Þið munið hann Rambó? Þórarinn Þórarinsson skrifar 14. september 2018 07:00 Við Donald Trump erum með sama íslenska geðlækninn og mikið varð ég glaður þegar hann lýsti Trump nýlega heilan á geði. Þar sem heimska flokkast ekki sem geðsjúkdómur er nefnilega næsta víst að þarna hefur Óttar Guðmundsson rétt fyrir sér. Ólíkt geðsjúkdómum er því miður ekki hægt að meðhöndla heimskuna og staðreyndablindur sértrúarsöfnuðurinn sem fylgir Trump í geggjaðri afneitun bendir einnig til þess að heimskan sé bráðsmitandi. Geðveiki er það ekki. Trump-hjörðin upphefur hann stundum með því að líkja honum við Ronald Reagan! Þótt margt misfagurt megi segja um Reagan má halda því fram að hann hafi staðið vörð um eitthvað sem kalla má „amerísk gildi“. Stallone-myndirnar um Rambó eru frábær vitnisburður um hversu skelfilega Repúblikanaflokkurinn og fjöldi Bandaríkjamanna hefur látið Trump afvegaleiða sig. Reagan hafði Rambó í miklum hávegum. Var meira að segja kallaður „Ronbo“ enda tengdi hann kempuna stundum við utanríkisstefnu sína. Rambó var helmassað lukkutröll Reagans og gamla góða flokksins en stendur í raun fyrir allt sem Trump hatar. Sovétmenn (nú Rússar) voru erkifjendur Reagans og Rambós. Allt daður Trumps við Pútín væri auðvitað eitur í beinum þessara kaldastríðshauka. Rambó barðist í Víetnam, var handsamaður og pyntaður (svona eins og John McCain). Trump, sem kom sér undan herskyldu, fyrirlítur svona ekta „ammrískar hetjur“. Trump er eins óamerískur og hugsast getur og það er alveg galið að reyna að verja veru hans í Hvíta húsinu með minningu Reagans. Spyrjið bara Rambó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Við Donald Trump erum með sama íslenska geðlækninn og mikið varð ég glaður þegar hann lýsti Trump nýlega heilan á geði. Þar sem heimska flokkast ekki sem geðsjúkdómur er nefnilega næsta víst að þarna hefur Óttar Guðmundsson rétt fyrir sér. Ólíkt geðsjúkdómum er því miður ekki hægt að meðhöndla heimskuna og staðreyndablindur sértrúarsöfnuðurinn sem fylgir Trump í geggjaðri afneitun bendir einnig til þess að heimskan sé bráðsmitandi. Geðveiki er það ekki. Trump-hjörðin upphefur hann stundum með því að líkja honum við Ronald Reagan! Þótt margt misfagurt megi segja um Reagan má halda því fram að hann hafi staðið vörð um eitthvað sem kalla má „amerísk gildi“. Stallone-myndirnar um Rambó eru frábær vitnisburður um hversu skelfilega Repúblikanaflokkurinn og fjöldi Bandaríkjamanna hefur látið Trump afvegaleiða sig. Reagan hafði Rambó í miklum hávegum. Var meira að segja kallaður „Ronbo“ enda tengdi hann kempuna stundum við utanríkisstefnu sína. Rambó var helmassað lukkutröll Reagans og gamla góða flokksins en stendur í raun fyrir allt sem Trump hatar. Sovétmenn (nú Rússar) voru erkifjendur Reagans og Rambós. Allt daður Trumps við Pútín væri auðvitað eitur í beinum þessara kaldastríðshauka. Rambó barðist í Víetnam, var handsamaður og pyntaður (svona eins og John McCain). Trump, sem kom sér undan herskyldu, fyrirlítur svona ekta „ammrískar hetjur“. Trump er eins óamerískur og hugsast getur og það er alveg galið að reyna að verja veru hans í Hvíta húsinu með minningu Reagans. Spyrjið bara Rambó.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar