Fyrsta heimsókn UFC til Rússlands Pétur Marinó Jónsson skrifar 15. september 2018 12:00 Vinskapur hjá Hunt og Oleinik fyrir bardaga þeirra. Vísir/Getty UFC heldur sitt fyrsta bardagakvöld í Rússlandi í dag. UFC hefur lengi reynt að komast inn á rússneska markaðinn og verða það þeir Mark Hunt og Aleksei Oleinik sem mætast í aðalbardaganum í kvöld. UFC hefur talað um að halda bardagakvöld í Rússlandi í langan tíma. Því markmiði verður loksins náð í kvöld þegar þeir halda bardagakvöld í minni kantinum á Olimpiyskiy Stadium í Moskvu. Talið var að fyrsta heimsókn UFC til Rússlands yrði risastór enda hafa bardagasamtökin svo lengi reynt að komast þar inn. Bardagaaðdáendur í Rússlandi vonuðust eftir því að sjá Rússann Khabib Nurmagomedov mæta Conor McGregor í höfuðborginni og sérstaklega eftir að Dana White, forseti UFC, sagði að Conor hefði óskað eftir því að berjast við Khabib í Rússlandi. Sá bardagi mun hins vegar fara fram í Las Vegas þann 6. október. Þegar bardagakvöldið var fyrst gert opinbert bauðst hver einasti Rússi í UFC til þess að berjast á bardagakvöldinu. Það var þó Rússinn Aleksei Oleinik sem var valinn í aðalbardaga kvöldsins. Oleinik er fæddur og uppalinn í Úkraínu en fékk rússneskan ríkisborgararétt árið 2015. Upphaflega átti Oleinik að mæta Fabricio Werdum en þegar Werdum féll á lyfjaprófi kom Mark Hunt í hans stað (Werdum fékk svo í vikunni tveggja ára keppnisbann). Stílar Hunt og Oleinik gætu ekki verið ólíkari en Hunt leitast eingöngu eftir rothögginu á meðan Oleinik leitast nær eingöngu eftir uppgjafartakinu. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera í eldri kantinum miðað við bardagamann í UFC og hafa séð tímana tvenna. Mark Hunt er 44 ára gamall og er með yfir 70 bardaga í kickboxi og MMA. Oleinik er 41 árs og með 68 bardaga í MMA. Mikil reynsla þarna á ferð. Heimamaðurinn Oleinik hefur klárað 46 af 56 sigrum sínum með uppgjafartaki sem er mögnuð tölfræði. 13 sinnum hefur hann unnið eftir svo kallaða Ezekiel hengingu og er það met í MMA. Oleinik fer í henginguna úr furðulegustu stöðum í gólfinu og nær að klára menn á einhvern ótrúlegan hátt. Oleinik sagði þó fyrr í vikunni að það gæti verið erfitt að ná Hunt í þessa mögnuðu hengingu enda er Hunt með svo „stóran og feitan“ háls. Bardaginn gæti orðið áhugaverður en það má segja að stóru kallarnir fái sviðsljósið í kvöld. Andrei Arlovski mætir Shamil Abdurakhimov í þungavigt og þá munum við sjá endurkomu Nikita Krylov í UFC en hann mætir Jan Blachowicz í léttþungavigt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 en bein útsending hefst kl. 18:00. MMA Tengdar fréttir Drullaði yfir forseta UFC á Instagram UFC-bardagakappinn Mark Hunt brjálaðist er hann var tekinn af UFC-kvöldi í Sydney. Hann drullaði yfir forseta UFC, Dana White, og hótar málsókn. 12. október 2017 13:00 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
UFC heldur sitt fyrsta bardagakvöld í Rússlandi í dag. UFC hefur lengi reynt að komast inn á rússneska markaðinn og verða það þeir Mark Hunt og Aleksei Oleinik sem mætast í aðalbardaganum í kvöld. UFC hefur talað um að halda bardagakvöld í Rússlandi í langan tíma. Því markmiði verður loksins náð í kvöld þegar þeir halda bardagakvöld í minni kantinum á Olimpiyskiy Stadium í Moskvu. Talið var að fyrsta heimsókn UFC til Rússlands yrði risastór enda hafa bardagasamtökin svo lengi reynt að komast þar inn. Bardagaaðdáendur í Rússlandi vonuðust eftir því að sjá Rússann Khabib Nurmagomedov mæta Conor McGregor í höfuðborginni og sérstaklega eftir að Dana White, forseti UFC, sagði að Conor hefði óskað eftir því að berjast við Khabib í Rússlandi. Sá bardagi mun hins vegar fara fram í Las Vegas þann 6. október. Þegar bardagakvöldið var fyrst gert opinbert bauðst hver einasti Rússi í UFC til þess að berjast á bardagakvöldinu. Það var þó Rússinn Aleksei Oleinik sem var valinn í aðalbardaga kvöldsins. Oleinik er fæddur og uppalinn í Úkraínu en fékk rússneskan ríkisborgararétt árið 2015. Upphaflega átti Oleinik að mæta Fabricio Werdum en þegar Werdum féll á lyfjaprófi kom Mark Hunt í hans stað (Werdum fékk svo í vikunni tveggja ára keppnisbann). Stílar Hunt og Oleinik gætu ekki verið ólíkari en Hunt leitast eingöngu eftir rothögginu á meðan Oleinik leitast nær eingöngu eftir uppgjafartakinu. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera í eldri kantinum miðað við bardagamann í UFC og hafa séð tímana tvenna. Mark Hunt er 44 ára gamall og er með yfir 70 bardaga í kickboxi og MMA. Oleinik er 41 árs og með 68 bardaga í MMA. Mikil reynsla þarna á ferð. Heimamaðurinn Oleinik hefur klárað 46 af 56 sigrum sínum með uppgjafartaki sem er mögnuð tölfræði. 13 sinnum hefur hann unnið eftir svo kallaða Ezekiel hengingu og er það met í MMA. Oleinik fer í henginguna úr furðulegustu stöðum í gólfinu og nær að klára menn á einhvern ótrúlegan hátt. Oleinik sagði þó fyrr í vikunni að það gæti verið erfitt að ná Hunt í þessa mögnuðu hengingu enda er Hunt með svo „stóran og feitan“ háls. Bardaginn gæti orðið áhugaverður en það má segja að stóru kallarnir fái sviðsljósið í kvöld. Andrei Arlovski mætir Shamil Abdurakhimov í þungavigt og þá munum við sjá endurkomu Nikita Krylov í UFC en hann mætir Jan Blachowicz í léttþungavigt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 en bein útsending hefst kl. 18:00.
MMA Tengdar fréttir Drullaði yfir forseta UFC á Instagram UFC-bardagakappinn Mark Hunt brjálaðist er hann var tekinn af UFC-kvöldi í Sydney. Hann drullaði yfir forseta UFC, Dana White, og hótar málsókn. 12. október 2017 13:00 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Drullaði yfir forseta UFC á Instagram UFC-bardagakappinn Mark Hunt brjálaðist er hann var tekinn af UFC-kvöldi í Sydney. Hann drullaði yfir forseta UFC, Dana White, og hótar málsókn. 12. október 2017 13:00