Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 17. september 2018 20:30 Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. Mál Hugins og Völsungs hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur. Í gær var svo dæmt að leikurinn yrði spilaðu aftur við litla hrifningu Hugins og fleiri í knattspyrnuhreyfingunni. „Áfrýjunardómstóll KSÍ dæmir það að leikurinn skuli leikast að nýju og fyrri leikurinn sé ógildur vegna mistaka dómara á leikvellinum. Dómarinn fór út fyrir sitt starfssvið,” sagði Klara í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. En hvers vegna tók þetta svona langan tíma? „Fyrst fer þetta til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Það kemur þangað innan ákveðins frest sem eru fimm virkir dagar. Völsungur og Huginn fá svo andmælarétt og því er skilað.” „Síðan tekur aga- og úrskurðarnefndin tíma til að skila málinu af sér úrskurði. Því er svo hægt að áfrýja sem fer í ferli innan áfrýjunardómstólsins svo þetta eru tvö dómsstig. Þetta tekur sinn tíma.” Nú spyrja sig margir hvort að KSÍ sé að koma sér í ormagryfju með dómi eins og þessum en því er Klara ekki sammála. „Þetta er dómsniðurstaða. Það er erfitt um það að segja. Áfrýjunardómstóll KSÍ er æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar í dómum eins og þessum. Það er margt óljóst í þessu en nú munum við fara yfir það." Sögusagnir hafa verið um að Huginsmenn muni ekki mæta til leiks á miðvikudaginn. „Það verður að koma í ljós. Það er sem er verra mál núna er að veðurspáin er okkur ekki hliðholl en ég heyrði í Huginsmönnum í gær. Ég skil þeirra málsstað mjög vel.” „Ég skil líka rétt Völsungs. Þeir telja á sér brotið og hafa rétt til að kæra og áfrýja. Það er þeirra réttur í þessu kerfi sem við höfum sjálf samþykkt þannig að þetta verður að koma í ljós.” Ítarlega frétt Stöðvar 2 má sjá í sjónvarpsglugganum hér ofar í greininni. Íslenski boltinn Tengdar fréttir KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með Iphone snúru upp í nefinu Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. Mál Hugins og Völsungs hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur. Í gær var svo dæmt að leikurinn yrði spilaðu aftur við litla hrifningu Hugins og fleiri í knattspyrnuhreyfingunni. „Áfrýjunardómstóll KSÍ dæmir það að leikurinn skuli leikast að nýju og fyrri leikurinn sé ógildur vegna mistaka dómara á leikvellinum. Dómarinn fór út fyrir sitt starfssvið,” sagði Klara í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. En hvers vegna tók þetta svona langan tíma? „Fyrst fer þetta til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Það kemur þangað innan ákveðins frest sem eru fimm virkir dagar. Völsungur og Huginn fá svo andmælarétt og því er skilað.” „Síðan tekur aga- og úrskurðarnefndin tíma til að skila málinu af sér úrskurði. Því er svo hægt að áfrýja sem fer í ferli innan áfrýjunardómstólsins svo þetta eru tvö dómsstig. Þetta tekur sinn tíma.” Nú spyrja sig margir hvort að KSÍ sé að koma sér í ormagryfju með dómi eins og þessum en því er Klara ekki sammála. „Þetta er dómsniðurstaða. Það er erfitt um það að segja. Áfrýjunardómstóll KSÍ er æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar í dómum eins og þessum. Það er margt óljóst í þessu en nú munum við fara yfir það." Sögusagnir hafa verið um að Huginsmenn muni ekki mæta til leiks á miðvikudaginn. „Það verður að koma í ljós. Það er sem er verra mál núna er að veðurspáin er okkur ekki hliðholl en ég heyrði í Huginsmönnum í gær. Ég skil þeirra málsstað mjög vel.” „Ég skil líka rétt Völsungs. Þeir telja á sér brotið og hafa rétt til að kæra og áfrýja. Það er þeirra réttur í þessu kerfi sem við höfum sjálf samþykkt þannig að þetta verður að koma í ljós.” Ítarlega frétt Stöðvar 2 má sjá í sjónvarpsglugganum hér ofar í greininni.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með Iphone snúru upp í nefinu Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Sjá meira
KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55
Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03
Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04
Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13