Ásgeir meiddist í leik KA og Vals á sunnudaginn og var strax ljóst að um alvarleg meiðsli væri að ræða. Í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport á sunnudag sagði Hörður Magnússon að Ásgeir hefði verið svæfður á vellinum því hann var svo þjáður.
Húsvíkingurinn sagðist ekki vita hve lengi hann yrði frá en ljóst er að leikmenn eru oft frá í 9-12 mánuði eftir krossbandsslit.
Ásgeir hefur áður slitið krossband fyrir um fjórum árum síðan en það var í hinu hnénu.
Meiðsli Ásgeirs eru mikið áfall fyrir KA en hann hefur verið einn þeirra besti maður í sumar, skorað 10 mörk í 19 leikju.