Gert ráð fyrir 300 milljónum í kostnað og ráðgjöf við þyrlukaup Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. september 2018 07:00 Það mun kosta sitt að endurnýja þyrluflota LHG. Vísir/Vilhelm „Talan byggist á vinnu stýrihóps sem innanríkisráðherra skipaði í september 2015 til að tryggja leitar- og björgunarþjónustu innan efnahagslögsögu Íslands til framtíðar með endurnýjun á þyrlum Landhelgisgæslunnar,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar (LHG). Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á þriðjudag kom fram að samkvæmt fjármálaáætlun 2019-2023 er gert ráð fyrir kaupum á þremur nýjum þyrlum á ríflega 14 milljarða króna. Það gerir um 4,7 milljarða fyrir hverja þyrlu. Þessi mikli kostnaður hefur vakið athygli. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um upphæðina. Ásgeir vísar í skýrslu stýrihópsins sem lagði til að keyptar yrðu þrjár þyrlur af svipaði stærð og LHG er með í sinni þjónustu í dag. Skýrsluhöfundar viðurkenna að tillögurnar útheimti „veruleg fjárútlát ríkissjóðs“. Áætlað er að þyrlurnar kosti 13,9 milljarða og ofan á það bætist útboðskostnaður og ráðgjöf við útboðsferlið upp á 300 milljónir króna. Alls 14,2 milljarðar. Í skýrslunni segir: „Ekki eru til aðgengilegir „verðlistar“ framleiðenda yfir þyrlur sem eru sérútbúnar til þeirra starfa sem hér um ræðir. Ofangreindar kostnaðartölur byggjast á gagnagrunni frá framleiðendum, sem og upplýsingum frá aðilum sem hafa verið að fjárfesta í nýjum þyrlum á undanförnum árum fyrir hliðstæða starfsemi.“ Kaupin verða boðin út á næsta ári að sögn Ásgeirs og því ekki vitað hvernig þyrlur verða keyptar. Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Talan byggist á vinnu stýrihóps sem innanríkisráðherra skipaði í september 2015 til að tryggja leitar- og björgunarþjónustu innan efnahagslögsögu Íslands til framtíðar með endurnýjun á þyrlum Landhelgisgæslunnar,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar (LHG). Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á þriðjudag kom fram að samkvæmt fjármálaáætlun 2019-2023 er gert ráð fyrir kaupum á þremur nýjum þyrlum á ríflega 14 milljarða króna. Það gerir um 4,7 milljarða fyrir hverja þyrlu. Þessi mikli kostnaður hefur vakið athygli. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um upphæðina. Ásgeir vísar í skýrslu stýrihópsins sem lagði til að keyptar yrðu þrjár þyrlur af svipaði stærð og LHG er með í sinni þjónustu í dag. Skýrsluhöfundar viðurkenna að tillögurnar útheimti „veruleg fjárútlát ríkissjóðs“. Áætlað er að þyrlurnar kosti 13,9 milljarða og ofan á það bætist útboðskostnaður og ráðgjöf við útboðsferlið upp á 300 milljónir króna. Alls 14,2 milljarðar. Í skýrslunni segir: „Ekki eru til aðgengilegir „verðlistar“ framleiðenda yfir þyrlur sem eru sérútbúnar til þeirra starfa sem hér um ræðir. Ofangreindar kostnaðartölur byggjast á gagnagrunni frá framleiðendum, sem og upplýsingum frá aðilum sem hafa verið að fjárfesta í nýjum þyrlum á undanförnum árum fyrir hliðstæða starfsemi.“ Kaupin verða boðin út á næsta ári að sögn Ásgeirs og því ekki vitað hvernig þyrlur verða keyptar.
Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira