Gefur McGowan sólarhring til að biðjast afsökunar á „hryllilegum lygum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2018 15:29 Leikkonurnar Asia Argento og Rose McGowan. Vísir/getty Ítalska leikkonan Asia Argento hefur krafið bandarísku starfssystur sína og fyrrverandi vinkonu, Rose McGowan, um að draga til baka yfirlýsingu sem sú síðarnefnda sendi frá sér í kjölfar þess að leikarinn Jimmy Bennett sakaði Argento um kynferðisofbeldi. Argento setur fram kröfur sínar í færslu sem hún birti á Twitter-reikningi sínum í dag. Hún biður McGowan um að bæði draga til baka og biðjast afsökunar á „hryllilegum lygum“ sem hafi verið að finna í yfirlýsingunni. „Ef þú svarar ekki fyrir þetta níð mun ég ekki eiga þess annarra kosta völ en að grípa til málsóknar,“ skrifar Argento og beinir orðum sínum þar til McGowan. McGowan hefur ekki svarað Argento þegar þetta er ritað. Dear @RoseMcGowan. It is with genuine regret that I am giving you 24 hours to retract and apologise for the horrendous lies made against me in your statement of August 27th. If you fail to address this libel I will have no option other than to take immediate legal action.— Asia Argento (@AsiaArgento) September 17, 2018 Argento viðurkenndi í ágúst að hafa greitt leikaranum Jimmy Bennett 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um meint kynferðisbrot sem hún á að hafa framið gegn honum á hótelherbergi í Kaliforníu árið 2013. Bennett var sautján ára þegar meint brot voru framin en samræðisaldur í Kaliforníu er átján ár. Sjá einnig: Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain McGowan sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu en þær Argento urðu nánar vinkonur í starfi sínu sem tveir af helstu forkólfum #MeToo-hreyfingarinnar. Í yfirlýsingunni biðlaði McGowan til Argento að „breyta rétt“ og vera sanngjörn í máli Bennett. Þá kom einnig fram í yfirlýsingunni að Argento hafi sagt McGowan og kærustu hennar, fyrirsætunni Rain Dove, frá málinu er þær dvöldu saman í Berlín skömmu eftir andlát Anthony Bourdain, kærasta Argento. Þá greindi McGowan einnig frá því að SMS-skilaboð, sem Argento sendi ónefndum vini sínum vegna ásakana Bennetts og láku síðar í fjölmiðla, hafi verið til áðurnefndrar Dove. MeToo Tengdar fréttir „Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29 Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. 27. ágúst 2018 12:36 Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03 Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. 28. ágúst 2018 10:06 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Ítalska leikkonan Asia Argento hefur krafið bandarísku starfssystur sína og fyrrverandi vinkonu, Rose McGowan, um að draga til baka yfirlýsingu sem sú síðarnefnda sendi frá sér í kjölfar þess að leikarinn Jimmy Bennett sakaði Argento um kynferðisofbeldi. Argento setur fram kröfur sínar í færslu sem hún birti á Twitter-reikningi sínum í dag. Hún biður McGowan um að bæði draga til baka og biðjast afsökunar á „hryllilegum lygum“ sem hafi verið að finna í yfirlýsingunni. „Ef þú svarar ekki fyrir þetta níð mun ég ekki eiga þess annarra kosta völ en að grípa til málsóknar,“ skrifar Argento og beinir orðum sínum þar til McGowan. McGowan hefur ekki svarað Argento þegar þetta er ritað. Dear @RoseMcGowan. It is with genuine regret that I am giving you 24 hours to retract and apologise for the horrendous lies made against me in your statement of August 27th. If you fail to address this libel I will have no option other than to take immediate legal action.— Asia Argento (@AsiaArgento) September 17, 2018 Argento viðurkenndi í ágúst að hafa greitt leikaranum Jimmy Bennett 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um meint kynferðisbrot sem hún á að hafa framið gegn honum á hótelherbergi í Kaliforníu árið 2013. Bennett var sautján ára þegar meint brot voru framin en samræðisaldur í Kaliforníu er átján ár. Sjá einnig: Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain McGowan sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu en þær Argento urðu nánar vinkonur í starfi sínu sem tveir af helstu forkólfum #MeToo-hreyfingarinnar. Í yfirlýsingunni biðlaði McGowan til Argento að „breyta rétt“ og vera sanngjörn í máli Bennett. Þá kom einnig fram í yfirlýsingunni að Argento hafi sagt McGowan og kærustu hennar, fyrirsætunni Rain Dove, frá málinu er þær dvöldu saman í Berlín skömmu eftir andlát Anthony Bourdain, kærasta Argento. Þá greindi McGowan einnig frá því að SMS-skilaboð, sem Argento sendi ónefndum vini sínum vegna ásakana Bennetts og láku síðar í fjölmiðla, hafi verið til áðurnefndrar Dove.
MeToo Tengdar fréttir „Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29 Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. 27. ágúst 2018 12:36 Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03 Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. 28. ágúst 2018 10:06 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
„Hræddur og sakbitinn“ og steig þess vegna ekki fram fyrr Leikarinn Jimmy Bennett, sem sakaði ítölsku leikkonuna Asiu Argento um kynferðisofbeldi, segir skömm og hræðslu hafa komið í veg fyrir að hann steig ekki fram fyrr. 23. ágúst 2018 08:29
Argento missir dómarasætið í X Factor í hendur fyrrverandi eiginmanns síns Ítalska leikkonan Asia Argento hefur verið rekin úr starfi sínu sem dómari í ítölsku útgáfu þáttaraðarinnar X Factor, að því er fram kemur á vef Variety. 27. ágúst 2018 12:36
Sjálfa uppi í rúmi, óstaðfest smáskilaboð og greiðsla frá Anthony Bourdain Ásakanir unga leikarans Jimmy Bennett á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento hafa vakið heimsathygli eftir að fyrst var greint frá málinu í byrjun vikunnar. 23. ágúst 2018 15:03
Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. 28. ágúst 2018 10:06