Segir Daniel Sturridge vera 50 milljóna punda framherja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2018 10:00 Daniel Sturridge fagnar marki sínu í gærkvöldi. Vísir/Getty Daniel Sturridge nýtti vel sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Liverpool í gærkvöldi með því að skora fyrsta mark liðsins í 3-2 sigri á Paris Saint-Germain. Sturridge kom inn í liðið fyrir Brasilíumanninn Roberto Firmino sem var að jafna sig eftir augnapot Jan um helgina. Firmino kom síðan inná fyrir Sturridge og skoraði sigurmark Liverpool í leiknum. Innkoma Daniel Sturridge í byrjunarliðið í gær er aftur á móti enn eitt dæmið um þá miklu breidd sem býr nú í Liverpool-liðinu. Stephen Warnock, nú knattspyrnuspekingur hjá BBC og fyrrverandi leikmaður Liverpool, ræddi leikmanninn Daniel Sturridge á BBC Radio 5 live. Warnock er á því að Daniel Sturridge verði að fá stórt hlutverk á tímabilinu ætli Liverpool að berjast um titla á mörgum vígstöðum. „Hann er kannski ekki eins vinnusamur án bolta og Roberto Firmino en hann kemur um leið með eitthvað annað inn í liðið. Þegar hann fær boltann þá geta hlutirnir gerst alveg eins og þegar Firmino fær hann,“ sagði Stephen Warnock.Is Daniel Sturridge a £50m player? Stephen Warnock thinks so. Read: https://t.co/hVGFAKVYk0pic.twitter.com/5aVFST8cwC — BBC Sport (@BBCSport) September 19, 2018Daniel Sturridge hefur misst mikið úr á síðustu tímabilum vegna meiðsla og margir voru búnir að afskrifa hann eða bjuggust við því að Jürgen Klopp myndi selja hann í sumar. Sturridge átti hins vegar frábært undirbúningstímabil og hefur nú stimplað sig inn á tímabilinu sjálfu. „Jürgen Klopp vildi sjá á undirbúningstímabilinu hvort Daniel væri heill og hungraður og hugarfar hans var hárrétt. Ég sá mikið af leikjunum á undirbúningstímabilinu og Daniel Sturridge spilaði mjög vel,“ sagði Warnock. „Það er þess vegna að Klopp gaf honum hans fyrsta byrjunarliðsleik síðan í nóvember 2017. Þú lítur ekkert framhjá Daniel þegar hann er heill og klár í slaginn. Við erum að tala um 50 milljóna punda framherja því hann er mögulega heimsklassa framherji,“ sagði Warnock. Það má sjá markið hans á móti PSG í gær hér fyrir neðan.„Það er auðvitað líka mikilvægt að hann þekki hlutverk sitt í liðinu því ef að þeir Sadio Mane, Firmino og Mohamed Salah eru allir klárir þá munu þeir spila flesta leikina. Allir leikmenn þurfa aftur á móti einhverja hvíld þegar liðið er á fullu í Evrópukeppninni líka og það koma leikir þar sem liðið þarf að treysta á Daniel Sturridge,“ sagði Warnock. „Salah sem dæmi lítur ekki út fyrir að vera 100 prósent núna. Hann virkaði þreyttur síðustu 20 til 25 mínúturnar á móti PSG. Þar var því tækifæri fyrir Xherdan Shaqiri að koma inn og sýna sig og sanna,“ sagði Warnock. „Leikmennirnir sem Liverpool fékk í sumar er stór hluti ástæðunnar að ég tel að liðið geti gert betur í Meistaradeildinni en í fyrra þegar þeir urðu í öðru sæti. Leikmennirnir sem voru í fyrra geta nú litið í kringum sig í klefanum og séð að liðið er með betri leikmenn en í fyrra,“ sagði Warnock. „Sturridge er auðvitað ekki nýr leikmaður en það er svo sjaldgæft að hann sé heill og í formi að það er alveg eins og hann sé nýr leikmaður. Klopp tók vel á móti honum með stóru faðmlagi á hliðarlínunni og hrósaði honum síðan mikið á blaðamannafundinum eftir leik. Allt þetta mun gefa Sturridge mikið sjálfstraust fyrir framhaldið,“ sagði Warnock en það má lesa allan pistilinn hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
Daniel Sturridge nýtti vel sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði Liverpool í gærkvöldi með því að skora fyrsta mark liðsins í 3-2 sigri á Paris Saint-Germain. Sturridge kom inn í liðið fyrir Brasilíumanninn Roberto Firmino sem var að jafna sig eftir augnapot Jan um helgina. Firmino kom síðan inná fyrir Sturridge og skoraði sigurmark Liverpool í leiknum. Innkoma Daniel Sturridge í byrjunarliðið í gær er aftur á móti enn eitt dæmið um þá miklu breidd sem býr nú í Liverpool-liðinu. Stephen Warnock, nú knattspyrnuspekingur hjá BBC og fyrrverandi leikmaður Liverpool, ræddi leikmanninn Daniel Sturridge á BBC Radio 5 live. Warnock er á því að Daniel Sturridge verði að fá stórt hlutverk á tímabilinu ætli Liverpool að berjast um titla á mörgum vígstöðum. „Hann er kannski ekki eins vinnusamur án bolta og Roberto Firmino en hann kemur um leið með eitthvað annað inn í liðið. Þegar hann fær boltann þá geta hlutirnir gerst alveg eins og þegar Firmino fær hann,“ sagði Stephen Warnock.Is Daniel Sturridge a £50m player? Stephen Warnock thinks so. Read: https://t.co/hVGFAKVYk0pic.twitter.com/5aVFST8cwC — BBC Sport (@BBCSport) September 19, 2018Daniel Sturridge hefur misst mikið úr á síðustu tímabilum vegna meiðsla og margir voru búnir að afskrifa hann eða bjuggust við því að Jürgen Klopp myndi selja hann í sumar. Sturridge átti hins vegar frábært undirbúningstímabil og hefur nú stimplað sig inn á tímabilinu sjálfu. „Jürgen Klopp vildi sjá á undirbúningstímabilinu hvort Daniel væri heill og hungraður og hugarfar hans var hárrétt. Ég sá mikið af leikjunum á undirbúningstímabilinu og Daniel Sturridge spilaði mjög vel,“ sagði Warnock. „Það er þess vegna að Klopp gaf honum hans fyrsta byrjunarliðsleik síðan í nóvember 2017. Þú lítur ekkert framhjá Daniel þegar hann er heill og klár í slaginn. Við erum að tala um 50 milljóna punda framherja því hann er mögulega heimsklassa framherji,“ sagði Warnock. Það má sjá markið hans á móti PSG í gær hér fyrir neðan.„Það er auðvitað líka mikilvægt að hann þekki hlutverk sitt í liðinu því ef að þeir Sadio Mane, Firmino og Mohamed Salah eru allir klárir þá munu þeir spila flesta leikina. Allir leikmenn þurfa aftur á móti einhverja hvíld þegar liðið er á fullu í Evrópukeppninni líka og það koma leikir þar sem liðið þarf að treysta á Daniel Sturridge,“ sagði Warnock. „Salah sem dæmi lítur ekki út fyrir að vera 100 prósent núna. Hann virkaði þreyttur síðustu 20 til 25 mínúturnar á móti PSG. Þar var því tækifæri fyrir Xherdan Shaqiri að koma inn og sýna sig og sanna,“ sagði Warnock. „Leikmennirnir sem Liverpool fékk í sumar er stór hluti ástæðunnar að ég tel að liðið geti gert betur í Meistaradeildinni en í fyrra þegar þeir urðu í öðru sæti. Leikmennirnir sem voru í fyrra geta nú litið í kringum sig í klefanum og séð að liðið er með betri leikmenn en í fyrra,“ sagði Warnock. „Sturridge er auðvitað ekki nýr leikmaður en það er svo sjaldgæft að hann sé heill og í formi að það er alveg eins og hann sé nýr leikmaður. Klopp tók vel á móti honum með stóru faðmlagi á hliðarlínunni og hrósaði honum síðan mikið á blaðamannafundinum eftir leik. Allt þetta mun gefa Sturridge mikið sjálfstraust fyrir framhaldið,“ sagði Warnock en það má lesa allan pistilinn hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira