Forystufé reynist bændum vel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. september 2018 19:45 „Það er mikilvægt að vera með þægt sauðfé sem smalast vel þannig að það gangi vel að heimta fé á haustin“, segir Þorsteinn Logi Einarsson, sauðfjárbóndi í Egilsstaðakoti í Flóahreppi, sem gefur forystufé sýna hæstu einkunn en það leiðir féð í smalamennsku. Sjálfur á Þorsteinn Logi þrjá forystusauði og þrjár forystuær. Það var góð stemming í Reykjaréttum á Skeiðum um helgina þar sem fjöldi fólks koma saman til að draga ær og lömb í dilka. Um sjö þúsund fjár voru í réttunum. Það færist í aukana að sauðfjárbændur séu með forystufé. Þorsteinn Logi er einn af þeim bændum. Hann á til dæmis Spartacus sem er undan Flórgoða og Karitas, sem er alltaf á undan safninu heim í rekstri. „Við eigum sem sagt þrjá sauði og þrjár forystur. Þær hafa oftast verið meira gagn en ógagn en þó slapp systir hans Spartacus inn í afréttin hjá okkur, hún er frekar erfið viðureignar enda held ég að þetta verði hennar síðasta haust. Það er númer eitt, tvö og þrjú að vera með fé sem er þægt og smalast vel enda hefur gengið vel hjá okkur að heimta fé á haustin“, segir Þorsteinn Logi. En hvert er hlutverk forystusauðanna? „Þeir leiða féð og í gamla daga var þetta náttúrulega ræktað til þess að vera með harðgert fé sem sótti í góða beit. Í dag er þetta meira til gamans en það er þó oft gott að vera með góðar forystur, þær eru ákveðnar að fara yfir árnar þar sem við erum að reka safnið“, bætir Þorsteinn Logi við og ítrekar nauðsyn þess að viðhalda stofninum. Þorsteinn Logi var með um 800 fjár í réttunum. En hvernig er að vera sauðfjárbóndi í dag ? „Það er náttúrulega töff en í svona árferði verður maður bara að rækta sitt fé og bæta stofninn. Það koma alltaf góðir tímar eftir lægðir, við sjáum það að eftir uppgangstíminn eftir hrun þá blómstruðu fyrirtæki. Það verður eins núna, menn skera niður lélegustu kindurnar og svo koma góðir tímar eftir það“ Dýr Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
„Það er mikilvægt að vera með þægt sauðfé sem smalast vel þannig að það gangi vel að heimta fé á haustin“, segir Þorsteinn Logi Einarsson, sauðfjárbóndi í Egilsstaðakoti í Flóahreppi, sem gefur forystufé sýna hæstu einkunn en það leiðir féð í smalamennsku. Sjálfur á Þorsteinn Logi þrjá forystusauði og þrjár forystuær. Það var góð stemming í Reykjaréttum á Skeiðum um helgina þar sem fjöldi fólks koma saman til að draga ær og lömb í dilka. Um sjö þúsund fjár voru í réttunum. Það færist í aukana að sauðfjárbændur séu með forystufé. Þorsteinn Logi er einn af þeim bændum. Hann á til dæmis Spartacus sem er undan Flórgoða og Karitas, sem er alltaf á undan safninu heim í rekstri. „Við eigum sem sagt þrjá sauði og þrjár forystur. Þær hafa oftast verið meira gagn en ógagn en þó slapp systir hans Spartacus inn í afréttin hjá okkur, hún er frekar erfið viðureignar enda held ég að þetta verði hennar síðasta haust. Það er númer eitt, tvö og þrjú að vera með fé sem er þægt og smalast vel enda hefur gengið vel hjá okkur að heimta fé á haustin“, segir Þorsteinn Logi. En hvert er hlutverk forystusauðanna? „Þeir leiða féð og í gamla daga var þetta náttúrulega ræktað til þess að vera með harðgert fé sem sótti í góða beit. Í dag er þetta meira til gamans en það er þó oft gott að vera með góðar forystur, þær eru ákveðnar að fara yfir árnar þar sem við erum að reka safnið“, bætir Þorsteinn Logi við og ítrekar nauðsyn þess að viðhalda stofninum. Þorsteinn Logi var með um 800 fjár í réttunum. En hvernig er að vera sauðfjárbóndi í dag ? „Það er náttúrulega töff en í svona árferði verður maður bara að rækta sitt fé og bæta stofninn. Það koma alltaf góðir tímar eftir lægðir, við sjáum það að eftir uppgangstíminn eftir hrun þá blómstruðu fyrirtæki. Það verður eins núna, menn skera niður lélegustu kindurnar og svo koma góðir tímar eftir það“
Dýr Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira