Kallar eftir aukinni gæslu í Þórsmörk Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. september 2018 18:45 Skálaverðir þurfa nær daglega að aðstoða ferðamenn sem festa bíla sína í jökulám á leiðinni í Þórsmörk. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir ferðamenn ekki átta sig á að bílar þeirra séu vanbúnir til þess að aka í ám þrátt fyrir að skilti segi annað. Hann kallar eftir auknu eftirliti á svæðinu. Varúðarmerkingar á leiðinni inn í Þórsmörk hafa verið til umfjöllunar eftir hörmulegt banaslys í Steinholtsá á föstudag þegar kona lést eftir að hún og maður hennar festu bílinn í ánni en hjónin yfirgáfu bílinn með þessum hörmulegu afleiðingum.Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði í samtal við fréttastofu um helgina að erfitt væri að ráða við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum. En hann segir leiðina inn í Þórsmörk merkta með skiltum um að vegirnir séu ekki fyrir hvaða bíl sem er og að þeir þurfi að vera fjórhjóladrifnir og af ákveðinni stærðargráðu. Eitthvað virðist þetta skolast til hjá einhverjum þeim ferðamönnum sem ætla sér í Þórsmörk því skálaverðir verða oft vitni af hrakförum ferðamannanna.Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags ÍslandsVísir/Baldur Hrafnkell Jónsson„Því miður er það allt of algengt og skálaverðir Ferðafélags Íslands inni í Langadal eru nánast daglega að aðstoða ferðamenn sem eru að festast á illa búnum bílum í Krossá eða Hvanndalsá, en einnig koma útköll neðar eins og úr Steinholtsá eða neðra vaðinu í Krossá,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Gríðarlegur straumur ferðamanna sækir Þórsmörk og í júlímánuði eru þar á annað þúsund manns á hverjum degi. „Þarna eru mikið bílar á ferðinni sem eru ekki búnir til þess að keyra yfir þessar ár og við þurfum að koma þeim skilaboðum til þeirra ökumanna,“ segir Páll. Páll segir að forvarnarstarfið verði að byrja mikið fyrr en einnig að bæta þurfi merkingar á leiðinni. „Í fyrsta lagi, ekki fara yfir þessar ár á þessum bílum og í öðru lagi að þá þarf almennar leiðbeiningar fyrir þá sem eru á rétt búnum bílum, því þeir lenda líka stundum í vandræðum. Það er hvernig eigi að keyra yfir ánna og síðan þegar þú ert kominn í þessar aðstæður hvað áttu að gera. Eins og til dæmis yfirleitt að ekki yfirgefa bílinn ef þú ert orðinn fastur,“ segir Páll. Páll kallar eftir aukinni gæslu í Þórsmörk. „Við höfum spurt okkur að því og við höfum kannski gjarnan viljað hafa hálendisgæsluna meira inni á Þórsmerkursvæðinu, að því að þarna er fólk stöðugt í vandræðum í ánum og það væri gott að hafa hálendisgæsluna meira inni í Þórsmörk,“ segir Páll. Tengdar fréttir Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58 Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30 „Við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum“ Erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinsholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. 1. september 2018 19:45 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira
Skálaverðir þurfa nær daglega að aðstoða ferðamenn sem festa bíla sína í jökulám á leiðinni í Þórsmörk. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir ferðamenn ekki átta sig á að bílar þeirra séu vanbúnir til þess að aka í ám þrátt fyrir að skilti segi annað. Hann kallar eftir auknu eftirliti á svæðinu. Varúðarmerkingar á leiðinni inn í Þórsmörk hafa verið til umfjöllunar eftir hörmulegt banaslys í Steinholtsá á föstudag þegar kona lést eftir að hún og maður hennar festu bílinn í ánni en hjónin yfirgáfu bílinn með þessum hörmulegu afleiðingum.Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði í samtal við fréttastofu um helgina að erfitt væri að ráða við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum. En hann segir leiðina inn í Þórsmörk merkta með skiltum um að vegirnir séu ekki fyrir hvaða bíl sem er og að þeir þurfi að vera fjórhjóladrifnir og af ákveðinni stærðargráðu. Eitthvað virðist þetta skolast til hjá einhverjum þeim ferðamönnum sem ætla sér í Þórsmörk því skálaverðir verða oft vitni af hrakförum ferðamannanna.Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags ÍslandsVísir/Baldur Hrafnkell Jónsson„Því miður er það allt of algengt og skálaverðir Ferðafélags Íslands inni í Langadal eru nánast daglega að aðstoða ferðamenn sem eru að festast á illa búnum bílum í Krossá eða Hvanndalsá, en einnig koma útköll neðar eins og úr Steinholtsá eða neðra vaðinu í Krossá,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Gríðarlegur straumur ferðamanna sækir Þórsmörk og í júlímánuði eru þar á annað þúsund manns á hverjum degi. „Þarna eru mikið bílar á ferðinni sem eru ekki búnir til þess að keyra yfir þessar ár og við þurfum að koma þeim skilaboðum til þeirra ökumanna,“ segir Páll. Páll segir að forvarnarstarfið verði að byrja mikið fyrr en einnig að bæta þurfi merkingar á leiðinni. „Í fyrsta lagi, ekki fara yfir þessar ár á þessum bílum og í öðru lagi að þá þarf almennar leiðbeiningar fyrir þá sem eru á rétt búnum bílum, því þeir lenda líka stundum í vandræðum. Það er hvernig eigi að keyra yfir ánna og síðan þegar þú ert kominn í þessar aðstæður hvað áttu að gera. Eins og til dæmis yfirleitt að ekki yfirgefa bílinn ef þú ert orðinn fastur,“ segir Páll. Páll kallar eftir aukinni gæslu í Þórsmörk. „Við höfum spurt okkur að því og við höfum kannski gjarnan viljað hafa hálendisgæsluna meira inni á Þórsmerkursvæðinu, að því að þarna er fólk stöðugt í vandræðum í ánum og það væri gott að hafa hálendisgæsluna meira inni í Þórsmörk,“ segir Páll.
Tengdar fréttir Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58 Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30 „Við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum“ Erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinsholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. 1. september 2018 19:45 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira
Banaslys í Steinsholtsá Kona sem flutt var á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir alvarlegt slys í Steinsholtsá við Þórsmörk fyrr í dag er látin. 31. ágúst 2018 17:58
Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. 31. ágúst 2018 16:30
„Við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum“ Erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinsholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. 1. september 2018 19:45