Kim pirraður á því að heimurinn trúi honum ekki Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2018 10:55 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/AP Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. Hann er pirraður yfir því að heimurinn virðist ekki trúa því að Norður-Kórea ætli sér að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þetta kom fram í máli embættismanna frá Suður-Kóreu í morgun eftir að þeir fóru til Pyongyang og ræddu við Kim. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu mun ferðast til Pyongyang og funda með Kim 18. til 20. september og verður það í þriðja seinn frá því í apríl sem þeir funda.Embættismennirnir segjast hafa flutt skilaboð frá Donald Trump til Kim og að Trump muni fá svar einræðisherrans í dag. Norður-Kóreumenn hafa lýst því yfir að þeir vilji losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir í staðinn fyrir stök skref sem þeir taka í afkjarnavopnun. Þeir segja að Bandaríkin geti ekki búist við því að Norður-Kórea muni láta vopn sín af hendi á meðan ekki sé létt á viðskiptaþvingunum. Ríkisstjórn Trump hefur hins vegar ekki tekið það í mál og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur farið víða um heiminn að undanförnu og rætt nauðsyn þess að halda þrýstingi á Norður-Kóreu.Kim hét því, á fundi með embættismönnunum frá Suður-Kóreu, að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn en vert er að benda á það að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segist ekki hafa séð neinar vísbendingar um að yfirvöld Norður-Kóreu hafi hætt eða dregið úr kjarnorkuvopnaáætlun sinni.Á fundi Kim og embættismannanna sagði einræðisherrann einnig að hann hefði enn trú á Trump, þrátt fyrir bakslag í sambandi þeirra, og ítrekaði að hann hefði aldrei talað illa um forsetann bandaríska. Jafnvel ekki við sína nánustu ráðgjafa. Trump virðist ánægður með yfirlýsingu Kim ef marka má Twittersíðu hans.Kim Jong Un of North Korea proclaims “unwavering faith in President Trump.” Thank you to Chairman Kim. We will get it done together!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 6, 2018 Norður-Kórea Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. Hann er pirraður yfir því að heimurinn virðist ekki trúa því að Norður-Kórea ætli sér að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Þetta kom fram í máli embættismanna frá Suður-Kóreu í morgun eftir að þeir fóru til Pyongyang og ræddu við Kim. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu mun ferðast til Pyongyang og funda með Kim 18. til 20. september og verður það í þriðja seinn frá því í apríl sem þeir funda.Embættismennirnir segjast hafa flutt skilaboð frá Donald Trump til Kim og að Trump muni fá svar einræðisherrans í dag. Norður-Kóreumenn hafa lýst því yfir að þeir vilji losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir í staðinn fyrir stök skref sem þeir taka í afkjarnavopnun. Þeir segja að Bandaríkin geti ekki búist við því að Norður-Kórea muni láta vopn sín af hendi á meðan ekki sé létt á viðskiptaþvingunum. Ríkisstjórn Trump hefur hins vegar ekki tekið það í mál og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur farið víða um heiminn að undanförnu og rætt nauðsyn þess að halda þrýstingi á Norður-Kóreu.Kim hét því, á fundi með embættismönnunum frá Suður-Kóreu, að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn en vert er að benda á það að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segist ekki hafa séð neinar vísbendingar um að yfirvöld Norður-Kóreu hafi hætt eða dregið úr kjarnorkuvopnaáætlun sinni.Á fundi Kim og embættismannanna sagði einræðisherrann einnig að hann hefði enn trú á Trump, þrátt fyrir bakslag í sambandi þeirra, og ítrekaði að hann hefði aldrei talað illa um forsetann bandaríska. Jafnvel ekki við sína nánustu ráðgjafa. Trump virðist ánægður með yfirlýsingu Kim ef marka má Twittersíðu hans.Kim Jong Un of North Korea proclaims “unwavering faith in President Trump.” Thank you to Chairman Kim. We will get it done together!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 6, 2018
Norður-Kórea Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira