„Þetta var dómsmorð“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2018 17:54 Jón Steinar Gunnlaugsson, Jón Magnússon og Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, ræða saman í Hæstarétti í dag. Vísir/Vilhelm Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, fór fram á að skjólstæðingur sinn verði ekki aðeins sýknaður heldur lýstur saklaus við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. Þá sagði hann að rannsakendur í málunum hefðu verið sannfærðir um sekt sakborninganna áður en þau voru dæmd og að um væri að ræða „dómsmorð“. Guðjón var árið 1980 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, fyrir að hafa, ásamt Kristjáni Viðari Júlíussyni og Sævari Cieselski, orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Ragnar sagði að játninga í málunum hafi verið aflað, og þær knúðar fram, með ólögmætum hætti auk þess sem öryggisreglur hafi verið brotnar. Rannsóknin hafi einnig byggt á að leiða fram frásagnir sem lögregla bjó til, þess vegna hafi tekið tvö ár að reka málið. „Vegna þess að það voru engar sannanir og eina sem hægt var að gera var að þvinga fram játningar á ólöglegan hátt,“ sagði Ragnar í Hæstarétti í dag.Rannsakendur sannfærðir um sektina frá upphafi Ragnar taldi jafnframt að mikilvægast í málinu væri málsmeðferð lögreglu og ákæruvaldsins. Þar með talin meðferð í gæsluvarðhaldi, málsmeðferð í Sakadómi Reykjavíkur og málsmeðferð í Hæstarétti 1980. Hann sagði að brotið hefði verið á rétti sakborninga um réttláta málsmeðferð. Sakadómur hafi bæði rannsakað og dæmt í málinu og því ekki gætt hlutleysis. Þá hafi rannsóknin ekki beinst að því sem gæti hafa leitt til sýknu heldur einungis að því sem hafi getað leitt til sektar. Þannig hafi allir sem að rannsókn málsins komið verið sannfærðir um að hin dæmdu hafi verið sek. Rannsakendur hafi til að mynda skrifað það í skýrslur að sakborningarnir hafi verið sekir, áður en þau voru dæmd í Sakadómi eða Hæstarétti.Hæstiréttur var fjölmennur við endurupptökuna í dag.Vísir/VilhelmHöfðu ekki líkamlega burði til að koma líkinu fyrir Ragnar sagði jafnframt að ýmislegt við lýsingar á þeim atburðum, sem áttu að hafa átt sér stað, einfaldlega ekki koma heim og saman. Til að mynda að sakborningarnir áttu að hafa komið líki fyrir í nýföllnum snjó í Hafnarfirði en myndir af sakborningunum, sem teknar voru á þessum tíma, sýni að þeir hafi ekki haft líkamlega burði til að gera slíkt. Þá sagði Ragnar að sakfelling Guðjóns sé byggð á sögum, sögusögnum og framburði annarra sakborninga. Framburðum sem knúnir voru fram með ólögmætum hætti eftir langa vist sakborninga í einangrun. Að auki hafi sakborningarnir ekki haft vitneskju um rétt sinn við yfirheyrslur hjá lögreglu og fyrir dómstólum. Þeim hafi til dæmis ekki verið gerð grein fyrir því að þeir hafi mátt neita að svara spurningum sem lagðar voru fyrir þá. Mikilvægt að skilja við fortíðina Að endingu fór Ragnar fram á að skjólstæðingur sinn, séra Guðjón Skarphéðinsson, verði ekki einungis sýknaður heldur lýstur saklaus. „Það er afar mikilvægt að þessum dómi verði skilið við fortíð þessa máls með þeim hætti að tekið verði á þessum mistökum,“ sagði hann. Þá sagði Ragnar að viðurkenna verði að dómurinn í málinu hafi verið stórfelld mistök. „Þetta var dómsmorð,“ sagði Ragnar og bætti við að slík morð séu jafnframt morð á réttlætinu. „Ef virðulegi hæstréttur tekur á þessu máli eins og ég er að vonast til þá mun það hafa áhrif á réttlæti fyrir dómstólum í landinu. Og ekki bara það heldur auka virðingu dómstóla og gera þá hæfari til að sinna hlutverki sínu.“Hér að neðan má lesa beina lýsingu Huldu Hólmkelsdóttur, fréttamanns Vísis, sem fylgdist með málinu í Hæstarétti Íslands í dag.
Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, fór fram á að skjólstæðingur sinn verði ekki aðeins sýknaður heldur lýstur saklaus við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. Þá sagði hann að rannsakendur í málunum hefðu verið sannfærðir um sekt sakborninganna áður en þau voru dæmd og að um væri að ræða „dómsmorð“. Guðjón var árið 1980 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, fyrir að hafa, ásamt Kristjáni Viðari Júlíussyni og Sævari Cieselski, orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Ragnar sagði að játninga í málunum hafi verið aflað, og þær knúðar fram, með ólögmætum hætti auk þess sem öryggisreglur hafi verið brotnar. Rannsóknin hafi einnig byggt á að leiða fram frásagnir sem lögregla bjó til, þess vegna hafi tekið tvö ár að reka málið. „Vegna þess að það voru engar sannanir og eina sem hægt var að gera var að þvinga fram játningar á ólöglegan hátt,“ sagði Ragnar í Hæstarétti í dag.Rannsakendur sannfærðir um sektina frá upphafi Ragnar taldi jafnframt að mikilvægast í málinu væri málsmeðferð lögreglu og ákæruvaldsins. Þar með talin meðferð í gæsluvarðhaldi, málsmeðferð í Sakadómi Reykjavíkur og málsmeðferð í Hæstarétti 1980. Hann sagði að brotið hefði verið á rétti sakborninga um réttláta málsmeðferð. Sakadómur hafi bæði rannsakað og dæmt í málinu og því ekki gætt hlutleysis. Þá hafi rannsóknin ekki beinst að því sem gæti hafa leitt til sýknu heldur einungis að því sem hafi getað leitt til sektar. Þannig hafi allir sem að rannsókn málsins komið verið sannfærðir um að hin dæmdu hafi verið sek. Rannsakendur hafi til að mynda skrifað það í skýrslur að sakborningarnir hafi verið sekir, áður en þau voru dæmd í Sakadómi eða Hæstarétti.Hæstiréttur var fjölmennur við endurupptökuna í dag.Vísir/VilhelmHöfðu ekki líkamlega burði til að koma líkinu fyrir Ragnar sagði jafnframt að ýmislegt við lýsingar á þeim atburðum, sem áttu að hafa átt sér stað, einfaldlega ekki koma heim og saman. Til að mynda að sakborningarnir áttu að hafa komið líki fyrir í nýföllnum snjó í Hafnarfirði en myndir af sakborningunum, sem teknar voru á þessum tíma, sýni að þeir hafi ekki haft líkamlega burði til að gera slíkt. Þá sagði Ragnar að sakfelling Guðjóns sé byggð á sögum, sögusögnum og framburði annarra sakborninga. Framburðum sem knúnir voru fram með ólögmætum hætti eftir langa vist sakborninga í einangrun. Að auki hafi sakborningarnir ekki haft vitneskju um rétt sinn við yfirheyrslur hjá lögreglu og fyrir dómstólum. Þeim hafi til dæmis ekki verið gerð grein fyrir því að þeir hafi mátt neita að svara spurningum sem lagðar voru fyrir þá. Mikilvægt að skilja við fortíðina Að endingu fór Ragnar fram á að skjólstæðingur sinn, séra Guðjón Skarphéðinsson, verði ekki einungis sýknaður heldur lýstur saklaus. „Það er afar mikilvægt að þessum dómi verði skilið við fortíð þessa máls með þeim hætti að tekið verði á þessum mistökum,“ sagði hann. Þá sagði Ragnar að viðurkenna verði að dómurinn í málinu hafi verið stórfelld mistök. „Þetta var dómsmorð,“ sagði Ragnar og bætti við að slík morð séu jafnframt morð á réttlætinu. „Ef virðulegi hæstréttur tekur á þessu máli eins og ég er að vonast til þá mun það hafa áhrif á réttlæti fyrir dómstólum í landinu. Og ekki bara það heldur auka virðingu dómstóla og gera þá hæfari til að sinna hlutverki sínu.“Hér að neðan má lesa beina lýsingu Huldu Hólmkelsdóttur, fréttamanns Vísis, sem fylgdist með málinu í Hæstarétti Íslands í dag.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Hæstiréttur Tengdar fréttir Í beinni: Guðmundar- og Geirfinnsmál aftur fyrir Hæstarétt eftir 38 ár Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í dag. 13. september 2018 08:00 „Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04 Sýkna dugar ekki til að mati verjenda málsins Munnlegur málflutningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hefst í Hæstarétti í dag. Verjendur vilja að sakleysi verði lýst yfir í nýjum dómi. Saksóknari segir ágreining um rökstuðning fyrir sýknu. 13. september 2018 07:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Sjá meira
Í beinni: Guðmundar- og Geirfinnsmál aftur fyrir Hæstarétt eftir 38 ár Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í dag. 13. september 2018 08:00
„Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04
Sýkna dugar ekki til að mati verjenda málsins Munnlegur málflutningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hefst í Hæstarétti í dag. Verjendur vilja að sakleysi verði lýst yfir í nýjum dómi. Saksóknari segir ágreining um rökstuðning fyrir sýknu. 13. september 2018 07:00