Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2018 14:11 Her Ísrael segir herþotur þeirra þegar hafa verið komnar aftur til Ísrael þegar rússneska þotan var skotin niður. Vísir/EPA Yfirvöld Ísrael segja stjórnarher Bashar al-Assad um að kenna að rússnesk herflugvél hafi verið skotin niður í gærkvöldi. Fimmtán áhafnarmeðlimir dóu þegar vélin var skotin niður í aðflugi að flugstöð Rússa í Latakia-héraði í Sýrlandi. Ísraelar gerðu loftárásir í Sýrlandi og sýrlenskir hermenn skutu rússnesku flugvélina niður fyrir slysni. Ísraelar segja stjórnarhernum alfarið um að kenna en hins vegar lýsa þeir yfir sorg vegna atviksins. Rússar hafa sakað Ísrael um að hafa valdið dauðum mannanna en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að atvikið hefði verið sorgleg niðurstaða tilviljana.Samkvæmt Ísraelsmönnum virðist sem að Assad-liðar hafi skotið flugskeytum án þess að skeyta nokkuð um hvern þeir væru að skjóta á. Mjög sjaldgæft er að her Ísrael tjái sig um árásir í Sýrlandi.Herinn sagði að árásirnar í gær hefðu verið gegn herstöð stjórnarhers Assad, þar sem Íran sé að útvega Hezbollah hryðjuverkasamtökunum búnað til að framleiða vopn. Ísraelar óttast aukin umsvif Íran í Sýrlandi og vopnaflutninga til Hezbollah. Þá sagði herinn ekki rétt að ísraelskir flugmenn hefðu notað rússnesku flugvélina sem skjól frá loftvörnum Sýrlendinga. Flugvélin hefði ekki verið nærri því svæði sem loftárásirnar hefðu verið gerðar á. Þar að auki hefðu herþoturnar sem notaðar voru til árásanna verið komnar aftur til Ísrael þegar flugvélin var skotin niður. Samkvæmt BBC ræddi Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, við Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísrael, í síma í dag og sagði að Rússar myndu bregðast við atvikinu. Það var þó áður en Pútín steig fram og virtist reyna að draga úr spennunni með því að segja að viðbrögð Rússa yrðu að tryggja öryggi hermanna sinna. Ísrael Mið-Austurlönd Rússland Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Yfirvöld Ísrael segja stjórnarher Bashar al-Assad um að kenna að rússnesk herflugvél hafi verið skotin niður í gærkvöldi. Fimmtán áhafnarmeðlimir dóu þegar vélin var skotin niður í aðflugi að flugstöð Rússa í Latakia-héraði í Sýrlandi. Ísraelar gerðu loftárásir í Sýrlandi og sýrlenskir hermenn skutu rússnesku flugvélina niður fyrir slysni. Ísraelar segja stjórnarhernum alfarið um að kenna en hins vegar lýsa þeir yfir sorg vegna atviksins. Rússar hafa sakað Ísrael um að hafa valdið dauðum mannanna en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að atvikið hefði verið sorgleg niðurstaða tilviljana.Samkvæmt Ísraelsmönnum virðist sem að Assad-liðar hafi skotið flugskeytum án þess að skeyta nokkuð um hvern þeir væru að skjóta á. Mjög sjaldgæft er að her Ísrael tjái sig um árásir í Sýrlandi.Herinn sagði að árásirnar í gær hefðu verið gegn herstöð stjórnarhers Assad, þar sem Íran sé að útvega Hezbollah hryðjuverkasamtökunum búnað til að framleiða vopn. Ísraelar óttast aukin umsvif Íran í Sýrlandi og vopnaflutninga til Hezbollah. Þá sagði herinn ekki rétt að ísraelskir flugmenn hefðu notað rússnesku flugvélina sem skjól frá loftvörnum Sýrlendinga. Flugvélin hefði ekki verið nærri því svæði sem loftárásirnar hefðu verið gerðar á. Þar að auki hefðu herþoturnar sem notaðar voru til árásanna verið komnar aftur til Ísrael þegar flugvélin var skotin niður. Samkvæmt BBC ræddi Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, við Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísrael, í síma í dag og sagði að Rússar myndu bregðast við atvikinu. Það var þó áður en Pútín steig fram og virtist reyna að draga úr spennunni með því að segja að viðbrögð Rússa yrðu að tryggja öryggi hermanna sinna.
Ísrael Mið-Austurlönd Rússland Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54