Öryggi sjúkraflutningamanna ógnað þegar lögregla kemst ekki á staðinn sökum manneklu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. september 2018 18:30 Sjúkraflutningamenn á Vesturlandi telja öryggi sitt ekki tryggt í þeim tilfellum þegar lögregla kemst ekki á staðinn í útkall, þegar þeir eru uppteknir í öðru útkalli. Dæmi eru um að sjúkraflutningamenn séu beðnir um að taka niður upplýsingar og ljósmynda vettvang vegna manneklu hjá lögreglunni. Fréttastofan hefur greint ítarlega frá manneklunni í lögreglunni, en eins og fram kom í upphafi vikunnar sagði formaður Landssambands lögreglumanna ástandið síst betra á landsbyggðinni miðað við höfuðborgarsvæðið. Fréttastofan hefur upplýsingar um að í nýlegu alvarlegu líkamsárásarmáli hafi sjúkraflutningamenn þurft að fara einir inn á vettvang, án aðstoðar lögreglu, á meðan árásarmaðurinn var enn til staðar. Á meðan voru lögreglumenn uppteknir í öðru máli inni á sjúkrahúsinu á Akranesi, örskammt frá. Samkvæmt heimildum fréttastofu óskuðu sjúkraflutningamenn eftir skjótri aðstoð lögreglu þar sem vitað var að maður væri í lífshættu í íbúðinni. Sökum þess að lögreglumenn á Akranesi voru uppteknir var aðstoð send frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit embættis ríkislögreglustjóra.Í hádegisfréttum Bylgjunnar á fimmtudag sagði Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, að ekki væri hægt að senda lögregluþjóna í öll útköll og að mörg minniháttar mál séu leyst í gegnum síma. Yfirmaður sjúkraflutninga segir sjúkraflutningamenn ekki getað stólað á aðstoð frá lögreglu.Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands telur öryggi sjúkraflutningamanna ógnað þegar lögregla kemst ekki á staðinnVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Já, það kemur fyrir en á stærstu stöðunum eins og Akranesi og Borgarnesi þá er þetta nú í nokkuð góðu lagi en á fámennari stöðum eins og í Búðardal, sem að nær nú yfir mjög stórt svæði, alveg austur á Barðaströnd og suður í Borgarnes, þar kemur það iðulega fyrir í erfiðum málum að það kemur ekki lögregla og sjúkraflutningamenn þurfa að taka upplýsingar og jafnvel myndir fyrir lögreglu að beiðni lögreglu," segir Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Starfstöðvar sjúkraflutningamanna hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands eru átta. Lengst er fyrir lögreglu að koma til aðstoðar frá Blönduósi til Hvammstanga og Borgarnesi í Búðardal. Gísli segir öryggi sjúkraflutningamanna ekki alltaf tryggt í erfiðum málum sem þeir sinna. „Í árásarmálum og því um líkum erfiðum málum þá er það mjög erfitt að eiga ekki vona á lögreglu til þess að skakka leikinn áður en sjúkraflutningamenn þurfa að fara vinna vinnuna sína,” segir Gísli.Finnst ykkur öryggi ógnað með stöðunni eins og hún er?„Já, þar sem að menn vita að það er einhver klukkutími í að lögregla komi á staðinn," segir Gísli. Lögreglumál Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. 30. ágúst 2018 12:30 Reiði meðal lögreglumanna Formaður Landssambands lögreglumanna segir dæmi um að hverfi í Reykjavík eða sveitarfélög á landinu séu eftirlitslaus komi upp tímafrek eða stærri útköll. 26. ágúst 2018 18:30 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Sjá meira
Sjúkraflutningamenn á Vesturlandi telja öryggi sitt ekki tryggt í þeim tilfellum þegar lögregla kemst ekki á staðinn í útkall, þegar þeir eru uppteknir í öðru útkalli. Dæmi eru um að sjúkraflutningamenn séu beðnir um að taka niður upplýsingar og ljósmynda vettvang vegna manneklu hjá lögreglunni. Fréttastofan hefur greint ítarlega frá manneklunni í lögreglunni, en eins og fram kom í upphafi vikunnar sagði formaður Landssambands lögreglumanna ástandið síst betra á landsbyggðinni miðað við höfuðborgarsvæðið. Fréttastofan hefur upplýsingar um að í nýlegu alvarlegu líkamsárásarmáli hafi sjúkraflutningamenn þurft að fara einir inn á vettvang, án aðstoðar lögreglu, á meðan árásarmaðurinn var enn til staðar. Á meðan voru lögreglumenn uppteknir í öðru máli inni á sjúkrahúsinu á Akranesi, örskammt frá. Samkvæmt heimildum fréttastofu óskuðu sjúkraflutningamenn eftir skjótri aðstoð lögreglu þar sem vitað var að maður væri í lífshættu í íbúðinni. Sökum þess að lögreglumenn á Akranesi voru uppteknir var aðstoð send frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit embættis ríkislögreglustjóra.Í hádegisfréttum Bylgjunnar á fimmtudag sagði Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, að ekki væri hægt að senda lögregluþjóna í öll útköll og að mörg minniháttar mál séu leyst í gegnum síma. Yfirmaður sjúkraflutninga segir sjúkraflutningamenn ekki getað stólað á aðstoð frá lögreglu.Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands telur öryggi sjúkraflutningamanna ógnað þegar lögregla kemst ekki á staðinnVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Já, það kemur fyrir en á stærstu stöðunum eins og Akranesi og Borgarnesi þá er þetta nú í nokkuð góðu lagi en á fámennari stöðum eins og í Búðardal, sem að nær nú yfir mjög stórt svæði, alveg austur á Barðaströnd og suður í Borgarnes, þar kemur það iðulega fyrir í erfiðum málum að það kemur ekki lögregla og sjúkraflutningamenn þurfa að taka upplýsingar og jafnvel myndir fyrir lögreglu að beiðni lögreglu," segir Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Starfstöðvar sjúkraflutningamanna hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands eru átta. Lengst er fyrir lögreglu að koma til aðstoðar frá Blönduósi til Hvammstanga og Borgarnesi í Búðardal. Gísli segir öryggi sjúkraflutningamanna ekki alltaf tryggt í erfiðum málum sem þeir sinna. „Í árásarmálum og því um líkum erfiðum málum þá er það mjög erfitt að eiga ekki vona á lögreglu til þess að skakka leikinn áður en sjúkraflutningamenn þurfa að fara vinna vinnuna sína,” segir Gísli.Finnst ykkur öryggi ógnað með stöðunni eins og hún er?„Já, þar sem að menn vita að það er einhver klukkutími í að lögregla komi á staðinn," segir Gísli.
Lögreglumál Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. 30. ágúst 2018 12:30 Reiði meðal lögreglumanna Formaður Landssambands lögreglumanna segir dæmi um að hverfi í Reykjavík eða sveitarfélög á landinu séu eftirlitslaus komi upp tímafrek eða stærri útköll. 26. ágúst 2018 18:30 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Sjá meira
Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00
Leysa mál í gegnum síma vegna manneklu Mannekla hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi hefur óneitanlega bitnað á störfum embættisins, að sögn yfirlögregluþjóns. 30. ágúst 2018 12:30
Reiði meðal lögreglumanna Formaður Landssambands lögreglumanna segir dæmi um að hverfi í Reykjavík eða sveitarfélög á landinu séu eftirlitslaus komi upp tímafrek eða stærri útköll. 26. ágúst 2018 18:30