Stórsigur í fyrsta keppnisleik Giggs Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. september 2018 20:58 Lærisveinar Ryan Giggs áttu mjög góðan leik í kvöld Vísir/Getty Ryan Giggs byrjar vel með lið Wales í Þjóðadeildinni, hans menn unnu 4-1 sigur á Írum í kvöld. Lars Lagerbäck náði einnig í sigur í fyrsta leik. Wales mætti Írum í grannaslag í fyrsta leik liðanna í nýrri Þjóðadeild UEFA. Þetta var einnig fyrsti keppnisleikur Giggs með velska landsliðið. Tom Lawrence kom heimamönnum yfir strax á sjöttu mínútu leiksins eftir sendingu frá Joe Allen. Stærsta stjarna velska liðsins, Gareth Bale, bætti svo við öðru marki Wales á 18. mínútu og heimamenn með öll völd á vellinum. Aaron Ramsey átti þriðja mark Wales áður en flautað var til hálfleiks. Fjórða markið var svo af dýrari gerðinni, Connor Roberts skoraði af yfir 20 metra færi eftir sendingu frá Bale. Shaun Williams gerði sárabótamark fyrir Íra á 66. mínútu en það dugði ekki til, lokatölur 4-1. Í Osló tóku heimamenn í norska landsliðinu á móti Kýpur. Stefan Johansen, miðjumaður Fulham, gerði bæði mörk Norðmanna í fyrri hálfleik í 2-0 sigrinum. Lars Lagerbäck og hans menn voru með mikla yfirburði í leiknum, gestirnir frá Kýpur áttu aðeins þrjú skot í átt að marki. Norðmenn mæta Búlgörum í næsta leik á sunnudaginn.Úrslit kvöldsins í Þjóðadeildinni:A-deild:Þýskaland-Frakkland 0-0B-deild:Tékkland-Úkraína 1-2 Wales-Írland 4-1C-deild:Slóvenía-Búlgaría 1-2 Noregur-Kýpur 2-0D-deild:Kasakstan-Georgía 0-2 Armenía-Liechtenstein 2-1 Lettland-Andorra 0-0 Gíbraltar-Makedónía 0-2 Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Ryan Giggs byrjar vel með lið Wales í Þjóðadeildinni, hans menn unnu 4-1 sigur á Írum í kvöld. Lars Lagerbäck náði einnig í sigur í fyrsta leik. Wales mætti Írum í grannaslag í fyrsta leik liðanna í nýrri Þjóðadeild UEFA. Þetta var einnig fyrsti keppnisleikur Giggs með velska landsliðið. Tom Lawrence kom heimamönnum yfir strax á sjöttu mínútu leiksins eftir sendingu frá Joe Allen. Stærsta stjarna velska liðsins, Gareth Bale, bætti svo við öðru marki Wales á 18. mínútu og heimamenn með öll völd á vellinum. Aaron Ramsey átti þriðja mark Wales áður en flautað var til hálfleiks. Fjórða markið var svo af dýrari gerðinni, Connor Roberts skoraði af yfir 20 metra færi eftir sendingu frá Bale. Shaun Williams gerði sárabótamark fyrir Íra á 66. mínútu en það dugði ekki til, lokatölur 4-1. Í Osló tóku heimamenn í norska landsliðinu á móti Kýpur. Stefan Johansen, miðjumaður Fulham, gerði bæði mörk Norðmanna í fyrri hálfleik í 2-0 sigrinum. Lars Lagerbäck og hans menn voru með mikla yfirburði í leiknum, gestirnir frá Kýpur áttu aðeins þrjú skot í átt að marki. Norðmenn mæta Búlgörum í næsta leik á sunnudaginn.Úrslit kvöldsins í Þjóðadeildinni:A-deild:Þýskaland-Frakkland 0-0B-deild:Tékkland-Úkraína 1-2 Wales-Írland 4-1C-deild:Slóvenía-Búlgaría 1-2 Noregur-Kýpur 2-0D-deild:Kasakstan-Georgía 0-2 Armenía-Liechtenstein 2-1 Lettland-Andorra 0-0 Gíbraltar-Makedónía 0-2
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira