Móðir og barn fyrstu fórnarlömb Flórens Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2018 19:51 Frá vettvangi í Wilmington í dag. Fjöldi viðbragðsaðila kom að björgunaraðgerðum. Vísir/Getty Móðir og kornabarn létust er tré féll ofan á hús þeirra í bænum Wilmington í Norður-Karólínuríki í dag. Samtals hafa nú fjórir látist vegna fellibylsins Flórens sem gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna. Lögregla í Wilmington tilkynnti um slysið síðdegis í dag að íslenskum tíma. Þá staðfesti lögregla andlát konunnar og barns hennar skömmu síðar. Maður konunnar og faðir barnsins var fluttur slasaður á sjúkrahús, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.WPD can confirm the first two fatalities of Hurricane #Florence in Wilmington. A mother and infant were killed when a tree fell on their house. The father was transported to NHRMC with injuries. https://t.co/FC5PAhuxig— Wilmington Police (@WilmingtonPD) September 14, 2018 Skömmu síðar var tilkynnt um annað andlát vegna Flórens. Kona í Pender-sýslu í Norður-Karólínu hringdi á neyðarlínu vegna bráðaveikinda en lést áður en viðbragðsaðilar komu á staðinn. För þeirra tafðist sökum stórra trjáa sem þveruðu leið þeirra og náðu þeir því ekki heim til konunnar í tæka tíð.JUST IN: Pender Co., NC, spokesperson: A female with a medical condition died after calling for emergency assistance during Hurricane Florence; first responders could not get to her in time due to large trees that were downed and blocked their route.— NBC Nightly News with Lester Holt (@NBCNightlyNews) September 14, 2018 Þá hefur fjórða andlátið af völdum Flórens verið staðfest. Einn lést í Lenoir-sýslu í Norður-Karólínu þegar viðkomandi stakk rafal í samband í dag. Fellibylurinn Flórens gekk á land á austurströnd Bandaríkjanna í morgun. Gríðarleg sjávarflóð og rigningar fylgja fellibylnum og hefur 1,7 milljón manns verið gert að yfirgefa heimili sín. Flórens er nú skilgreind sem fyrsta stigs fellibylur en er þrátt fyrir það talin afar hættuleg. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni heimsækja Karólínuríkin og önnur svæði, sem orðið hafa illa úti í fellibylnum, í næstu viku.Í spilaranum hér að neðan má horfa á umfjöllun Stöðvar 2 um Flórens sem sýnd var í kvöldfréttum. Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Í beinni: Flórens herjar á íbúa austurstrandar Bandaríkjanna Búist er við því að ástandið muni versna verulega þegar líður á daginn, þó styrkur Flórens hafi verið lækkaður í fyrsta flokk. 14. september 2018 10:04 Mannskæð Flórens gengur á land á morgun Fellibylurinn Flórens nálgast nú austurströnd Bandaríkjanna óðfluga. 13. september 2018 23:30 „Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Fellibylurinn Florence hefur verið lækkaður niður í annars flokks fellibyl eftir að vindhraði hans lækkaði úr 225 kílómetrum á klukkstund í um 175 kílómetra, sem samsvarar rúmum 48 metrum á sekúndu. 13. september 2018 07:15 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Sjá meira
Móðir og kornabarn létust er tré féll ofan á hús þeirra í bænum Wilmington í Norður-Karólínuríki í dag. Samtals hafa nú fjórir látist vegna fellibylsins Flórens sem gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna. Lögregla í Wilmington tilkynnti um slysið síðdegis í dag að íslenskum tíma. Þá staðfesti lögregla andlát konunnar og barns hennar skömmu síðar. Maður konunnar og faðir barnsins var fluttur slasaður á sjúkrahús, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.WPD can confirm the first two fatalities of Hurricane #Florence in Wilmington. A mother and infant were killed when a tree fell on their house. The father was transported to NHRMC with injuries. https://t.co/FC5PAhuxig— Wilmington Police (@WilmingtonPD) September 14, 2018 Skömmu síðar var tilkynnt um annað andlát vegna Flórens. Kona í Pender-sýslu í Norður-Karólínu hringdi á neyðarlínu vegna bráðaveikinda en lést áður en viðbragðsaðilar komu á staðinn. För þeirra tafðist sökum stórra trjáa sem þveruðu leið þeirra og náðu þeir því ekki heim til konunnar í tæka tíð.JUST IN: Pender Co., NC, spokesperson: A female with a medical condition died after calling for emergency assistance during Hurricane Florence; first responders could not get to her in time due to large trees that were downed and blocked their route.— NBC Nightly News with Lester Holt (@NBCNightlyNews) September 14, 2018 Þá hefur fjórða andlátið af völdum Flórens verið staðfest. Einn lést í Lenoir-sýslu í Norður-Karólínu þegar viðkomandi stakk rafal í samband í dag. Fellibylurinn Flórens gekk á land á austurströnd Bandaríkjanna í morgun. Gríðarleg sjávarflóð og rigningar fylgja fellibylnum og hefur 1,7 milljón manns verið gert að yfirgefa heimili sín. Flórens er nú skilgreind sem fyrsta stigs fellibylur en er þrátt fyrir það talin afar hættuleg. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni heimsækja Karólínuríkin og önnur svæði, sem orðið hafa illa úti í fellibylnum, í næstu viku.Í spilaranum hér að neðan má horfa á umfjöllun Stöðvar 2 um Flórens sem sýnd var í kvöldfréttum.
Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Í beinni: Flórens herjar á íbúa austurstrandar Bandaríkjanna Búist er við því að ástandið muni versna verulega þegar líður á daginn, þó styrkur Flórens hafi verið lækkaður í fyrsta flokk. 14. september 2018 10:04 Mannskæð Flórens gengur á land á morgun Fellibylurinn Flórens nálgast nú austurströnd Bandaríkjanna óðfluga. 13. september 2018 23:30 „Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Fellibylurinn Florence hefur verið lækkaður niður í annars flokks fellibyl eftir að vindhraði hans lækkaði úr 225 kílómetrum á klukkstund í um 175 kílómetra, sem samsvarar rúmum 48 metrum á sekúndu. 13. september 2018 07:15 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Sjá meira
Í beinni: Flórens herjar á íbúa austurstrandar Bandaríkjanna Búist er við því að ástandið muni versna verulega þegar líður á daginn, þó styrkur Flórens hafi verið lækkaður í fyrsta flokk. 14. september 2018 10:04
Mannskæð Flórens gengur á land á morgun Fellibylurinn Flórens nálgast nú austurströnd Bandaríkjanna óðfluga. 13. september 2018 23:30
„Hvort viltu verða fyrir lest eða steypubíl?“ Fellibylurinn Florence hefur verið lækkaður niður í annars flokks fellibyl eftir að vindhraði hans lækkaði úr 225 kílómetrum á klukkstund í um 175 kílómetra, sem samsvarar rúmum 48 metrum á sekúndu. 13. september 2018 07:15