Gömlum súrheysturni breytt í heilsuhótel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2018 20:15 Gamall súrheysturn hefur fengið nýtt hlutverk í Skeiða og Gnúpverjahreppi því honum hefur verið breytt í heilsuhótel með fjórum herbergjum. Fjölbreyttir litir ljósa í herbergjunum eiga að auka vellíðan gesta turnsins. Á bænum Kletti sem er nýbýli frá Sandlækjarkoti í Skeiða og Gnúpverjahreppi hefur staðið súrheysturn frá 1957. Turninn nýttist alltaf vel til verkunar votheys en síðustu ár hefur hann staðið votheyslaus og vantaði því nýtt hlutverk. Ásgeir Eiríksson brá þá á það ráða að breyta turninum í heilsuhótel. „Ég ætlaði ekkert að gera þetta, ég ætlaði að fara að búa til jógastöð en arkitektinn vildi endilega byggja turn. Það endaði með því að hann hafði svo flottar hugmyndir að ég réðst í turnbyggingu, jógastöðin bíður“, segir Ásgeir. Súrheysturninn er mjög snyrtilegur og fallegur. „Við höfum reynt er eins og hægt er að hafa þetta þannig að það séu lítil stílbrot og gert þetta eins einfalt og hægt er“. Útsýnið af efstu hæð turnsins er stórkostlegt þar sem fjöllin og fagurt umhverfi sveitarinnar blasir við. Þá eru herbergin mjög snyrtileg og koma skemmtilega út í turninum. Ásgeir leggur mikið upp úr mismunandi ljósum í turninum. „Þetta er svona Led ljós í regnbogans litum en það kemur heim og saman við það sem ég ætla að leiðbeina fólki með en það eru bæði tilfinningar og eins líka fræði Kínverjanna eins og jóga og fræði Indverjanna. Ég mun tvinna þetta allt saman og nýta mér þessa ljósamöguleika því þar bak við er ákveðin þekking sem getur verið gott fyrir okkur að vita svolítið um“. Ásgeir hefur fengið miklu betri og jákvæðari viðbrögð við turninum heldur að hann átti von á. „Já, fólki virðist líka við þetta. Það merkilega er að gestirnir senda mér konfekt, þannig að ég þarf að skoða hvað er svona merkilegt, ég sá það ekki sjálfur fyrr en ég fór að fá konfektkassa“, segir Ásgeir hlægjandi. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Gamall súrheysturn hefur fengið nýtt hlutverk í Skeiða og Gnúpverjahreppi því honum hefur verið breytt í heilsuhótel með fjórum herbergjum. Fjölbreyttir litir ljósa í herbergjunum eiga að auka vellíðan gesta turnsins. Á bænum Kletti sem er nýbýli frá Sandlækjarkoti í Skeiða og Gnúpverjahreppi hefur staðið súrheysturn frá 1957. Turninn nýttist alltaf vel til verkunar votheys en síðustu ár hefur hann staðið votheyslaus og vantaði því nýtt hlutverk. Ásgeir Eiríksson brá þá á það ráða að breyta turninum í heilsuhótel. „Ég ætlaði ekkert að gera þetta, ég ætlaði að fara að búa til jógastöð en arkitektinn vildi endilega byggja turn. Það endaði með því að hann hafði svo flottar hugmyndir að ég réðst í turnbyggingu, jógastöðin bíður“, segir Ásgeir. Súrheysturninn er mjög snyrtilegur og fallegur. „Við höfum reynt er eins og hægt er að hafa þetta þannig að það séu lítil stílbrot og gert þetta eins einfalt og hægt er“. Útsýnið af efstu hæð turnsins er stórkostlegt þar sem fjöllin og fagurt umhverfi sveitarinnar blasir við. Þá eru herbergin mjög snyrtileg og koma skemmtilega út í turninum. Ásgeir leggur mikið upp úr mismunandi ljósum í turninum. „Þetta er svona Led ljós í regnbogans litum en það kemur heim og saman við það sem ég ætla að leiðbeina fólki með en það eru bæði tilfinningar og eins líka fræði Kínverjanna eins og jóga og fræði Indverjanna. Ég mun tvinna þetta allt saman og nýta mér þessa ljósamöguleika því þar bak við er ákveðin þekking sem getur verið gott fyrir okkur að vita svolítið um“. Ásgeir hefur fengið miklu betri og jákvæðari viðbrögð við turninum heldur að hann átti von á. „Já, fólki virðist líka við þetta. Það merkilega er að gestirnir senda mér konfekt, þannig að ég þarf að skoða hvað er svona merkilegt, ég sá það ekki sjálfur fyrr en ég fór að fá konfektkassa“, segir Ásgeir hlægjandi.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira