Gömul og ný dómsmál Óttar Guðmundsson skrifar 15. september 2018 08:00 Í Íslandsklukku Halldórs Laxness er lýst hrakningum Jóns Hreggviðssonar í íslenska dómskerfinu á 18. öld. Honum var gefið að sök að hafa myrt böðul konungsins, sakfelldur og dæmdur til dauða. Aldrei tókst að sanna neitt á Jón og sjálfur neitaði hann sök. Honum tókst að komast undan og mál hans var tekið upp að nýju. Hann var sýknaður og kom aftur heim frjáls maður með hatt á höfði. Aftur eru þungir dómar í meintu morðmáli til endurupptöku. Mín kynslóð man vel eftir Geirfinnsmálinu, leitinni að mönnunum tveimur, blaðamannafundum, Leirfinni, handtökum, réttarhöldum og dómum. Valdamenn kröfðust þess að málið yrði upplýst. Hópurinn í kringum Sævar heitinn Ciesielski hentaði sérlega vel í hlutverk sakborninga í þessu máli. Þau voru lokuð í einangrun, yfirheyrð af mikilli hörku og allir lögðust á eitt að fá fram játningu. Þegar þungir fangelsisdómar voru kveðnir upp í Hæstarétti héldu allir að málinu væri lokið. Löngu síðar kynntist ég Sævari. Hann sagði mér frá viðskiptum sínum við réttvísina, einangrun, niðurlægingu og andlegum og líkamlegum pyntingunum. Brotið var á honum á öllum stigum málsins. Sævar líkt og Jón Hreggviðsson trúði á réttlætið innra með sjálfum sér og krafðist endurupptöku málsins. Allir sjá hversu fáránlegir dómarnir voru fyrir 40 árum. Aldrei tókst að sanna að brot hefðu verið framin. Bæði Jón Hreggviðsson og Sævar voru gripnir af því að þeir lágu vel við höggi. Réttvísina skorti sökudólga og þunga dóma til að sýna vald sitt og róa þjóðina. „Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti,“ hefði Jón Hreggviðsson sagt við Sævar. Vonandi eru það ekki orð að sönnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Í Íslandsklukku Halldórs Laxness er lýst hrakningum Jóns Hreggviðssonar í íslenska dómskerfinu á 18. öld. Honum var gefið að sök að hafa myrt böðul konungsins, sakfelldur og dæmdur til dauða. Aldrei tókst að sanna neitt á Jón og sjálfur neitaði hann sök. Honum tókst að komast undan og mál hans var tekið upp að nýju. Hann var sýknaður og kom aftur heim frjáls maður með hatt á höfði. Aftur eru þungir dómar í meintu morðmáli til endurupptöku. Mín kynslóð man vel eftir Geirfinnsmálinu, leitinni að mönnunum tveimur, blaðamannafundum, Leirfinni, handtökum, réttarhöldum og dómum. Valdamenn kröfðust þess að málið yrði upplýst. Hópurinn í kringum Sævar heitinn Ciesielski hentaði sérlega vel í hlutverk sakborninga í þessu máli. Þau voru lokuð í einangrun, yfirheyrð af mikilli hörku og allir lögðust á eitt að fá fram játningu. Þegar þungir fangelsisdómar voru kveðnir upp í Hæstarétti héldu allir að málinu væri lokið. Löngu síðar kynntist ég Sævari. Hann sagði mér frá viðskiptum sínum við réttvísina, einangrun, niðurlægingu og andlegum og líkamlegum pyntingunum. Brotið var á honum á öllum stigum málsins. Sævar líkt og Jón Hreggviðsson trúði á réttlætið innra með sjálfum sér og krafðist endurupptöku málsins. Allir sjá hversu fáránlegir dómarnir voru fyrir 40 árum. Aldrei tókst að sanna að brot hefðu verið framin. Bæði Jón Hreggviðsson og Sævar voru gripnir af því að þeir lágu vel við höggi. Réttvísina skorti sökudólga og þunga dóma til að sýna vald sitt og róa þjóðina. „Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti,“ hefði Jón Hreggviðsson sagt við Sævar. Vonandi eru það ekki orð að sönnu.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar