Nadal í undanúrslit eftir fimm tíma maraþonleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2018 07:30 Rafael Nadal fagnar sigri. Vísir/Getty Spánverjinn Rafael Nadal á ennþá möguleika á þvi að verja titil sinn á Opna meistaramótinu í tennis eftir sigur í átta manna úrslitunum í nótt. Leikurinn kostaði hinsvegar mikla orku og endaði ekki fyrr en tvö um nóttina af staðartíma. Serena Williams er komin í undanúrslit kvennamegin eftir sigur á hinni tékknesku Karolínu Plíšková í tveimur settum. Ríkjandi meistari kvennamegin, Sloane Stephens, er aftur á móti úr leik eftir tap á móti Anastasiju Sevastova frá Lettlandi. Anastasija er fyrsti Lettinn sem kemst svona langt á Opna bandaríska meistaramótinu.RAFA PREVAILS! In 4 hours and 49 minutes, @RafaelNadal defeats Thiem 0-6, 6-4, 7-5, 6-7, 7-6 at 2:04am!#USOpenpic.twitter.com/eHYr2rZy3Y — US Open Tennis (@usopen) September 5, 2018Rafael Nadal vann Dominic Thiem eftir fjögurra tíma og 49 mínútuna baráttu en þetta er lengsti leikurinn á US Open til þessa í ár. Nadal vann 0-6, 6-4, 7-5, 6-7 (4-7) og 7-6 (7-5). Nadal átti reyndar nóga orku eftir því hann fagnaði með því að hoppa yfir netið til að „hugga“ mótherja sinn. „Ég sagði við Dominic: Mér þykir þetta leitt en haltu áfram. Hann hefur nóg af tíma til að vinna og fær án vafa fleiri tækifæri í framtíðinni,“ sagði Rafael Nadal.Sportsmanship of the highest caliber... Hats off to @RafaelNadal and @ThiemDomi for an enormous effort tonight...#USOpenpic.twitter.com/NkWBSgV1Zm — US Open Tennis (@usopen) September 5, 2018Dominic Thiem er 25 ára Austurríkismaður og hans besti árangur er úrslitaleikurinn á Opna franska meistaramótinu árið 2017. Hann hafði hinsvegar aldrei komist áður svona langt á Opna bandaríska meistaramótinu. Rafael Nadal er sjö árum aldrei og er á eftir sínum fjórða sigri á Opna bandaríska en hann vann mótið 2010, 2013 og svo í fyrra. Rafael Nadal mætir Argentínumanninum í undanúrslitum Juan Martin del Potro sem fara fram á föstudaginn. Del Potro sló út Bandaríkjamanninn John Isner. Hinir leikirnir í átta manna úrslitum karla og kvenna fara síðan fram í kvöld og nótt.All the feels...@serenawilliams#USOpenpic.twitter.com/7ojWpCtddt — US Open Tennis (@usopen) September 5, 2018 Tennis Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira
Spánverjinn Rafael Nadal á ennþá möguleika á þvi að verja titil sinn á Opna meistaramótinu í tennis eftir sigur í átta manna úrslitunum í nótt. Leikurinn kostaði hinsvegar mikla orku og endaði ekki fyrr en tvö um nóttina af staðartíma. Serena Williams er komin í undanúrslit kvennamegin eftir sigur á hinni tékknesku Karolínu Plíšková í tveimur settum. Ríkjandi meistari kvennamegin, Sloane Stephens, er aftur á móti úr leik eftir tap á móti Anastasiju Sevastova frá Lettlandi. Anastasija er fyrsti Lettinn sem kemst svona langt á Opna bandaríska meistaramótinu.RAFA PREVAILS! In 4 hours and 49 minutes, @RafaelNadal defeats Thiem 0-6, 6-4, 7-5, 6-7, 7-6 at 2:04am!#USOpenpic.twitter.com/eHYr2rZy3Y — US Open Tennis (@usopen) September 5, 2018Rafael Nadal vann Dominic Thiem eftir fjögurra tíma og 49 mínútuna baráttu en þetta er lengsti leikurinn á US Open til þessa í ár. Nadal vann 0-6, 6-4, 7-5, 6-7 (4-7) og 7-6 (7-5). Nadal átti reyndar nóga orku eftir því hann fagnaði með því að hoppa yfir netið til að „hugga“ mótherja sinn. „Ég sagði við Dominic: Mér þykir þetta leitt en haltu áfram. Hann hefur nóg af tíma til að vinna og fær án vafa fleiri tækifæri í framtíðinni,“ sagði Rafael Nadal.Sportsmanship of the highest caliber... Hats off to @RafaelNadal and @ThiemDomi for an enormous effort tonight...#USOpenpic.twitter.com/NkWBSgV1Zm — US Open Tennis (@usopen) September 5, 2018Dominic Thiem er 25 ára Austurríkismaður og hans besti árangur er úrslitaleikurinn á Opna franska meistaramótinu árið 2017. Hann hafði hinsvegar aldrei komist áður svona langt á Opna bandaríska meistaramótinu. Rafael Nadal er sjö árum aldrei og er á eftir sínum fjórða sigri á Opna bandaríska en hann vann mótið 2010, 2013 og svo í fyrra. Rafael Nadal mætir Argentínumanninum í undanúrslitum Juan Martin del Potro sem fara fram á föstudaginn. Del Potro sló út Bandaríkjamanninn John Isner. Hinir leikirnir í átta manna úrslitum karla og kvenna fara síðan fram í kvöld og nótt.All the feels...@serenawilliams#USOpenpic.twitter.com/7ojWpCtddt — US Open Tennis (@usopen) September 5, 2018
Tennis Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira