar besta formi á HM.“ „Við trúum á okkur og vitum nákvæmlega hvað við getum gert. Það verður mjög spennandi að sjá hvað við gerum með nýja þjálfaranum og hvernig hann virkar.“ „Ég er bara mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Ari Freyr Skúlason.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Sjá meira