Stjórn OR boðar forstjórann til aukafundar Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2018 09:39 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Vísir/Stefán Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur boðað til aukafundar í dag. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið boðaður á fundinn en á honum verður rætt mál sem varðar uppsögn framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, segir í samtali við Vísi að fundurinn verði síðdegis í dag. „Við tökum þetta mál gríðarlega alvarlega eins og sést á viðbrögðum stjórnar ON,“ segir Brynhildur. Stjórn Orku náttúrunnar ákvað að segja framkvæmdastjóranum Bjarna Má Júlíussyni upp störfum á miðvikudag vegna óeðlilegrar hegðunar í garð starfsfólks.Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR. Fréttablaðið/Anton BrinkÁ þriðjudag boðaði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Einar Bárðarson til fundar vegna starfsloka eiginkonu hans hjá ON. Þar var hegðun Bjarna Más Júlíussonar rædd. Einar Bárðarson birti skrif á Facebook um upplifun sína af fundinum með Bjarna Bjarnasyni. Þar sagði Einar að forstjóri OR hefði tekið fálega í frásögn hans af framkvæmdastjóranum.Bjarni Már Júlíusson, fráfarandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.mynd/gusk ehf.Bjarni Bjarnason hafnaði þeirri fullyrðingu Einars í samtali við Vísi í gær. Sagði Bjarni að hann hefði tjáð Einari að hann liti málið mjög alvarlegum augum. Bjarni er stjórnarformaður ON og boðaði stjórnin til fundar á miðvikudag. Þar var ákvörðun tekin um að segja Bjarna Má Júlíussyni upp störfum.Vísir ræddi við Bjarna Má í gær þar sem hann sagðist sleginn yfir þeirri atburðarás sem leiddi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. Bjarni Már viðurkenndi að hafa gert mistök í samskiptum sínum við kvenundirmenn sína en sagðist þó ekki vera „dónakall“ líkt og hann hefur verið sakaður um. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30 Bjarni rekinn frá ON eftir "óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Þórdís Lóa vill að ON-karlar komist að því hvar Davíð keypti ölið Málið sem tengist brottvikningu framkvæmdastjóra ON verður tekið fyrir á stjórnarfundi OR. 13. september 2018 16:29 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar Innlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur boðað til aukafundar í dag. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið boðaður á fundinn en á honum verður rætt mál sem varðar uppsögn framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, segir í samtali við Vísi að fundurinn verði síðdegis í dag. „Við tökum þetta mál gríðarlega alvarlega eins og sést á viðbrögðum stjórnar ON,“ segir Brynhildur. Stjórn Orku náttúrunnar ákvað að segja framkvæmdastjóranum Bjarna Má Júlíussyni upp störfum á miðvikudag vegna óeðlilegrar hegðunar í garð starfsfólks.Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR. Fréttablaðið/Anton BrinkÁ þriðjudag boðaði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Einar Bárðarson til fundar vegna starfsloka eiginkonu hans hjá ON. Þar var hegðun Bjarna Más Júlíussonar rædd. Einar Bárðarson birti skrif á Facebook um upplifun sína af fundinum með Bjarna Bjarnasyni. Þar sagði Einar að forstjóri OR hefði tekið fálega í frásögn hans af framkvæmdastjóranum.Bjarni Már Júlíusson, fráfarandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.mynd/gusk ehf.Bjarni Bjarnason hafnaði þeirri fullyrðingu Einars í samtali við Vísi í gær. Sagði Bjarni að hann hefði tjáð Einari að hann liti málið mjög alvarlegum augum. Bjarni er stjórnarformaður ON og boðaði stjórnin til fundar á miðvikudag. Þar var ákvörðun tekin um að segja Bjarna Má Júlíussyni upp störfum.Vísir ræddi við Bjarna Má í gær þar sem hann sagðist sleginn yfir þeirri atburðarás sem leiddi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. Bjarni Már viðurkenndi að hafa gert mistök í samskiptum sínum við kvenundirmenn sína en sagðist þó ekki vera „dónakall“ líkt og hann hefur verið sakaður um.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30 Bjarni rekinn frá ON eftir "óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Þórdís Lóa vill að ON-karlar komist að því hvar Davíð keypti ölið Málið sem tengist brottvikningu framkvæmdastjóra ON verður tekið fyrir á stjórnarfundi OR. 13. september 2018 16:29 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar Innlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira
Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. 13. september 2018 18:30
Bjarni rekinn frá ON eftir "óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04
Þórdís Lóa vill að ON-karlar komist að því hvar Davíð keypti ölið Málið sem tengist brottvikningu framkvæmdastjóra ON verður tekið fyrir á stjórnarfundi OR. 13. september 2018 16:29
Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40