Matvöruverslun aha vex um 70-80% milli mánaða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. september 2018 20:30 Netverslun með matvörur jókst um 170% á milli ára. Framkvæmdastjóri aha sem er farinn að senda mat heim að dyrum með drónum segir aukninguna um 70% í hverjum mánuði. Þessi bylting á eftir að gjörbreyta störfum í verslunargeiranum segir framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu. Netverslun á Íslandi vex nú tvöfalt hraðar en venjuleg verslun samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar. Sú grein sem vex lang hraðast er netverslun með matvörur sem óx um 170% milli ára enda hafa fjölmargar nýjar matvörunetverslanir verið opnaðar á síðustu misserum.Helgi Már Þórðarson, framkvæmdastjóri aha.Framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu segir þessa þróun eiga eftir að hafa mikil áhrif á verslunarstörf. „Þessi skýrsla segir að verslunarstörf eins við þekkjum þau í dag, að þeim muni fækka. En það er ekki þar með sagt að þeim muni fækka sem vinni í verslun. Heldur eðli starfanna mun breytast," segir Andrés Magnússon og bætir við að störfin verði sérhæfðari með aukinni tækniþróun.Í skýrslunni segir að ef höfð sé hliðsjón af varlegustu spám um framtíð verslunarstarfa í Noregi megi gera ráð fyrir að hlutfall vinnuafls í verslun fækki hér á landi úr 13% í 12% af heildarvinnuaflinu á næstu tólf árum. Það eru eru um tvö þúsund störf. Til dæmis er bent á sjálfsafgreiðslukassa sem krefjist færri starfsmanna en þurfi í hefðbundnar verslanir. Ein þeirra verslana sem stendur fremst í netverslun með mat á Íslandi er aha. Framkvæmdastjóri segir vöxtinn mjög öran. „Ég held að vöxturinn í þessu hjá okkur sé svona 70-80% á milli mánaða. Við hófum fyrst að bjóða þetta fyrir tveimur árum með verslunum Iceland og Nettó kom í kjölafrið líka og í dag erum við með 10 veitingastaði sem við erum líka ða keyra út fyrir," segir Helgi Már Þórðarson, framkvæmdastjóri aha. Fyrirtækið nýtir í dag tvo dróna sem fara með allt að fimm matarsendingar á dag og stefnir á frekari vöxt. „Þó þetta sé mikil stækkun milli ára er þetta enn lítið brot af verslun á Íslandi. En þetta er eitthvað sem er komið til að vera," segir Helgi. Neytendur Tengdar fréttir Innkaupakerra framtíðarinnar greinir þarfir viðskiptavina Verður sjálfkeyrandi og með skjá. 12. febrúar 2018 19:38 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Sjá meira
Netverslun með matvörur jókst um 170% á milli ára. Framkvæmdastjóri aha sem er farinn að senda mat heim að dyrum með drónum segir aukninguna um 70% í hverjum mánuði. Þessi bylting á eftir að gjörbreyta störfum í verslunargeiranum segir framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu. Netverslun á Íslandi vex nú tvöfalt hraðar en venjuleg verslun samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar. Sú grein sem vex lang hraðast er netverslun með matvörur sem óx um 170% milli ára enda hafa fjölmargar nýjar matvörunetverslanir verið opnaðar á síðustu misserum.Helgi Már Þórðarson, framkvæmdastjóri aha.Framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu segir þessa þróun eiga eftir að hafa mikil áhrif á verslunarstörf. „Þessi skýrsla segir að verslunarstörf eins við þekkjum þau í dag, að þeim muni fækka. En það er ekki þar með sagt að þeim muni fækka sem vinni í verslun. Heldur eðli starfanna mun breytast," segir Andrés Magnússon og bætir við að störfin verði sérhæfðari með aukinni tækniþróun.Í skýrslunni segir að ef höfð sé hliðsjón af varlegustu spám um framtíð verslunarstarfa í Noregi megi gera ráð fyrir að hlutfall vinnuafls í verslun fækki hér á landi úr 13% í 12% af heildarvinnuaflinu á næstu tólf árum. Það eru eru um tvö þúsund störf. Til dæmis er bent á sjálfsafgreiðslukassa sem krefjist færri starfsmanna en þurfi í hefðbundnar verslanir. Ein þeirra verslana sem stendur fremst í netverslun með mat á Íslandi er aha. Framkvæmdastjóri segir vöxtinn mjög öran. „Ég held að vöxturinn í þessu hjá okkur sé svona 70-80% á milli mánaða. Við hófum fyrst að bjóða þetta fyrir tveimur árum með verslunum Iceland og Nettó kom í kjölafrið líka og í dag erum við með 10 veitingastaði sem við erum líka ða keyra út fyrir," segir Helgi Már Þórðarson, framkvæmdastjóri aha. Fyrirtækið nýtir í dag tvo dróna sem fara með allt að fimm matarsendingar á dag og stefnir á frekari vöxt. „Þó þetta sé mikil stækkun milli ára er þetta enn lítið brot af verslun á Íslandi. En þetta er eitthvað sem er komið til að vera," segir Helgi.
Neytendur Tengdar fréttir Innkaupakerra framtíðarinnar greinir þarfir viðskiptavina Verður sjálfkeyrandi og með skjá. 12. febrúar 2018 19:38 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Sjá meira
Innkaupakerra framtíðarinnar greinir þarfir viðskiptavina Verður sjálfkeyrandi og með skjá. 12. febrúar 2018 19:38
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur