Memphis: Stóð ekki undir væntingum hjá United Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. september 2018 08:30 Memphis líður vel í Lyon. vísir/getty Hollendingurinn Memphis Depay er mættur aftur til Manchester en að þessu sinni í búningi Lyon. Hann spilar gegn Man. City í Meistaradeildinni í kvöld. Memphis er orðinn 24 ára gamall og viðurkennir að hafa ekki staðið undir væntingum hjá Man. Utd. Hann skoraði þá 7 mörk í 53 leikjum fyrir félagið eftir að hafa verið keyptur á 30 milljónir punda frá PSV. Hann var svo seldur til Lyon í janúar árið 2017 og þar hefur hann spilað ljómandi vel. „Það vita allir að saga mín hjá Man. Utd var ekki farsæl. Það sáu það allir. Ég vildi ekki að svo færi en svona er þetta stundum. Ég kom ekki með þau gæði í liðið sem ég átti að gera,“ sagði Memphis sem er búinn að skora 28 mörk í 74 leikjum fyrir Lyon. Um síðustu helgi rifjaði Wayne Rooney upp hvernig hann hefði reynt að hjálpa Memphis án árangurs. Hollendingurinn gerði þá slæm mistök í leik gegn Stoke og var refsað með því að spila með varaliðinu daginn eftir. „Ég sagði við hann að þetta væri erfið staða í augnablikinu og hann yrði að reyna að láta fara lítið fyrir sér. Hann mætti í varaliðsleikinn á Rolls Royce í leðurjakka og með kúrekahatt. Ég spurði bara af hverju? Memphis er ljúfur strákur og það gleður mig að sjá að honum gengur vel í Frakklandi,“ sagði Rooney. Memphis hló þegar hann var spurður út í þessa sögu frá Rooney. Sagðist hafa lært af sínum mistökum og að hann væri þroskaðri í dag. „Sumir geta aldrei tekið gríni. Ég og Wayne erum góðir vinir og ég skildi vel hvað hann var að meina. Hér áður var ég mun skrautlegri en ég er í dag. Ég er þroskaðri en get enn þroskast meira. Mér leið eins og annarri persónu er ég kom aftur til Manchester núna. Borgin er enn rauð og vonandi get ég hjálpað liðinu að ná góðum úrslitum gegn City.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira
Hollendingurinn Memphis Depay er mættur aftur til Manchester en að þessu sinni í búningi Lyon. Hann spilar gegn Man. City í Meistaradeildinni í kvöld. Memphis er orðinn 24 ára gamall og viðurkennir að hafa ekki staðið undir væntingum hjá Man. Utd. Hann skoraði þá 7 mörk í 53 leikjum fyrir félagið eftir að hafa verið keyptur á 30 milljónir punda frá PSV. Hann var svo seldur til Lyon í janúar árið 2017 og þar hefur hann spilað ljómandi vel. „Það vita allir að saga mín hjá Man. Utd var ekki farsæl. Það sáu það allir. Ég vildi ekki að svo færi en svona er þetta stundum. Ég kom ekki með þau gæði í liðið sem ég átti að gera,“ sagði Memphis sem er búinn að skora 28 mörk í 74 leikjum fyrir Lyon. Um síðustu helgi rifjaði Wayne Rooney upp hvernig hann hefði reynt að hjálpa Memphis án árangurs. Hollendingurinn gerði þá slæm mistök í leik gegn Stoke og var refsað með því að spila með varaliðinu daginn eftir. „Ég sagði við hann að þetta væri erfið staða í augnablikinu og hann yrði að reyna að láta fara lítið fyrir sér. Hann mætti í varaliðsleikinn á Rolls Royce í leðurjakka og með kúrekahatt. Ég spurði bara af hverju? Memphis er ljúfur strákur og það gleður mig að sjá að honum gengur vel í Frakklandi,“ sagði Rooney. Memphis hló þegar hann var spurður út í þessa sögu frá Rooney. Sagðist hafa lært af sínum mistökum og að hann væri þroskaðri í dag. „Sumir geta aldrei tekið gríni. Ég og Wayne erum góðir vinir og ég skildi vel hvað hann var að meina. Hér áður var ég mun skrautlegri en ég er í dag. Ég er þroskaðri en get enn þroskast meira. Mér leið eins og annarri persónu er ég kom aftur til Manchester núna. Borgin er enn rauð og vonandi get ég hjálpað liðinu að ná góðum úrslitum gegn City.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira