Getur of stutt fæðingarorlof haft slæm áhrif á heilsu ungbarna? Guðlaug Katrín Hákonardóttir skrifar 14. september 2018 12:58 Í dag er fæðingarorlofið 9 mánuðir. 3 mánuðir á hvort foreldri ásamt 3 mánuðum sem foreldrar geta skipt á milli sín. Samfélagið ætlast til þess að ungabörn séu sett í umsjá ókunnugra aðila aðeins 9 mánaða gömul sem ég tel of ungt. Í fyrsta lagi ráðleggur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organization) að ungabörn fái enga aðra næringu en brjóstamjólk fyrstu 6 mánuðina og brjóstamjólk ásamt fastri fæðu mun lengur sé sá möguleiki fyrir hendi. Núna geta mæður aðeins verið í fullu fæðingarorlofi í 6 mánuði og er því ljóst að ungabörnin verða að byrja að fá fasta fæðu eða formúlu áður en 6 mánuðir eru liðnir ætli móðirin til vinnu að loknu fullu fæðingarorlofi. Sýnt hefur verið fram á ótvíræða kosti brjóstamjólkur s.s. að barn fær síður hægðatregðu, eyrnabólgu og niðurgang. Núverandi fyrirkomulag fæðingarorlofsins kemur að hluta til í veg fyrir að hægt sé að fara eftir ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem að mínu mati er alvarlegt mál þegar svo ung börn eiga í hlut. Í öðru lagi eru börn undir eins árs aldri mjög útsett fyrir kvefveirum (t.d. RS vírus) og öðrum veikindum vegna óþroskaðs ónæmiskerfis Algengt er að ungabörn verði oftar lasin þegar þau fara til dagforeldra og smitast þá oft öll börnin sem eru saman í vistun. Þetta hefur oft í för með sér mikið vinnutap fyrir foreldrana. Í þriðja lagi kostar oft mikla vinnu og stress að finna dagforeldri sem passa á barnið að fæðingarorlofi loknu. Ekki er nóg að til sé laust pláss hjá dagforeldrum heldur þurfa foreldrar að vera 100% sáttir við aðstæður, reglur og aðferðir hjá dagforeldrum. Dagforeldrar sjá sjálfir um að velja hvaða börn þeir taka inn sem gerir það að verkum að í mörgum tilfellum er ekki farið eftir neinni formlegri röðun eins og kennitölur segja til um í hvaða röð börn eru tekin inn á leikskóla. Einnig er gríðalega mikill verðmunur á milli dagforeldra og finnst mér mjög undarlegt að ekki sé samræmd verðskrá sem stuðst er við. Það eru því margir gallar á núverandi dagforeldrakerfi og besta lausnin er án efa sú að börnum væri tryggð leikskólavist að loknu fæðingarorlofi en til þess þarf mun lengra fæðingarorlof. Vissulega er hægt að skipta fæðingarorlofinu niður á fleiri mánuði en lækkar það umtalsvert mánaðargreiðslur. Sem dæmi að ef sá sem fær fullar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði þ.e. 520 þús/mán skiptir þeim niður á 9 mánuði þá er útborguð upphæð aðeins um 260 þús/mán. Algengt er að ungt fólk á barneignaraldri sé með háa greiðslubyrgði af húsnæðis- og námslánum þannig að í mögum tilfellum getur reynst fjárhagslega erfitt að lengja fæðingarorlofið með þessum hætti. Það er augljóst að brýn nauðsyn er að lengja fæðingarorlofið strax þannig að foreldrum verði gert kleift að vera heima með börn sín í minnsta kosti ár frá fæðingu. Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt til þess að brúa bilið á milli dagforeldra og leikskóla heldur mun þetta einnig stuðla að bættri heilsu barnanna okkar. Gerum það sem er börnunum okkar fyrir bestu!Höfundur er móðir í fæðingarorlofi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Í dag er fæðingarorlofið 9 mánuðir. 3 mánuðir á hvort foreldri ásamt 3 mánuðum sem foreldrar geta skipt á milli sín. Samfélagið ætlast til þess að ungabörn séu sett í umsjá ókunnugra aðila aðeins 9 mánaða gömul sem ég tel of ungt. Í fyrsta lagi ráðleggur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organization) að ungabörn fái enga aðra næringu en brjóstamjólk fyrstu 6 mánuðina og brjóstamjólk ásamt fastri fæðu mun lengur sé sá möguleiki fyrir hendi. Núna geta mæður aðeins verið í fullu fæðingarorlofi í 6 mánuði og er því ljóst að ungabörnin verða að byrja að fá fasta fæðu eða formúlu áður en 6 mánuðir eru liðnir ætli móðirin til vinnu að loknu fullu fæðingarorlofi. Sýnt hefur verið fram á ótvíræða kosti brjóstamjólkur s.s. að barn fær síður hægðatregðu, eyrnabólgu og niðurgang. Núverandi fyrirkomulag fæðingarorlofsins kemur að hluta til í veg fyrir að hægt sé að fara eftir ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem að mínu mati er alvarlegt mál þegar svo ung börn eiga í hlut. Í öðru lagi eru börn undir eins árs aldri mjög útsett fyrir kvefveirum (t.d. RS vírus) og öðrum veikindum vegna óþroskaðs ónæmiskerfis Algengt er að ungabörn verði oftar lasin þegar þau fara til dagforeldra og smitast þá oft öll börnin sem eru saman í vistun. Þetta hefur oft í för með sér mikið vinnutap fyrir foreldrana. Í þriðja lagi kostar oft mikla vinnu og stress að finna dagforeldri sem passa á barnið að fæðingarorlofi loknu. Ekki er nóg að til sé laust pláss hjá dagforeldrum heldur þurfa foreldrar að vera 100% sáttir við aðstæður, reglur og aðferðir hjá dagforeldrum. Dagforeldrar sjá sjálfir um að velja hvaða börn þeir taka inn sem gerir það að verkum að í mörgum tilfellum er ekki farið eftir neinni formlegri röðun eins og kennitölur segja til um í hvaða röð börn eru tekin inn á leikskóla. Einnig er gríðalega mikill verðmunur á milli dagforeldra og finnst mér mjög undarlegt að ekki sé samræmd verðskrá sem stuðst er við. Það eru því margir gallar á núverandi dagforeldrakerfi og besta lausnin er án efa sú að börnum væri tryggð leikskólavist að loknu fæðingarorlofi en til þess þarf mun lengra fæðingarorlof. Vissulega er hægt að skipta fæðingarorlofinu niður á fleiri mánuði en lækkar það umtalsvert mánaðargreiðslur. Sem dæmi að ef sá sem fær fullar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði þ.e. 520 þús/mán skiptir þeim niður á 9 mánuði þá er útborguð upphæð aðeins um 260 þús/mán. Algengt er að ungt fólk á barneignaraldri sé með háa greiðslubyrgði af húsnæðis- og námslánum þannig að í mögum tilfellum getur reynst fjárhagslega erfitt að lengja fæðingarorlofið með þessum hætti. Það er augljóst að brýn nauðsyn er að lengja fæðingarorlofið strax þannig að foreldrum verði gert kleift að vera heima með börn sín í minnsta kosti ár frá fæðingu. Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt til þess að brúa bilið á milli dagforeldra og leikskóla heldur mun þetta einnig stuðla að bættri heilsu barnanna okkar. Gerum það sem er börnunum okkar fyrir bestu!Höfundur er móðir í fæðingarorlofi.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun