Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. september 2018 08:00 Hua Chunying, upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, hafnaði ásökununum í gær. Vísir/Getty Ásakanir nefndar Sameinuðu þjóðanna um upprætingu kynþáttafordóma um að Kínverjar starfræki risavaxnar heilaþvottabúðir fyrir Uyghur-fólk í Xinjiang-héraði eru óábyrgar og byggðar á röngum upplýsingum. Þetta sagði Hua Chunying, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína, á blaðamannafundi í gær. Nefndin lýsti áhyggjum sínum af ástandinu í skýrslu á fimmtudaginn. „Margar ábendingar hafa borist um fangelsun stórra hópa Uyghur-fólks og annarra minnihlutahópa sem eru íslamstrúar. Fólki sé meinað að hafa samband við umheiminn í langan tíma án þess að hafa verið ákært fyrir nokkuð eða farið fyrir dómstóla. Þetta sé gert undir því yfirskini að verið sé að berjast gegn hryðjuverkum og trúaröfgum,“ segir í skýrslu sem nefndin birti almenningi á fimmtudag. Ýmis hryðjuverkasamtök innan þjóðflokksins hafa gert árásir í Kína. Vitnað er til sönnunargagna frá Xinjiang í skýrslunni sem benda til þess að tugum þúsunda sé haldið í fangabúðum í héraðinu. Þar sé fólkið „endurmenntað“. Nefndin lagði til að Kommúnistaflokkur Kína sleppti þeim sem hefðu ekki verið ákærð eða hlotið dóm og rannsakaði vandlega og á óhlutdrægan hátt ásakanir um kynþáttafordóma í garð Uyghur-fólks og annarra múslima. Einnig fór nefndin fram á að Kínverjar greini opinberlega frá staðsetningu og ástandi flóttamanna úr Uyghur-þjóðflokknum sem kínverska ríkið krafðist að kæmu heim á undanförnum fimm árum. Farið var fram á skýringu á því hversu margir væru í fangabúðunum í Xinjiang, hvers vegna hver og einn hefði verið fluttur þangað og ástandi fanga og kennsluskrá „endurmenntunarinnar“. Newsnight, fréttaskýringaþáttur á BBC, fjallaði ítarlega um málið á fimmtudag. Meðal annars var greint frá því að gervihnattamyndir sýndu að stórar fangabúðir hefðu nýlega verið byggðar og þá voru sýndar ljósmyndir af föngum sem áttu að hafa verið teknar í búðunum. Rætt var við tvo sjónarvotta, annar hafði verið í búðunum og hinn heimsótt þar ástvin. Frásögnum þeirra bar saman um að fólk væri látið kyrja söngva Kommúnistaflokksins, afneita trú sinni og þylja upp boðskap kínverska kommúnismans. Maðurinn sem hafði verið í búðunum sagðist hafa verið pyntaður og hengdur upp klukkutímum saman fyrir framan ýmis pyntingartæki. Sá sem heimsótti búðirnar sagði að vinir hans og vandamenn í búðunum hefðu virst eins og vélmenni. John Sweeney, blaðamaður BBC sem var með umfjöllunina, sagði að þótt Kínverjar hefðu talað um endurmenntun í útgefnu efni kallaðist starfsemin í búðunum í Xinjiang einfaldlega „heilaþvottur“ á mannamáli. Mannréttindabrotarannsakandi sem BBC ræddi við sagði að afar hóflegt væri að áætla að 100.000 væri haldið í búðum í Xinjiang. Mögulega væri talan mun nær milljón. Allnokkrir bandarískir þingmenn úr röðum beggja stóru flokkanna kölluðu eftir því í vikunni að ráðist yrði í þvingunaraðgerðir vegna málsins. „Í ljósi fangelsunar allt að milljón Uyghur-fólks og annarra múslima í „pólitískum endurmenntunarbúðum“ er nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið bregðist við af hörku,“ sagði í bréfi sem þingmennirnir sendu Mike Pompeo utanríkisráðherra. „Saga mannréttindamála í Kína er mun betri en í Bandaríkjunum þannig að Bandaríkin eru ekki í neinni stöðu til þess að dæma okkur. Kína er staðráðið í því að tryggja trúfrelsi kínverskra borgara,“ sagði Hua um bréfið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Ásakanir nefndar Sameinuðu þjóðanna um upprætingu kynþáttafordóma um að Kínverjar starfræki risavaxnar heilaþvottabúðir fyrir Uyghur-fólk í Xinjiang-héraði eru óábyrgar og byggðar á röngum upplýsingum. Þetta sagði Hua Chunying, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kína, á blaðamannafundi í gær. Nefndin lýsti áhyggjum sínum af ástandinu í skýrslu á fimmtudaginn. „Margar ábendingar hafa borist um fangelsun stórra hópa Uyghur-fólks og annarra minnihlutahópa sem eru íslamstrúar. Fólki sé meinað að hafa samband við umheiminn í langan tíma án þess að hafa verið ákært fyrir nokkuð eða farið fyrir dómstóla. Þetta sé gert undir því yfirskini að verið sé að berjast gegn hryðjuverkum og trúaröfgum,“ segir í skýrslu sem nefndin birti almenningi á fimmtudag. Ýmis hryðjuverkasamtök innan þjóðflokksins hafa gert árásir í Kína. Vitnað er til sönnunargagna frá Xinjiang í skýrslunni sem benda til þess að tugum þúsunda sé haldið í fangabúðum í héraðinu. Þar sé fólkið „endurmenntað“. Nefndin lagði til að Kommúnistaflokkur Kína sleppti þeim sem hefðu ekki verið ákærð eða hlotið dóm og rannsakaði vandlega og á óhlutdrægan hátt ásakanir um kynþáttafordóma í garð Uyghur-fólks og annarra múslima. Einnig fór nefndin fram á að Kínverjar greini opinberlega frá staðsetningu og ástandi flóttamanna úr Uyghur-þjóðflokknum sem kínverska ríkið krafðist að kæmu heim á undanförnum fimm árum. Farið var fram á skýringu á því hversu margir væru í fangabúðunum í Xinjiang, hvers vegna hver og einn hefði verið fluttur þangað og ástandi fanga og kennsluskrá „endurmenntunarinnar“. Newsnight, fréttaskýringaþáttur á BBC, fjallaði ítarlega um málið á fimmtudag. Meðal annars var greint frá því að gervihnattamyndir sýndu að stórar fangabúðir hefðu nýlega verið byggðar og þá voru sýndar ljósmyndir af föngum sem áttu að hafa verið teknar í búðunum. Rætt var við tvo sjónarvotta, annar hafði verið í búðunum og hinn heimsótt þar ástvin. Frásögnum þeirra bar saman um að fólk væri látið kyrja söngva Kommúnistaflokksins, afneita trú sinni og þylja upp boðskap kínverska kommúnismans. Maðurinn sem hafði verið í búðunum sagðist hafa verið pyntaður og hengdur upp klukkutímum saman fyrir framan ýmis pyntingartæki. Sá sem heimsótti búðirnar sagði að vinir hans og vandamenn í búðunum hefðu virst eins og vélmenni. John Sweeney, blaðamaður BBC sem var með umfjöllunina, sagði að þótt Kínverjar hefðu talað um endurmenntun í útgefnu efni kallaðist starfsemin í búðunum í Xinjiang einfaldlega „heilaþvottur“ á mannamáli. Mannréttindabrotarannsakandi sem BBC ræddi við sagði að afar hóflegt væri að áætla að 100.000 væri haldið í búðum í Xinjiang. Mögulega væri talan mun nær milljón. Allnokkrir bandarískir þingmenn úr röðum beggja stóru flokkanna kölluðu eftir því í vikunni að ráðist yrði í þvingunaraðgerðir vegna málsins. „Í ljósi fangelsunar allt að milljón Uyghur-fólks og annarra múslima í „pólitískum endurmenntunarbúðum“ er nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið bregðist við af hörku,“ sagði í bréfi sem þingmennirnir sendu Mike Pompeo utanríkisráðherra. „Saga mannréttindamála í Kína er mun betri en í Bandaríkjunum þannig að Bandaríkin eru ekki í neinni stöðu til þess að dæma okkur. Kína er staðráðið í því að tryggja trúfrelsi kínverskra borgara,“ sagði Hua um bréfið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira