Bjarni ætlar ekki að tjá sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2018 12:23 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Fréttablaðið/Stefán Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Bjarna í morgun í kjölfar pistils Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi starfsmanns Orku náttúrunnar, en án árangurs. Bjarni segir í tilkynningu til fjölmiðla að óski starfsmaður eftir því að farið verði betur yfir skýringar á ástæðum starfsloka þá standi það að sjálfsögðu til boða. „Í tilefni af opinberri umræðu um starfslok starfsfólks hjá Orku náttúrunnar hef ég ákveðið að ræða þau ekki frekar opinberlega að svo stöddu. Mér bar skylda til að skýra frá ástæðu starfsloka framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Um opinberar umræður um málefni annars starfsfólks en æðsta stjórnanda gildir öðru máli. Óski starfsmaður að fara betur yfir skýringar á ástæðum starfsloka, stendur slíkt að sjálfsögðu til boða,“ segir Bjarni í tilkynningu til fjölmiðla.Ósátt við viðbrögð Bjarna „Ég get ekki skilið þessi orð öðru vísi en að ruddaleg, niðurlægjandi og í raun svívirðileg framkoma gagnvart konum sé á einhvern hátt réttlætanlegt verð að greiða fyrir þetta sem forstjórinn metur greinilega umfram allt annað.“ Svo segir í ítarlegri og harðorðri færsla Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar, sem vakti mikla athygli í morgun. Vísir hefur greint frá efni hennar og birt en þó hún snúist á yfirborðinu um dólgslega framgöngu fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, sem leiddi til brottrekstrar hans, beinir Áslaug Thelma ekki síst spjótum sínum að Bjarna forstjóra OR, en ON er dótturfyrirtæki OR. Áslaug Thelma, sem var rekin frá ON, segir af bréfi og fundi sem hún og Einar Bárðarson athafnamaður, eiginmaður hennar, áttu með Bjarna og lögfræðingi félagsins. Einar hefur sagt af þessum fundi, sem fór fram á miðvikudag í síðustu viku og á þá leið að Bjarni hafi í raun viljað standa með umræddri framgöngu framkvæmdastjóra síns á annarlegum forsendum. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, tjáði fréttastofu á föstudag að stjórnin styddi ákvörðunina að segja Bjarna Má Júlíussyni upp sem framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Þá stytti stjórnin aðgerðir forstjórans í málinu. Guðjón Viðar Guðjónsson, stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, tjáði fréttastofu í morgun að hann styðji brottvikningu Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmdastjóra ON, og að hann vilji að það verði skoðað ofan í kjölinn hvernig staðið var að uppsögn Áslaugar Thelmu. Hildur Björnsdóttir, sömuleiðis stjórnarmaður í OR, er sama sinnis að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.Berglind tekur við af Bjarna Má Ákveðið hefur verið að forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON, Berglind Rán Ólafsdóttir, taki tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON sem Bjarni Már gegndi áður. Þetta kemur fram í annarri tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Til stóð að hún tæki við stöðu forstöðumanns tækniþróunar. Berglind er sameindalíffræðingur með MBA próf frá IESE í Barcelona. Hún kom til starfa hjá Orku náttúrunnar fyrir ári og hafði þá meira en áratugarreynslu af viðskiptaþróun meðal annars hjá Landsvirkjun, Medis og Íslenskri erfðagreiningu MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Bjarna í morgun í kjölfar pistils Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi starfsmanns Orku náttúrunnar, en án árangurs. Bjarni segir í tilkynningu til fjölmiðla að óski starfsmaður eftir því að farið verði betur yfir skýringar á ástæðum starfsloka þá standi það að sjálfsögðu til boða. „Í tilefni af opinberri umræðu um starfslok starfsfólks hjá Orku náttúrunnar hef ég ákveðið að ræða þau ekki frekar opinberlega að svo stöddu. Mér bar skylda til að skýra frá ástæðu starfsloka framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Um opinberar umræður um málefni annars starfsfólks en æðsta stjórnanda gildir öðru máli. Óski starfsmaður að fara betur yfir skýringar á ástæðum starfsloka, stendur slíkt að sjálfsögðu til boða,“ segir Bjarni í tilkynningu til fjölmiðla.Ósátt við viðbrögð Bjarna „Ég get ekki skilið þessi orð öðru vísi en að ruddaleg, niðurlægjandi og í raun svívirðileg framkoma gagnvart konum sé á einhvern hátt réttlætanlegt verð að greiða fyrir þetta sem forstjórinn metur greinilega umfram allt annað.“ Svo segir í ítarlegri og harðorðri færsla Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar, sem vakti mikla athygli í morgun. Vísir hefur greint frá efni hennar og birt en þó hún snúist á yfirborðinu um dólgslega framgöngu fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, sem leiddi til brottrekstrar hans, beinir Áslaug Thelma ekki síst spjótum sínum að Bjarna forstjóra OR, en ON er dótturfyrirtæki OR. Áslaug Thelma, sem var rekin frá ON, segir af bréfi og fundi sem hún og Einar Bárðarson athafnamaður, eiginmaður hennar, áttu með Bjarna og lögfræðingi félagsins. Einar hefur sagt af þessum fundi, sem fór fram á miðvikudag í síðustu viku og á þá leið að Bjarni hafi í raun viljað standa með umræddri framgöngu framkvæmdastjóra síns á annarlegum forsendum. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, tjáði fréttastofu á föstudag að stjórnin styddi ákvörðunina að segja Bjarna Má Júlíussyni upp sem framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Þá stytti stjórnin aðgerðir forstjórans í málinu. Guðjón Viðar Guðjónsson, stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, tjáði fréttastofu í morgun að hann styðji brottvikningu Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmdastjóra ON, og að hann vilji að það verði skoðað ofan í kjölinn hvernig staðið var að uppsögn Áslaugar Thelmu. Hildur Björnsdóttir, sömuleiðis stjórnarmaður í OR, er sama sinnis að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.Berglind tekur við af Bjarna Má Ákveðið hefur verið að forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON, Berglind Rán Ólafsdóttir, taki tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON sem Bjarni Már gegndi áður. Þetta kemur fram í annarri tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Til stóð að hún tæki við stöðu forstöðumanns tækniþróunar. Berglind er sameindalíffræðingur með MBA próf frá IESE í Barcelona. Hún kom til starfa hjá Orku náttúrunnar fyrir ári og hafði þá meira en áratugarreynslu af viðskiptaþróun meðal annars hjá Landsvirkjun, Medis og Íslenskri erfðagreiningu
MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21
Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51