Minnisleysi lögreglu og sakborninga rætt í gær Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. september 2018 07:15 Verjendur Tryggva Rúnars og Kristjáns Viðars, Jón Magnússon og Jón Steinar Gunnlaugsson. Fréttablaðið/ERNIR Málflutningi lauk í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í gær. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Alberts Klahn Skaftasonar, og Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, fluttu mál sinna skjólstæðinga sem voru báðir sakfelldir fyrir aðild að Guðmundarmálinu. Verjendum varð tíðrætt um minnisleysi rannsóknaraðila málsins sem kvaddir voru til skýrslutöku um málið í Héraðsdómi Reykjavíkur 11. janúar 2016 þar sem þeir voru spurðir um upphaf rannsóknar Guðmundarmálsins fjörutíu árum áður, í desember 1975. Fulltrúi sakadómara hafi sagt að hann gæti ekki svarað því hvaðan orðrómurinn hefði komið. Hafi hann vitað það væri hann búinn að gleyma því. Lögreglumennirnir fyrrverandi mundu þetta hvorugur. Furðuðu verjendur sig á því að rannsóknaraðilar hefðu ekki munað hvað hleypti málinu af stað og hvers vegna grunur beindist að þeim sem að lokum voru dæmd fyrir málið. Vísaði Jón Magnússon til gagna sem sýndu að vitnisburður þáverandi refsifanga á Litla-Hrauni hefði sett málið af stað og hefði hann gengist við því sjálfur að hafa logið að rannsóknarmönnum til að sleppa úr fangelsi. Vitni sem gaf sig fram við lögreglu 2014 sagði umræddan mann hafa ekið á Guðmund Einarsson nóttina sem hann hvarf. Var hann handtekinn og yfirheyrður í kjölfarið. Verjendur Tryggva Rúnars og Alberts lýstu því hvað skjólstæðingum þeirra hefði gengið illa að muna þá atburði sem þeim var gefið að sök að hafa átt þátt í en hefðu engu að síður verið óhemju samvinnuþýðir og lagt sig alla fram við að aðstoða lögreglumennina sem þeir litu á sem vini sína meðan á einangrunarvist þeirra stóð. Verjandi Alberts lýsti því hvernig ólöglegum og óeðlilegum rannsóknaraðferðum hefði verið beitt til að hjálpa Alberti að muna eftir atburðum sem hann upplifði aldrei og vísaði þar til svokallaðra sefjunarfunda. Verjandi Tryggva Rúnars vísaði til játningaskýrslna hans þar sem hann skráði slagsmál sem hann mundi eftir og smávægileg afbrot. Skýrslunnar er getið í úrskurðum endurupptökunefndar. Hún er stíluð á tiltekinn rannsóknarlögreglumann, frá Tryggva Rúnari. Á forsíðu hennar er skrifuð þessi athugasemd: „P.s. það sem mér rifjast upp og ég festi á blað, til minnis hjá mér og verði vonandi til góðs í þessu leiðindamáli sem við getum kallað „mál minnisleysisins hjá mér“ og ég held að það megi fullyrði Kristjáni [sic].“ Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Málin erfið fyrir dómara Hæstaréttar Munnlegur málflutningur hófst í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í gær. Enginn dómfelldu var viðstaddur nema Erla. Verjendur brýndu dómara til að leiðrétta mistök Hæstaréttar í málinu. 14. september 2018 06:00 Í beinni: Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram í dag. 14. september 2018 08:00 Með sýknu verði þjóðin vitni að réttlæti Verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segir að með sýknu í málinu verði íslenska þjóðin vitni að réttlæti. 14. september 2018 17:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Sjá meira
Málflutningi lauk í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í gær. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Alberts Klahn Skaftasonar, og Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, fluttu mál sinna skjólstæðinga sem voru báðir sakfelldir fyrir aðild að Guðmundarmálinu. Verjendum varð tíðrætt um minnisleysi rannsóknaraðila málsins sem kvaddir voru til skýrslutöku um málið í Héraðsdómi Reykjavíkur 11. janúar 2016 þar sem þeir voru spurðir um upphaf rannsóknar Guðmundarmálsins fjörutíu árum áður, í desember 1975. Fulltrúi sakadómara hafi sagt að hann gæti ekki svarað því hvaðan orðrómurinn hefði komið. Hafi hann vitað það væri hann búinn að gleyma því. Lögreglumennirnir fyrrverandi mundu þetta hvorugur. Furðuðu verjendur sig á því að rannsóknaraðilar hefðu ekki munað hvað hleypti málinu af stað og hvers vegna grunur beindist að þeim sem að lokum voru dæmd fyrir málið. Vísaði Jón Magnússon til gagna sem sýndu að vitnisburður þáverandi refsifanga á Litla-Hrauni hefði sett málið af stað og hefði hann gengist við því sjálfur að hafa logið að rannsóknarmönnum til að sleppa úr fangelsi. Vitni sem gaf sig fram við lögreglu 2014 sagði umræddan mann hafa ekið á Guðmund Einarsson nóttina sem hann hvarf. Var hann handtekinn og yfirheyrður í kjölfarið. Verjendur Tryggva Rúnars og Alberts lýstu því hvað skjólstæðingum þeirra hefði gengið illa að muna þá atburði sem þeim var gefið að sök að hafa átt þátt í en hefðu engu að síður verið óhemju samvinnuþýðir og lagt sig alla fram við að aðstoða lögreglumennina sem þeir litu á sem vini sína meðan á einangrunarvist þeirra stóð. Verjandi Alberts lýsti því hvernig ólöglegum og óeðlilegum rannsóknaraðferðum hefði verið beitt til að hjálpa Alberti að muna eftir atburðum sem hann upplifði aldrei og vísaði þar til svokallaðra sefjunarfunda. Verjandi Tryggva Rúnars vísaði til játningaskýrslna hans þar sem hann skráði slagsmál sem hann mundi eftir og smávægileg afbrot. Skýrslunnar er getið í úrskurðum endurupptökunefndar. Hún er stíluð á tiltekinn rannsóknarlögreglumann, frá Tryggva Rúnari. Á forsíðu hennar er skrifuð þessi athugasemd: „P.s. það sem mér rifjast upp og ég festi á blað, til minnis hjá mér og verði vonandi til góðs í þessu leiðindamáli sem við getum kallað „mál minnisleysisins hjá mér“ og ég held að það megi fullyrði Kristjáni [sic].“
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Málin erfið fyrir dómara Hæstaréttar Munnlegur málflutningur hófst í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í gær. Enginn dómfelldu var viðstaddur nema Erla. Verjendur brýndu dómara til að leiðrétta mistök Hæstaréttar í málinu. 14. september 2018 06:00 Í beinni: Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram í dag. 14. september 2018 08:00 Með sýknu verði þjóðin vitni að réttlæti Verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segir að með sýknu í málinu verði íslenska þjóðin vitni að réttlæti. 14. september 2018 17:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Sjá meira
Málin erfið fyrir dómara Hæstaréttar Munnlegur málflutningur hófst í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í gær. Enginn dómfelldu var viðstaddur nema Erla. Verjendur brýndu dómara til að leiðrétta mistök Hæstaréttar í málinu. 14. september 2018 06:00
Í beinni: Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram í dag. 14. september 2018 08:00
Með sýknu verði þjóðin vitni að réttlæti Verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segir að með sýknu í málinu verði íslenska þjóðin vitni að réttlæti. 14. september 2018 17:00