Gátu ekki sýnt fram á verðlækkanir Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. september 2018 11:02 Netverslunin auglýsti tilboðsverð - en gátu ekki sannað að fyrra verð ætti við rök að styðjast. vísir/getty Netversluninni Nýkaup tókst ekki að sýna með óyggjandi hætti fram á auglýstar verðlækkanir, að mati Neytendastofu. Nýkaup hefur því verið bannað að auglýsa tilboðsverðin fyrr en úrbætur hafa verið gerðar, ellegar eiga á hættu að verða sektað. Neytendastofa fór fram á að Nýkaup færði sönnur fyrir því að eftirgreindar vörur á vefsíðunni nykaup.is hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði. Stofnuninni höfðu borist kvartanir frá neytendum sem sögðu að þessar vörur hafi ekki verið til sölu á auglýstu verði: 1. Stjörnulampi. Fyrra verð: 5.870 kr. 2. Orginal Hurricane sjálfvirkur skrúbbur. Fyrra verð: 15.690 kr. 3. Þráðlaus Bluetooth heyrnatól. Fyrra verð: 14.780 kr. 4. K2 heilsuúr með 0,95ꞌꞌ OLED snertiskjá. Fyrra verð: 24.995 kr Nýkaup sagði í bréfi sínu til Neytendastofu að að í öllum tilvikum sem netversluninni auglýsi vörur á lækkuðu verði, líkt og gert hafi verið í tilfelli þessara fjögurra vara, hafi þær verið seldar og boðnar til sölu á því verði sem tilgreint var sem fyrra verð á heimasíðunni. Fyrirtækið lofaði bót og betrun, meðal annars í formi tæknilegrar útfærslu sem gæti haldið utan um slíkar upplýsingar svo unnt væri „með auðveldum hætti að sýna fram á að vörur hafi verið boðnar til sölu á upprunalegu verði í tiltekinn tíma.“ Á meðan á málsmeðferð Neytendastofu stóð voru öll tilboðin á nykaup.is tekin út nema á einni vöru og stofnuninni sendar tvær kvittanir til staðfestingar á að sú vara hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Neytendastofa taldi það þó ekki fullnægjandi, enn ætti eftir að sanna að hinar vörurnar þrjár hefðu verið á fyrrgreindu verði áður en tilboðið tók gildi. „Á seljanda hvílir afdráttarlaus skylda til að geta sannað að vara sem boðin er á lækkuðu verði, hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Þessi skylda á við óháð stærð rekstursins, öðrum markaðsaðstæðum eða tækni seljanda. Nýkaup hefur ekki lagt fram gögn til staðfestingar á því að vörurnar sem vísað var til í fyrsta bréfi Neytendastofu hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Nýkaup var því bannað að viðhalda fyrrnefnda viðskiptahætti. Fari fyrirtækið ekki eftir úrskurði Neytendastofu gæti netverslunin hlotið sektir. Neytendur Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Sjá meira
Netversluninni Nýkaup tókst ekki að sýna með óyggjandi hætti fram á auglýstar verðlækkanir, að mati Neytendastofu. Nýkaup hefur því verið bannað að auglýsa tilboðsverðin fyrr en úrbætur hafa verið gerðar, ellegar eiga á hættu að verða sektað. Neytendastofa fór fram á að Nýkaup færði sönnur fyrir því að eftirgreindar vörur á vefsíðunni nykaup.is hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði. Stofnuninni höfðu borist kvartanir frá neytendum sem sögðu að þessar vörur hafi ekki verið til sölu á auglýstu verði: 1. Stjörnulampi. Fyrra verð: 5.870 kr. 2. Orginal Hurricane sjálfvirkur skrúbbur. Fyrra verð: 15.690 kr. 3. Þráðlaus Bluetooth heyrnatól. Fyrra verð: 14.780 kr. 4. K2 heilsuúr með 0,95ꞌꞌ OLED snertiskjá. Fyrra verð: 24.995 kr Nýkaup sagði í bréfi sínu til Neytendastofu að að í öllum tilvikum sem netversluninni auglýsi vörur á lækkuðu verði, líkt og gert hafi verið í tilfelli þessara fjögurra vara, hafi þær verið seldar og boðnar til sölu á því verði sem tilgreint var sem fyrra verð á heimasíðunni. Fyrirtækið lofaði bót og betrun, meðal annars í formi tæknilegrar útfærslu sem gæti haldið utan um slíkar upplýsingar svo unnt væri „með auðveldum hætti að sýna fram á að vörur hafi verið boðnar til sölu á upprunalegu verði í tiltekinn tíma.“ Á meðan á málsmeðferð Neytendastofu stóð voru öll tilboðin á nykaup.is tekin út nema á einni vöru og stofnuninni sendar tvær kvittanir til staðfestingar á að sú vara hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Neytendastofa taldi það þó ekki fullnægjandi, enn ætti eftir að sanna að hinar vörurnar þrjár hefðu verið á fyrrgreindu verði áður en tilboðið tók gildi. „Á seljanda hvílir afdráttarlaus skylda til að geta sannað að vara sem boðin er á lækkuðu verði, hafi verið seld á tilgreindu fyrra verði. Þessi skylda á við óháð stærð rekstursins, öðrum markaðsaðstæðum eða tækni seljanda. Nýkaup hefur ekki lagt fram gögn til staðfestingar á því að vörurnar sem vísað var til í fyrsta bréfi Neytendastofu hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Nýkaup var því bannað að viðhalda fyrrnefnda viðskiptahætti. Fari fyrirtækið ekki eftir úrskurði Neytendastofu gæti netverslunin hlotið sektir.
Neytendur Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Sjá meira