Khan kallar eftir kosningu um Brexit Andri Eysteinsson skrifar 16. september 2018 20:13 Sadiq Khan, borgarstjóri London. Vísir/EPA Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan úr Verkamannaflokknum skrifar í dag grein í ritið the Guardian, þar kallaði hann eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Khan segir að þó hann hafi alltaf barist fyrir því að Bretar haldi stöðu sinni innan ESB óbreyttri virði hann skoðun samlanda sinna og hefur því unnið með stjórnvöldum að því að ná bestu samningum við ESB varðandi útgönguna.Tíminn að renna út fyrir May Khan segir þó að Theresu May hafi mistekist í samningaviðræðum, bæði hafi henni ekki tekið að semja við samflokksmenn sína hvað þá við ESB. Umræðan hafi á köflum verið frekar um pólitíska hagsmuni Boris Johnson fyrrverandi utanríkisráðherra frekar en um hvað sé best fyrir Bretland. Khan segir að nú sé tíminn að renna út og tveir möguleikar séu í stöðunni. Slæmur samningur við ESB eða enginn samningur við ESB. Báðir möguleikarnir eru víðs fjarri frá því sem baráttumenn fyrir útgöngunni lofuðu kjósendum fyrir kosningarnar sumarið 2016. Að lokum segir Khan að eftir langa íhugun hafi hann ákveðið að almenningur verði að fá að hafa úrslitaáhrif, hvort það verði kosning milli lélegs samnings og áframhaldandi veru í ESB eða milli þess að ganga úr ESB án samnings eða að halda stöðunni óbreyttri.Tíminn kominn til að koma ákvörðunni í hendur almennings Khan segir að það geti ekki verið vilji fólksins að fara úr ESB og sjá fyrirtæki landsins eiga í erfiðleikum, að þjónusta versni og hagur almennings verði verri og verri. Tíminn sé kominn til að taka ákvörðunina úr höndunum á stjórnmálamönnunum og setja í hendur almennings. Upphaflega var kosið um Brexit sumarið 2016, þáverandi forsætisráðherra David Cameron hafði boðað til kosninganna vegna þrýstings frá samflokksmönnum í Íhaldsflokknum og vegna upprisu UKIP flokksins. Cameron var þó sjálfur andstæðingur útgöngunnar og sagði af sér eftir að meirihluti breskra kjósenda kusu með útgöngunni. Theresa May tók við stjórnartaumunum og hafa störf ríkisstjórnar hennar verið gagnrýnd harðlega. Einnig hefur verið talsvert rót á mannskap May og í júlí sagði utanríkisráðherrann Boris Johnson, einn helsti baráttumaður Brexit snögglega af sér. Gert er ráð fyrir því að öllu óbreyttu gangi Bretar úr ESB 29. maí 2019. Brexit Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan úr Verkamannaflokknum skrifar í dag grein í ritið the Guardian, þar kallaði hann eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Khan segir að þó hann hafi alltaf barist fyrir því að Bretar haldi stöðu sinni innan ESB óbreyttri virði hann skoðun samlanda sinna og hefur því unnið með stjórnvöldum að því að ná bestu samningum við ESB varðandi útgönguna.Tíminn að renna út fyrir May Khan segir þó að Theresu May hafi mistekist í samningaviðræðum, bæði hafi henni ekki tekið að semja við samflokksmenn sína hvað þá við ESB. Umræðan hafi á köflum verið frekar um pólitíska hagsmuni Boris Johnson fyrrverandi utanríkisráðherra frekar en um hvað sé best fyrir Bretland. Khan segir að nú sé tíminn að renna út og tveir möguleikar séu í stöðunni. Slæmur samningur við ESB eða enginn samningur við ESB. Báðir möguleikarnir eru víðs fjarri frá því sem baráttumenn fyrir útgöngunni lofuðu kjósendum fyrir kosningarnar sumarið 2016. Að lokum segir Khan að eftir langa íhugun hafi hann ákveðið að almenningur verði að fá að hafa úrslitaáhrif, hvort það verði kosning milli lélegs samnings og áframhaldandi veru í ESB eða milli þess að ganga úr ESB án samnings eða að halda stöðunni óbreyttri.Tíminn kominn til að koma ákvörðunni í hendur almennings Khan segir að það geti ekki verið vilji fólksins að fara úr ESB og sjá fyrirtæki landsins eiga í erfiðleikum, að þjónusta versni og hagur almennings verði verri og verri. Tíminn sé kominn til að taka ákvörðunina úr höndunum á stjórnmálamönnunum og setja í hendur almennings. Upphaflega var kosið um Brexit sumarið 2016, þáverandi forsætisráðherra David Cameron hafði boðað til kosninganna vegna þrýstings frá samflokksmönnum í Íhaldsflokknum og vegna upprisu UKIP flokksins. Cameron var þó sjálfur andstæðingur útgöngunnar og sagði af sér eftir að meirihluti breskra kjósenda kusu með útgöngunni. Theresa May tók við stjórnartaumunum og hafa störf ríkisstjórnar hennar verið gagnrýnd harðlega. Einnig hefur verið talsvert rót á mannskap May og í júlí sagði utanríkisráðherrann Boris Johnson, einn helsti baráttumaður Brexit snögglega af sér. Gert er ráð fyrir því að öllu óbreyttu gangi Bretar úr ESB 29. maí 2019.
Brexit Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira