Blikar leggja grasinu: Helmingur Pepsi-deildar karla gæti verið spilaður á gervigrasi næsta sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. september 2018 11:45 Kópavogsvöllur verður gervigraslagður í vetur. vísir/stefán Svo gæti farið að 66 leikir af 132 í Pepsi-deild karla í fótbolta eða helmingurinn fari fram á gervigrasi á næsta ári en það yrði met og sögulegt fyrir deildina sem hefur þó verið að þróast í þá átt undanfarin ár. Þrjú lið spila heimaleiki sína á gervigrasi í Pepsi-deild karla í ár en það eru Stjarnan, Valur og Fylkir. Fylkismenn spiluðu framan af á gervigrasi inn í Egilshöll en það sama gerði Fjölnir á meðan Extra-völlurinn var ekki klár. Fylkir fór svo á nýjan gervigrasvöll sinn í Árbænum en Fjölnir á grasvöllinn í Grafarvoginum. Fjölnir spilaði tvo leiki í Egilshöllinni og fara því í heildina fram 35 leikir á gervigrasi í sumar en þeim gæti fjölgað um tæplega helming á næsta ári.HK-ingar spila innanhúss á gervigrasi.fréttablaðið/anton brinkSkaginn gæti bæst við Fjölnismenn eru í ellefta sæti Pepsi-deildarinnar, þremur stigum á eftir Fylki og Víkingi en fari svo að Fjölnismenn fari niður fækkar grasliðum í deildinni. Víkingar hefja nefnilega framkvæmdir í Víkinni að síðasta leik loknum og mæta til leiks með gervigras í Pepsi-deildina árið 2019 haldi þeir sér uppi. HK og ÍA koma upp úr Inkasso-deildinni. HK spilar á gervigrasi inn í Kórnum en ÍA spilar á grasi. Það er þó alls ekki ólíklegt að Skagamenn fari á gervigras á næstu árum en umræður um það eru hafnar á Skagnaum. „Það er í umræðunni að Norðurálsvöllurinn þróist yfir í að verða gervigrasvöllur. Það hefur ekkert formlegt komið frá félaginu til Akraneskaupstaðar en samtöl hafa átt sér stða. Þetta er umræða sem hefur verið á alvarlegum nótum,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi sem situr einnig í stjórn knattspyrnufélagsins ÍA.Víkingar fara á gervigras í haust.vísir/eyþórBlikar fá tvo velli Klárist Pepsi-deildin eins og staðan er núna verða Stjarnan, Valur, Fylkir, Víkingur og HK öll á gervigrasi á næsta ári sem og Breiðablik en búið er að taka ákvörðun í bæjarstjórn Kópavogs um að leggja gervigras á Kópavogsvöll. Framkvæmdir við hann hefjast 1. október. „Við vorum með aðrar tillögur en þetta er niðurstaðan og við unum henni. Við erum sáttir. Við fáum líka nýjan upphitaðan völl í Fagralundi þannig það verða tveir nýir gervigrasvellir í Kópavogi á næsta ári sem er framfaraskref fyrir 1.500 iðkennda deild. Svo má ekki gleyma öllum hinum liðunum í Kópavogi eins og Ými, Stál Úlfi, Augnabliki og fleirum. Þetta er gott fyrir Kópavog,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks. Eina leiðin fyrir grasvelli að vera í meirihluta á næstu leiktíð í Pepsi-deildinni er að Fjölnir nái að fella Víking eða Fylki en Fjölnismenn mæta Fylki í lokaumferðinni. Það stefnir þó allt í að gervigras sé að taka yfir því KA-menn horfa einnig í gervigras til framtíðar.Blikarnir fagna á gervigrasi næsta sumar.vísir/báraFrost fyrir norðan „Við erum búnir að láta gera nýtt skipulag á KA-svæðinu þarm er að gert ráð fyrir nýjum byggingum, stúku á gervigrasvelli,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957. KA mætir Grindavík í 21. umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudaginn en spáð er tíu gráðu frosti aðfaranótt sunnudagsins og að um tveggja gráðu frost verði fyrir norðan þegar að leikurinn fer fram klukkan 14.00. „Það er tilviljun ef að við sjáum lifandi gras hérna í maí. Þetta hefur samt aldrei verið svona slæmt undir lok tímabils. Við höfum ekki enn þá þurft að brjóta klaka fyrir lokaumferðirnar,“ segir Sævar en færa þurfti bikarúrslitaleik í yngri flokkum af Greifavellinum í vikunni vegna veðurs.Staðan í Pepsi-deildinni: Valur (Gervigras) Stjarnan (Gervigras) Breiðablik (Gervigras á næsta ári) KR (Gras) FH (Gras) Grindavík (Gras) KA (Gras) ÍBV (Gras) Fylkir (Gervigras) Víkingur (Gervigras á næsta ári) Fjölnir (Gras) Keflavík (Gras)Koma upp: ÍA (Gras) HK (Gervigras á næsta ári) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Svo gæti farið að 66 leikir af 132 í Pepsi-deild karla í fótbolta eða helmingurinn fari fram á gervigrasi á næsta ári en það yrði met og sögulegt fyrir deildina sem hefur þó verið að þróast í þá átt undanfarin ár. Þrjú lið spila heimaleiki sína á gervigrasi í Pepsi-deild karla í ár en það eru Stjarnan, Valur og Fylkir. Fylkismenn spiluðu framan af á gervigrasi inn í Egilshöll en það sama gerði Fjölnir á meðan Extra-völlurinn var ekki klár. Fylkir fór svo á nýjan gervigrasvöll sinn í Árbænum en Fjölnir á grasvöllinn í Grafarvoginum. Fjölnir spilaði tvo leiki í Egilshöllinni og fara því í heildina fram 35 leikir á gervigrasi í sumar en þeim gæti fjölgað um tæplega helming á næsta ári.HK-ingar spila innanhúss á gervigrasi.fréttablaðið/anton brinkSkaginn gæti bæst við Fjölnismenn eru í ellefta sæti Pepsi-deildarinnar, þremur stigum á eftir Fylki og Víkingi en fari svo að Fjölnismenn fari niður fækkar grasliðum í deildinni. Víkingar hefja nefnilega framkvæmdir í Víkinni að síðasta leik loknum og mæta til leiks með gervigras í Pepsi-deildina árið 2019 haldi þeir sér uppi. HK og ÍA koma upp úr Inkasso-deildinni. HK spilar á gervigrasi inn í Kórnum en ÍA spilar á grasi. Það er þó alls ekki ólíklegt að Skagamenn fari á gervigras á næstu árum en umræður um það eru hafnar á Skagnaum. „Það er í umræðunni að Norðurálsvöllurinn þróist yfir í að verða gervigrasvöllur. Það hefur ekkert formlegt komið frá félaginu til Akraneskaupstaðar en samtöl hafa átt sér stða. Þetta er umræða sem hefur verið á alvarlegum nótum,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi sem situr einnig í stjórn knattspyrnufélagsins ÍA.Víkingar fara á gervigras í haust.vísir/eyþórBlikar fá tvo velli Klárist Pepsi-deildin eins og staðan er núna verða Stjarnan, Valur, Fylkir, Víkingur og HK öll á gervigrasi á næsta ári sem og Breiðablik en búið er að taka ákvörðun í bæjarstjórn Kópavogs um að leggja gervigras á Kópavogsvöll. Framkvæmdir við hann hefjast 1. október. „Við vorum með aðrar tillögur en þetta er niðurstaðan og við unum henni. Við erum sáttir. Við fáum líka nýjan upphitaðan völl í Fagralundi þannig það verða tveir nýir gervigrasvellir í Kópavogi á næsta ári sem er framfaraskref fyrir 1.500 iðkennda deild. Svo má ekki gleyma öllum hinum liðunum í Kópavogi eins og Ými, Stál Úlfi, Augnabliki og fleirum. Þetta er gott fyrir Kópavog,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks. Eina leiðin fyrir grasvelli að vera í meirihluta á næstu leiktíð í Pepsi-deildinni er að Fjölnir nái að fella Víking eða Fylki en Fjölnismenn mæta Fylki í lokaumferðinni. Það stefnir þó allt í að gervigras sé að taka yfir því KA-menn horfa einnig í gervigras til framtíðar.Blikarnir fagna á gervigrasi næsta sumar.vísir/báraFrost fyrir norðan „Við erum búnir að láta gera nýtt skipulag á KA-svæðinu þarm er að gert ráð fyrir nýjum byggingum, stúku á gervigrasvelli,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957. KA mætir Grindavík í 21. umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudaginn en spáð er tíu gráðu frosti aðfaranótt sunnudagsins og að um tveggja gráðu frost verði fyrir norðan þegar að leikurinn fer fram klukkan 14.00. „Það er tilviljun ef að við sjáum lifandi gras hérna í maí. Þetta hefur samt aldrei verið svona slæmt undir lok tímabils. Við höfum ekki enn þá þurft að brjóta klaka fyrir lokaumferðirnar,“ segir Sævar en færa þurfti bikarúrslitaleik í yngri flokkum af Greifavellinum í vikunni vegna veðurs.Staðan í Pepsi-deildinni: Valur (Gervigras) Stjarnan (Gervigras) Breiðablik (Gervigras á næsta ári) KR (Gras) FH (Gras) Grindavík (Gras) KA (Gras) ÍBV (Gras) Fylkir (Gervigras) Víkingur (Gervigras á næsta ári) Fjölnir (Gras) Keflavík (Gras)Koma upp: ÍA (Gras) HK (Gervigras á næsta ári)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira