Merkel vill sjá Weber sem arftaka Juncker Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2018 23:22 Manfred Weber hefur átt sæti á Evrópuþinginu frá árinu 2004. Vísir/Getty Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur lýst yfir stuðningi við framboð Manfred Weber, leiðtoga Evrópska þjóðarflokksins (EPP) á Evrópuþinginu, til að verða arftaki Jean Claude Juncker sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eftir kosningar til Evrópuþingsins á næsta ári. Kosningar til Evrópuþingsins fara fram í maí næstkomandi, en Evrópski þjóðarflokkurinn (EPP) er nú stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu. Hinn 46 ára Weber tilkynnti fyrr í dag að hann myndi sækjast eftir því að leiða flokkinn í kosningunum, með það að markmiði að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB að þeim loknum. Merkel lýsti fljótlega yfir stuðningi við Weber eftir að hann greindi frá ákvörðun sinni.Barnier og Stubb einnig nefndirÍ frétt Reuters segir að skoðanakannanir bendi til að líklegt sé að EPP, sem er hreyfing hægriflokka og kristilegra demókrata í Evrópuþinginu, muni áfram verða stærstir á Evrópuþinginu eftir kosningar. Ekki er hins vegar öruggt að samstaða náist um það innan EPP að Weber verði leiðtogi hans í kosningunum. Nöfn Frakkans Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB í Brexit-viðræðunum, og Alexander Stubb, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, hafa einnig verið nefnd til sögunnar sem hugsanlegir kandídatar.Margir leiðtogar aðildarríkja andvígir kröfum þingsinsJafnvel þó að samstaða næðist um Weber innan EPP og flokkurinn yrði stærstur á Evrópuþingi, er þó á endan hátt víst að hann tæki við af Juncker. Ástæðan er sú að margir leiðtogar aðildarríkjanna eru andsnúnir þeirri kröfu Evrópuþingsins að leiðtogar ESB-ríkjanna verði að ná saman um einhvern leiðtoga flokkanna á þinginu til að gegna embætti forseta framkvæmdastjórnar sambandsins. Weber hefur átt sæti á Evrópuþinginu frá árinu 2004. Evrópusambandið Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari hefur lýst yfir stuðningi við framboð Manfred Weber, leiðtoga Evrópska þjóðarflokksins (EPP) á Evrópuþinginu, til að verða arftaki Jean Claude Juncker sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eftir kosningar til Evrópuþingsins á næsta ári. Kosningar til Evrópuþingsins fara fram í maí næstkomandi, en Evrópski þjóðarflokkurinn (EPP) er nú stærsti flokkurinn á Evrópuþinginu. Hinn 46 ára Weber tilkynnti fyrr í dag að hann myndi sækjast eftir því að leiða flokkinn í kosningunum, með það að markmiði að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB að þeim loknum. Merkel lýsti fljótlega yfir stuðningi við Weber eftir að hann greindi frá ákvörðun sinni.Barnier og Stubb einnig nefndirÍ frétt Reuters segir að skoðanakannanir bendi til að líklegt sé að EPP, sem er hreyfing hægriflokka og kristilegra demókrata í Evrópuþinginu, muni áfram verða stærstir á Evrópuþinginu eftir kosningar. Ekki er hins vegar öruggt að samstaða náist um það innan EPP að Weber verði leiðtogi hans í kosningunum. Nöfn Frakkans Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB í Brexit-viðræðunum, og Alexander Stubb, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands, hafa einnig verið nefnd til sögunnar sem hugsanlegir kandídatar.Margir leiðtogar aðildarríkja andvígir kröfum þingsinsJafnvel þó að samstaða næðist um Weber innan EPP og flokkurinn yrði stærstur á Evrópuþingi, er þó á endan hátt víst að hann tæki við af Juncker. Ástæðan er sú að margir leiðtogar aðildarríkjanna eru andsnúnir þeirri kröfu Evrópuþingsins að leiðtogar ESB-ríkjanna verði að ná saman um einhvern leiðtoga flokkanna á þinginu til að gegna embætti forseta framkvæmdastjórnar sambandsins. Weber hefur átt sæti á Evrópuþinginu frá árinu 2004.
Evrópusambandið Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira