Fótbolti

Rakel skoraði í tapi en Glódís og stöllur hennar töpuðu óvænt

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rakel Hönnudóttir.
Rakel Hönnudóttir. Vísir/Getty
Þrjár íslenskar landsliðskonur voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Rakel Hönnudóttir kom Limhamn Bunkeflo í 1-0 þegar liðið fékk Hammarby í heimsókn í botnbaráttuslag. Hammarby kom hins vegar til baka og skoraði þrjú mörk á síðasta hálftímanum.

Anna Björk Kristjánsdóttir leikur einnig með Bunkeflo og spilaði allan leikinn, líkt og Rakel.

Á sama tíma lék Glódís Perla Viggósdóttir allan leikinn fyrir Rosengard sem varð af mikilvægum stigum í toppbaráttunni þegar liðið tapaði fyrir Linköping 2-1.

Úrslit dagsins þýða að Rosengard er nú í 3.sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Pitea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×