Kolbeinn: Búinn að vera heill í nánast átta mánuði Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. september 2018 19:45 Kolbeinn á æfingunni í dag S2 Sport Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í landsliðshóp Íslands í fótbolta, rúmum tveimur árum frá hans síðasta landsleik. Íslenska landsliðið kom saman í dag og hóf æfingar í Schruns í Austurríki fyrir leikinn gegn Sviss í Þjóðadeildinni á laugardag. Guðmundur Benediktsson er mættur til Austurríkis og spjallaði við Kolbein. Stærsta spurningin sem brennur á vörum allra, hvernig er heilsan? „Heilsan er mjög góð. Búinn að vera heill núna nánast í átta mánuði fyrir utan í mars og apríl, þannig að þetta er búið að líta vel út og gömlu meiðslin ekki búin að trufla mig,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn Sigþórsson í leik með NantesVísir/GettyKolbeinn meiddist illa fljótlega eftir að þáttöku Íslands á EM í Frakklandi lauk. Þessi tvö ár hafa ekki verið góð fyrir Kolbein. Hann er á mála hjá franska liðinu Nantes en fær ekkert að spila fyrir liðið og var á sölulista í sumar. „Þegar ég kom aftur til baka í sumar þá tilkynntu þeir mér það að ég mætti fara, finna mér nýtt lið. Staðan hefur verið þannig síðustu tvo mánuði að ég hef verið að leita mér að liði.“ „En ég er ekki búinn að spila í að verða tvö ár svo það er erfitt að finna lið sem vill gambla á mig.“ Félagsskiptaglugginn í Evrópu lokaði um helgina. Leikmenn sem eru samningslausir geta áfram farið á ný mið á frjálsri sölu. Kolbeinn er hins vegar enn samningsbundinn Nantes, það eru tvö ár eftir af þeim samningi. „Staðan er þannig að ég get ekki farið núna, ekki nema í þær deildir sem eru opnar. Annars þarf ég að bíða fram í janúar.“ Eins og er gerir Kolbeinn ráð fyrir því að fá aftur að æfa með aðalliðinu og það eru engar viðræður við önnur lið í gangi á þessari stundu. Hann fékk að spila hálftíma í undirbúningsleik með Nantes í sumar en var síðan tilkynnt að hann mætti fara annað eða í varaliðið.Kolbeinn Sigþórsson spilaði síðast landsleik á EM í Frakklandi 2016vísir/gettyÞað eru tímamót hjá landsliðinu öllu, ekki bara Kolbeini að vera kominn þangað aftur. Nýr þjálfari og ný keppni fram undan. Hvernig lýst honum á? „Bara frábærlega. Það sem ég hef heyrt hvað Freyr og Erik eru að gera er bara mjög jákvætt.“ „Þeir vilja ekki breyta miklu og halda í það góða sem er búið að gera á síðustu árum. Það er mikilvægt að halda strúktúrnum.“ „Hann vill örugglega sjá hvernig liðið er og þekkja menn áður en hann fer að breyta með sínum aðferðum.“ Þegar landsliðshópurinn var tilkynntur sagði Erik Hamren að Kolbeinn væri ekki tilbúinn að byrja en hann sæi tækifærin í að nota Kolbein á síðustu mínútum leikjanna. Er hann tilbúinn í það? „Já, ég tel mig vera það. Ég tilkynnti honum það að ég væri ekki í leikformi og ekki búinn að spila, eins og hann vissi. Hann spurði mig hvort ég gæti spilað 15-20 mínútur og gæti notað reynslu mína í það. Ég tel mig vera það, þó ég sé kannski ekki í leikformi,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson Leikur Sviss og Íslands fer fram á laugardaginn, 8. september, og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í landsliðshóp Íslands í fótbolta, rúmum tveimur árum frá hans síðasta landsleik. Íslenska landsliðið kom saman í dag og hóf æfingar í Schruns í Austurríki fyrir leikinn gegn Sviss í Þjóðadeildinni á laugardag. Guðmundur Benediktsson er mættur til Austurríkis og spjallaði við Kolbein. Stærsta spurningin sem brennur á vörum allra, hvernig er heilsan? „Heilsan er mjög góð. Búinn að vera heill núna nánast í átta mánuði fyrir utan í mars og apríl, þannig að þetta er búið að líta vel út og gömlu meiðslin ekki búin að trufla mig,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn Sigþórsson í leik með NantesVísir/GettyKolbeinn meiddist illa fljótlega eftir að þáttöku Íslands á EM í Frakklandi lauk. Þessi tvö ár hafa ekki verið góð fyrir Kolbein. Hann er á mála hjá franska liðinu Nantes en fær ekkert að spila fyrir liðið og var á sölulista í sumar. „Þegar ég kom aftur til baka í sumar þá tilkynntu þeir mér það að ég mætti fara, finna mér nýtt lið. Staðan hefur verið þannig síðustu tvo mánuði að ég hef verið að leita mér að liði.“ „En ég er ekki búinn að spila í að verða tvö ár svo það er erfitt að finna lið sem vill gambla á mig.“ Félagsskiptaglugginn í Evrópu lokaði um helgina. Leikmenn sem eru samningslausir geta áfram farið á ný mið á frjálsri sölu. Kolbeinn er hins vegar enn samningsbundinn Nantes, það eru tvö ár eftir af þeim samningi. „Staðan er þannig að ég get ekki farið núna, ekki nema í þær deildir sem eru opnar. Annars þarf ég að bíða fram í janúar.“ Eins og er gerir Kolbeinn ráð fyrir því að fá aftur að æfa með aðalliðinu og það eru engar viðræður við önnur lið í gangi á þessari stundu. Hann fékk að spila hálftíma í undirbúningsleik með Nantes í sumar en var síðan tilkynnt að hann mætti fara annað eða í varaliðið.Kolbeinn Sigþórsson spilaði síðast landsleik á EM í Frakklandi 2016vísir/gettyÞað eru tímamót hjá landsliðinu öllu, ekki bara Kolbeini að vera kominn þangað aftur. Nýr þjálfari og ný keppni fram undan. Hvernig lýst honum á? „Bara frábærlega. Það sem ég hef heyrt hvað Freyr og Erik eru að gera er bara mjög jákvætt.“ „Þeir vilja ekki breyta miklu og halda í það góða sem er búið að gera á síðustu árum. Það er mikilvægt að halda strúktúrnum.“ „Hann vill örugglega sjá hvernig liðið er og þekkja menn áður en hann fer að breyta með sínum aðferðum.“ Þegar landsliðshópurinn var tilkynntur sagði Erik Hamren að Kolbeinn væri ekki tilbúinn að byrja en hann sæi tækifærin í að nota Kolbein á síðustu mínútum leikjanna. Er hann tilbúinn í það? „Já, ég tel mig vera það. Ég tilkynnti honum það að ég væri ekki í leikformi og ekki búinn að spila, eins og hann vissi. Hann spurði mig hvort ég gæti spilað 15-20 mínútur og gæti notað reynslu mína í það. Ég tel mig vera það, þó ég sé kannski ekki í leikformi,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson Leikur Sviss og Íslands fer fram á laugardaginn, 8. september, og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira