Samræmd íslenskupróf eru í stöðugri þróun Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. september 2018 09:00 Forstjóri Menntamálastofnunar varar við að of miklar ályktanir séu dregnar út frá einstaka spurningum eða sýniprófum. Vísir/Anton Brink „Við fögnum þessari umræðu um hlutverk og innihald samræmdu prófanna. Við virðum það að Eiríkur brennur fyrir íslenskunni og hefur áhyggjur af stöðu hennar í samfélaginu. Það sem þarf samt að varast er að draga of miklar ályktanir út frá einstaka spurningum eða sýniprófum varðandi áhrif samræmdu prófanna á íslenskuna,“ segir Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar. Arnór er að vísa til gagnrýni Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors emeritus í íslenskri málfræði, á samræmt próf í íslensku fyrir 9. bekk. Telur Eiríkur að áherslurnar í prófinu séu kolrangar og ekki í samræmi við námskrá. Spurningar snúist um máltilfinningu en ekki kunnáttu og þekkingu. Þá séu prófin ekki til þess fallin að stuðla að jákvæðu viðhorfi nemenda til tungumálsins. „Við teljum að prófin séu í samræmi við námskrá. Spurningarnar eru kerfisbundið tengdar við námskrá. Það urðu miklar breytingar á henni fyrir fimm árum og nú er meiri áhersla lögð á hæfni en minni á einstök þekkingaratriði,“ segir Arnór. Hann segir að prófin séu í sífelldri þróun og bendir á að mikil vinna liggi á bak við gerð hvers prófs. „Það tekur tvö ár að þróa hvert próf og þau eru forprófuð í skólunum. Þau eru líka yfirfarin af sérfræðingum og við metum reynsluna af einstaka spurningum.“ Arnór bendir á að nemendur séu tíu ár í grunnskóla en það taki þá einungis fjórar klukkustundir samtals að þreyta samræmd próf í íslensku í 4., 7. og 9. bekk. „Að ætla það að prófin hafi svona mikil áhrif á stöðu íslenskunnar finnast mér ansi djarfar ályktanir. Það er hægt að dæma spurningar út frá íslenskunni sem slíkri en við horfum líka á próffræðilega mælikvarða. Einhverjum spurningum eiga bara mjög góðir nemendur að geta svarað. Við þurfum að hafa breidd í spurningunum.“ Arnór segir að stór hluti námsmats fari fram í skólunum. „Við höfum sýnt fram á að það er mikið samræmi milli þess mats og niðurstaðna prófanna. Þau hafa mikið forspárgildi um áframhaldandi nám nemenda, jafnvel upp í háskólana. Samræmdu prófin eru mikilvægur mælikvarði og gefa skólum, sveitarfélögum og stjórnvöldum upplýsingar um stöðuna.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
„Við fögnum þessari umræðu um hlutverk og innihald samræmdu prófanna. Við virðum það að Eiríkur brennur fyrir íslenskunni og hefur áhyggjur af stöðu hennar í samfélaginu. Það sem þarf samt að varast er að draga of miklar ályktanir út frá einstaka spurningum eða sýniprófum varðandi áhrif samræmdu prófanna á íslenskuna,“ segir Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar. Arnór er að vísa til gagnrýni Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors emeritus í íslenskri málfræði, á samræmt próf í íslensku fyrir 9. bekk. Telur Eiríkur að áherslurnar í prófinu séu kolrangar og ekki í samræmi við námskrá. Spurningar snúist um máltilfinningu en ekki kunnáttu og þekkingu. Þá séu prófin ekki til þess fallin að stuðla að jákvæðu viðhorfi nemenda til tungumálsins. „Við teljum að prófin séu í samræmi við námskrá. Spurningarnar eru kerfisbundið tengdar við námskrá. Það urðu miklar breytingar á henni fyrir fimm árum og nú er meiri áhersla lögð á hæfni en minni á einstök þekkingaratriði,“ segir Arnór. Hann segir að prófin séu í sífelldri þróun og bendir á að mikil vinna liggi á bak við gerð hvers prófs. „Það tekur tvö ár að þróa hvert próf og þau eru forprófuð í skólunum. Þau eru líka yfirfarin af sérfræðingum og við metum reynsluna af einstaka spurningum.“ Arnór bendir á að nemendur séu tíu ár í grunnskóla en það taki þá einungis fjórar klukkustundir samtals að þreyta samræmd próf í íslensku í 4., 7. og 9. bekk. „Að ætla það að prófin hafi svona mikil áhrif á stöðu íslenskunnar finnast mér ansi djarfar ályktanir. Það er hægt að dæma spurningar út frá íslenskunni sem slíkri en við horfum líka á próffræðilega mælikvarða. Einhverjum spurningum eiga bara mjög góðir nemendur að geta svarað. Við þurfum að hafa breidd í spurningunum.“ Arnór segir að stór hluti námsmats fari fram í skólunum. „Við höfum sýnt fram á að það er mikið samræmi milli þess mats og niðurstaðna prófanna. Þau hafa mikið forspárgildi um áframhaldandi nám nemenda, jafnvel upp í háskólana. Samræmdu prófin eru mikilvægur mælikvarði og gefa skólum, sveitarfélögum og stjórnvöldum upplýsingar um stöðuna.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira