Rúnar Kristinsson: Þetta var erfið fæðing – Gunnar Þór veit hvað það er Þór Símon Hafþórsson skrifar 16. september 2018 16:46 Rúnar Kristinsson vísir/ernir „Gunnar Þór (leikmaður KR) sagði fyrir leik að þetta yrði erfið fæðing. Hann ætti að þekkja það þar sem konan hans fæddi tvíbura fyrir nokkrum árum þannig við vissum að við yrðum að vera þolinmóðir,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 3-1 sigur hans manna á botnliði Keflavíkur í Pepsi deild karla í fótbolta í dag. Flestir bjuggust við auðveldum sigri KR en sú varð ekki rauninn, allavega fyrstu 70 mínútur leiksins. „Keflavík, eins og þeir spiluðu í dag voru mjög góðir og gerðu okkur erfitt fyrir. Við með þrautseigju og þolinmæði að vopni náðum að brjóta þá á bak aftur og byrjuðum að skapa meira þegar það leið á síðari hálfleikinn,“ sagði Rúnar en með sigrinum er KR komið í sterka stöðu fyrir Evrópubaráttuna en liðið er nú tveimur stigum á undan FH sem gerði jafntefli gegn Víkingum á sama tíma. „Þetta er bara eitt skref af þremur sem við þurfum að taka til að komast í Evrópu. Við stöndum ágætlega að vígi,“ sagði Rúnar en KR er þar að auki með betri markatölu og eiga tvo leiki eftir gegn tveimur af liðunum í botnbaráttunni á meðan FH á eftir tvö efstu liðin: Val og Stjörnuna. Í ljósi þess er þá ekki bara hægt að segja að þetta evrópusæti sé nánast komið hjá KR-ingum? „Ég er langt því frá að vera sammála að því. Við erum að spila við Fylki í næstu viku og þeir eru með gott lið. Öll liðin í deildinni eru góð. Þetta er aldrei auðvelt.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR 3-1 Keflavík | KR með mikilvægan sigur á föllnum Keflvíkingum KR-ingar unnu mikilvægan sigur á föllnum Keflvíkingum og standa vel af vígi í baráttunni um 4.sætið. 16. september 2018 16:45 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Gunnar Þór (leikmaður KR) sagði fyrir leik að þetta yrði erfið fæðing. Hann ætti að þekkja það þar sem konan hans fæddi tvíbura fyrir nokkrum árum þannig við vissum að við yrðum að vera þolinmóðir,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 3-1 sigur hans manna á botnliði Keflavíkur í Pepsi deild karla í fótbolta í dag. Flestir bjuggust við auðveldum sigri KR en sú varð ekki rauninn, allavega fyrstu 70 mínútur leiksins. „Keflavík, eins og þeir spiluðu í dag voru mjög góðir og gerðu okkur erfitt fyrir. Við með þrautseigju og þolinmæði að vopni náðum að brjóta þá á bak aftur og byrjuðum að skapa meira þegar það leið á síðari hálfleikinn,“ sagði Rúnar en með sigrinum er KR komið í sterka stöðu fyrir Evrópubaráttuna en liðið er nú tveimur stigum á undan FH sem gerði jafntefli gegn Víkingum á sama tíma. „Þetta er bara eitt skref af þremur sem við þurfum að taka til að komast í Evrópu. Við stöndum ágætlega að vígi,“ sagði Rúnar en KR er þar að auki með betri markatölu og eiga tvo leiki eftir gegn tveimur af liðunum í botnbaráttunni á meðan FH á eftir tvö efstu liðin: Val og Stjörnuna. Í ljósi þess er þá ekki bara hægt að segja að þetta evrópusæti sé nánast komið hjá KR-ingum? „Ég er langt því frá að vera sammála að því. Við erum að spila við Fylki í næstu viku og þeir eru með gott lið. Öll liðin í deildinni eru góð. Þetta er aldrei auðvelt.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR 3-1 Keflavík | KR með mikilvægan sigur á föllnum Keflvíkingum KR-ingar unnu mikilvægan sigur á föllnum Keflvíkingum og standa vel af vígi í baráttunni um 4.sætið. 16. september 2018 16:45 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Leik lokið: KR 3-1 Keflavík | KR með mikilvægan sigur á föllnum Keflvíkingum KR-ingar unnu mikilvægan sigur á föllnum Keflvíkingum og standa vel af vígi í baráttunni um 4.sætið. 16. september 2018 16:45