Fyrsta heimsókn UFC til Rússlands Pétur Marinó Jónsson skrifar 15. september 2018 12:00 Vinskapur hjá Hunt og Oleinik fyrir bardaga þeirra. Vísir/Getty UFC heldur sitt fyrsta bardagakvöld í Rússlandi í dag. UFC hefur lengi reynt að komast inn á rússneska markaðinn og verða það þeir Mark Hunt og Aleksei Oleinik sem mætast í aðalbardaganum í kvöld. UFC hefur talað um að halda bardagakvöld í Rússlandi í langan tíma. Því markmiði verður loksins náð í kvöld þegar þeir halda bardagakvöld í minni kantinum á Olimpiyskiy Stadium í Moskvu. Talið var að fyrsta heimsókn UFC til Rússlands yrði risastór enda hafa bardagasamtökin svo lengi reynt að komast þar inn. Bardagaaðdáendur í Rússlandi vonuðust eftir því að sjá Rússann Khabib Nurmagomedov mæta Conor McGregor í höfuðborginni og sérstaklega eftir að Dana White, forseti UFC, sagði að Conor hefði óskað eftir því að berjast við Khabib í Rússlandi. Sá bardagi mun hins vegar fara fram í Las Vegas þann 6. október. Þegar bardagakvöldið var fyrst gert opinbert bauðst hver einasti Rússi í UFC til þess að berjast á bardagakvöldinu. Það var þó Rússinn Aleksei Oleinik sem var valinn í aðalbardaga kvöldsins. Oleinik er fæddur og uppalinn í Úkraínu en fékk rússneskan ríkisborgararétt árið 2015. Upphaflega átti Oleinik að mæta Fabricio Werdum en þegar Werdum féll á lyfjaprófi kom Mark Hunt í hans stað (Werdum fékk svo í vikunni tveggja ára keppnisbann). Stílar Hunt og Oleinik gætu ekki verið ólíkari en Hunt leitast eingöngu eftir rothögginu á meðan Oleinik leitast nær eingöngu eftir uppgjafartakinu. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera í eldri kantinum miðað við bardagamann í UFC og hafa séð tímana tvenna. Mark Hunt er 44 ára gamall og er með yfir 70 bardaga í kickboxi og MMA. Oleinik er 41 árs og með 68 bardaga í MMA. Mikil reynsla þarna á ferð. Heimamaðurinn Oleinik hefur klárað 46 af 56 sigrum sínum með uppgjafartaki sem er mögnuð tölfræði. 13 sinnum hefur hann unnið eftir svo kallaða Ezekiel hengingu og er það met í MMA. Oleinik fer í henginguna úr furðulegustu stöðum í gólfinu og nær að klára menn á einhvern ótrúlegan hátt. Oleinik sagði þó fyrr í vikunni að það gæti verið erfitt að ná Hunt í þessa mögnuðu hengingu enda er Hunt með svo „stóran og feitan“ háls. Bardaginn gæti orðið áhugaverður en það má segja að stóru kallarnir fái sviðsljósið í kvöld. Andrei Arlovski mætir Shamil Abdurakhimov í þungavigt og þá munum við sjá endurkomu Nikita Krylov í UFC en hann mætir Jan Blachowicz í léttþungavigt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 en bein útsending hefst kl. 18:00. MMA Tengdar fréttir Drullaði yfir forseta UFC á Instagram UFC-bardagakappinn Mark Hunt brjálaðist er hann var tekinn af UFC-kvöldi í Sydney. Hann drullaði yfir forseta UFC, Dana White, og hótar málsókn. 12. október 2017 13:00 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Sjá meira
UFC heldur sitt fyrsta bardagakvöld í Rússlandi í dag. UFC hefur lengi reynt að komast inn á rússneska markaðinn og verða það þeir Mark Hunt og Aleksei Oleinik sem mætast í aðalbardaganum í kvöld. UFC hefur talað um að halda bardagakvöld í Rússlandi í langan tíma. Því markmiði verður loksins náð í kvöld þegar þeir halda bardagakvöld í minni kantinum á Olimpiyskiy Stadium í Moskvu. Talið var að fyrsta heimsókn UFC til Rússlands yrði risastór enda hafa bardagasamtökin svo lengi reynt að komast þar inn. Bardagaaðdáendur í Rússlandi vonuðust eftir því að sjá Rússann Khabib Nurmagomedov mæta Conor McGregor í höfuðborginni og sérstaklega eftir að Dana White, forseti UFC, sagði að Conor hefði óskað eftir því að berjast við Khabib í Rússlandi. Sá bardagi mun hins vegar fara fram í Las Vegas þann 6. október. Þegar bardagakvöldið var fyrst gert opinbert bauðst hver einasti Rússi í UFC til þess að berjast á bardagakvöldinu. Það var þó Rússinn Aleksei Oleinik sem var valinn í aðalbardaga kvöldsins. Oleinik er fæddur og uppalinn í Úkraínu en fékk rússneskan ríkisborgararétt árið 2015. Upphaflega átti Oleinik að mæta Fabricio Werdum en þegar Werdum féll á lyfjaprófi kom Mark Hunt í hans stað (Werdum fékk svo í vikunni tveggja ára keppnisbann). Stílar Hunt og Oleinik gætu ekki verið ólíkari en Hunt leitast eingöngu eftir rothögginu á meðan Oleinik leitast nær eingöngu eftir uppgjafartakinu. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera í eldri kantinum miðað við bardagamann í UFC og hafa séð tímana tvenna. Mark Hunt er 44 ára gamall og er með yfir 70 bardaga í kickboxi og MMA. Oleinik er 41 árs og með 68 bardaga í MMA. Mikil reynsla þarna á ferð. Heimamaðurinn Oleinik hefur klárað 46 af 56 sigrum sínum með uppgjafartaki sem er mögnuð tölfræði. 13 sinnum hefur hann unnið eftir svo kallaða Ezekiel hengingu og er það met í MMA. Oleinik fer í henginguna úr furðulegustu stöðum í gólfinu og nær að klára menn á einhvern ótrúlegan hátt. Oleinik sagði þó fyrr í vikunni að það gæti verið erfitt að ná Hunt í þessa mögnuðu hengingu enda er Hunt með svo „stóran og feitan“ háls. Bardaginn gæti orðið áhugaverður en það má segja að stóru kallarnir fái sviðsljósið í kvöld. Andrei Arlovski mætir Shamil Abdurakhimov í þungavigt og þá munum við sjá endurkomu Nikita Krylov í UFC en hann mætir Jan Blachowicz í léttþungavigt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 en bein útsending hefst kl. 18:00.
MMA Tengdar fréttir Drullaði yfir forseta UFC á Instagram UFC-bardagakappinn Mark Hunt brjálaðist er hann var tekinn af UFC-kvöldi í Sydney. Hann drullaði yfir forseta UFC, Dana White, og hótar málsókn. 12. október 2017 13:00 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Sjá meira
Drullaði yfir forseta UFC á Instagram UFC-bardagakappinn Mark Hunt brjálaðist er hann var tekinn af UFC-kvöldi í Sydney. Hann drullaði yfir forseta UFC, Dana White, og hótar málsókn. 12. október 2017 13:00