Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2018 08:54 F-16 herþota ísraelska hersins tekur á loft. Vísir/Getty Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. Ísraelskar herþotur eru sagðar hafa verið á svæðinu og að gera loftárásir í Latakia-héraði í Sýrlandi þegar flugvélin var skotin niður. Fimmtán menn voru í áhöfn flugvélarinnar. en Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir ísraelsku flugmennina hafa þvingað flugvélina í veg fyrir loftvarnarkerfi Sýrlands. Þá kvarta Rússar yfir því að hafa ekki fengið viðvörun um árásirnar með nægjanlegum fyrirvara. Fyrirvarinn hafi eingöngu verið ein mínúta. Yfirvöld Ísrael hafa þó ekki tjáð sig um málið en þeir viðurkenna sjaldan að hafa gert loftárásir í Sýrlandi. Rússneska flugvélin var af gerðinni Il-20 og var áhöfn hennar að snúa til baka til flugstöðvar Rússa í Latakia-héraði þegar hún var skotin niður um 35 kílómetra frá ströndum Sýrlands. „Við lítum á þessar aðgerðir ísraelska hersins sem óvinveittar,“ sagði talsmaður Varnarmálaráðuneytisins við fjölmiðla. „Vegna þeirra eru fimmtán meðlimir herafla Rússlands látnir.“ Hann sagði ísraelsku flugmennina hafa falið sig á bakvið rússnesku flugvélina. Því hefði hún verið skotin niður fyrir slysni. Rússsar héldu því einnig fram að eldflaugum hefði verið skotið frá frönsku herskipi í Miðjarðarhafi en Frakkar þvertaka fyrir það. Fyrr í þessum mánuði viðurkenndi ísraelskur embættismaður að rúmlega 200 loftárásir hefðu verið gerðar í Sýrlandi á síðustu 18 mánuðum og þær beindust gegn Írönum og Hezbollah. Yfirvöld Ísrael hafa áhyggjur af auknum umsvifum Íran í Sýrlandi og vilja ekki að Íran komi vopnum í hendur Hezbollah. Ísrael Rússland Sýrland Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Sjá meira
Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. Ísraelskar herþotur eru sagðar hafa verið á svæðinu og að gera loftárásir í Latakia-héraði í Sýrlandi þegar flugvélin var skotin niður. Fimmtán menn voru í áhöfn flugvélarinnar. en Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir ísraelsku flugmennina hafa þvingað flugvélina í veg fyrir loftvarnarkerfi Sýrlands. Þá kvarta Rússar yfir því að hafa ekki fengið viðvörun um árásirnar með nægjanlegum fyrirvara. Fyrirvarinn hafi eingöngu verið ein mínúta. Yfirvöld Ísrael hafa þó ekki tjáð sig um málið en þeir viðurkenna sjaldan að hafa gert loftárásir í Sýrlandi. Rússneska flugvélin var af gerðinni Il-20 og var áhöfn hennar að snúa til baka til flugstöðvar Rússa í Latakia-héraði þegar hún var skotin niður um 35 kílómetra frá ströndum Sýrlands. „Við lítum á þessar aðgerðir ísraelska hersins sem óvinveittar,“ sagði talsmaður Varnarmálaráðuneytisins við fjölmiðla. „Vegna þeirra eru fimmtán meðlimir herafla Rússlands látnir.“ Hann sagði ísraelsku flugmennina hafa falið sig á bakvið rússnesku flugvélina. Því hefði hún verið skotin niður fyrir slysni. Rússsar héldu því einnig fram að eldflaugum hefði verið skotið frá frönsku herskipi í Miðjarðarhafi en Frakkar þvertaka fyrir það. Fyrr í þessum mánuði viðurkenndi ísraelskur embættismaður að rúmlega 200 loftárásir hefðu verið gerðar í Sýrlandi á síðustu 18 mánuðum og þær beindust gegn Írönum og Hezbollah. Yfirvöld Ísrael hafa áhyggjur af auknum umsvifum Íran í Sýrlandi og vilja ekki að Íran komi vopnum í hendur Hezbollah.
Ísrael Rússland Sýrland Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Sjá meira