Sölumaður, námsmaður, futsal markvörður og internet stjarna í liði Dana í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2018 10:00 Byrjunarlið danska landsliðsins í gær. Vísir/EPA Dönsku landsliðsmennirnir í vináttulandsleiknum á móti Slóvakíu í gærkvöldi hafa örugglega aldrei látið sig einu sinni dreyma um að fá að spila með danska landsliðinu á þessum tímapunkti í sínu lífi. Allt getur hins vegar gerst í fótboltanum. Tækifæri þeirra bauðst óvænt í vikunni og þeir gætu jafnvel spilað annan leik á móti Wales í Þjóðadeildinni um helgina. Landsliðsmenn Dana eru nefnilega í verkfalli vegna deilna sína við danska knattspyrnusambandið um ímyndarétt og danska sambandið gat ekki fengið leikmenn, úr tveimur efstu deildunum eða leikmenn sem spila erlendis, til að spila þennan leik. Í staðinn var kallað í leikmenn úr neðstu deildunum og þá fengu nokkrir Futsal leikmenn líka landsleik í Slóvakíu í gær. Slóvakí burstaði þó ekki leikinn heldur vann „bara“ 3-0.A salesman, a student and an internet star... Denmark's scratch XI certainly didn't disgrace themselves against Slovakia. More: https://t.co/0ks2pEslf0pic.twitter.com/TMtiHFOqw7 — BBC Sport (@BBCSport) September 6, 2018Það er samt athyglisvert að skoða aðeins betur hvaða leikmenn þetta voru og BBC hefur einmitt gert það. Þeir nefna til sérstaklega fjóra leikmenn úr danska liðinu í gær. Christian Offenberg var fremsti maður hjá Dönum í gær en hann er sölumaður í hlutastarfi sem spilar með C-deildarliði Avarta í Danmörku. Hægri bakvörðurinn Simon Vollesen spilar í E-deildinni í Danmörku og er námsmaður. Það er magnað að leikmaður úr fimmtu deild fá A-landsleik en það gerðist í gær. Miðjumaðurinn Rasmus Johansson er aftur á móti internet stjarna en hann er þekktur fyrir sýna allskonar tilþrif með boltann og er með þúsundir fylgjenda á bæði Instagram og YouTube. Í markinu stóð Futsal markvörðurinn Christoffer Haagh sem hafði nóg að gera en varði sjö af tíu skotum sem á hann komu. Danska liðið náði aðeins einu skoti á markið í leiknum og var bara með boltann í 27 prósent af leiktímanum. Adam Nemec og Albert Rusnak komu Slóvakíu í 2-0 í leiknum en þriðja markið var sjálfsmark hjá futsal leikmanninum Adam Fogt sem hafði komið inná sem varmaður. Leikurinn á móti Wales í Þjóðadeildini er í Arósum á sunnudaginn. Þar fá þessi ólíklegu landsliðsmenn mögulega það verkefni að reyna að stoppa Gareth Bale og Aaron Ramsey. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Dönsku landsliðsmennirnir í vináttulandsleiknum á móti Slóvakíu í gærkvöldi hafa örugglega aldrei látið sig einu sinni dreyma um að fá að spila með danska landsliðinu á þessum tímapunkti í sínu lífi. Allt getur hins vegar gerst í fótboltanum. Tækifæri þeirra bauðst óvænt í vikunni og þeir gætu jafnvel spilað annan leik á móti Wales í Þjóðadeildinni um helgina. Landsliðsmenn Dana eru nefnilega í verkfalli vegna deilna sína við danska knattspyrnusambandið um ímyndarétt og danska sambandið gat ekki fengið leikmenn, úr tveimur efstu deildunum eða leikmenn sem spila erlendis, til að spila þennan leik. Í staðinn var kallað í leikmenn úr neðstu deildunum og þá fengu nokkrir Futsal leikmenn líka landsleik í Slóvakíu í gær. Slóvakí burstaði þó ekki leikinn heldur vann „bara“ 3-0.A salesman, a student and an internet star... Denmark's scratch XI certainly didn't disgrace themselves against Slovakia. More: https://t.co/0ks2pEslf0pic.twitter.com/TMtiHFOqw7 — BBC Sport (@BBCSport) September 6, 2018Það er samt athyglisvert að skoða aðeins betur hvaða leikmenn þetta voru og BBC hefur einmitt gert það. Þeir nefna til sérstaklega fjóra leikmenn úr danska liðinu í gær. Christian Offenberg var fremsti maður hjá Dönum í gær en hann er sölumaður í hlutastarfi sem spilar með C-deildarliði Avarta í Danmörku. Hægri bakvörðurinn Simon Vollesen spilar í E-deildinni í Danmörku og er námsmaður. Það er magnað að leikmaður úr fimmtu deild fá A-landsleik en það gerðist í gær. Miðjumaðurinn Rasmus Johansson er aftur á móti internet stjarna en hann er þekktur fyrir sýna allskonar tilþrif með boltann og er með þúsundir fylgjenda á bæði Instagram og YouTube. Í markinu stóð Futsal markvörðurinn Christoffer Haagh sem hafði nóg að gera en varði sjö af tíu skotum sem á hann komu. Danska liðið náði aðeins einu skoti á markið í leiknum og var bara með boltann í 27 prósent af leiktímanum. Adam Nemec og Albert Rusnak komu Slóvakíu í 2-0 í leiknum en þriðja markið var sjálfsmark hjá futsal leikmanninum Adam Fogt sem hafði komið inná sem varmaður. Leikurinn á móti Wales í Þjóðadeildini er í Arósum á sunnudaginn. Þar fá þessi ólíklegu landsliðsmenn mögulega það verkefni að reyna að stoppa Gareth Bale og Aaron Ramsey.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira