Túfa hættir með KA eftir tímabilið Anton Ingi Leifsson skrifar 13. september 2018 17:49 Tólf ára KA-ganga Túfa er senn á enda. vísir/ernir Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, mun láta af störfum sem þjálfari KA eftir tímabilið. Þetta var staðfest á heimasíðu KA nú undir kvöld. Ákvörðunin er sögð sameiginleg beggja aðila en stjórn KA og Túfa hafa rætt saman undanfarna daga. Þau komust svo að þessari niðurstöðu. Túfa hefur stýrt KA síðan um mitt sumar 2015 er hann tók við af Bjarna Jóhannssyni en hann kom fyrst til KA sem leikmaður 2006. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu KA sem má finna á heimasíðu KA.Yfirlýsing KA: Að undanförnu hafa stjórn knd. KA og Tufa, þjálfari Pepsídeildar liðs KA, átt í viðræðum um endurnýjun á samstarfssamningi þessara aðila, en núverandi samningur rennur út í lok þessa tímabils. Aðilar hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu, að það þjóni hagsmunum beggja aðila að staldra við og endurnýja ekki samninginn. Tufa, þá aðstoðarþjálfi félagsins, tók við stjórn karlaliðs KA í ágúst 2015 þegar Bjarni Jóhannsson lét af störfum sem þjálfari liðsins, en liðið var þá í 1. deildinni. Ári síðar, á fyrsta heila starfsári Tufa, tókst liðinu ætlunarverk sitt að komast á ný upp í deild hinna bestu, eftir þrettán ára fjarveru. Hefur liðið á þessum tíma náð að festa sig í sessi sem vel spilandi Pepsídeildarlið. Tufa kom fyrst til KA sem leikmaður árið 2006. Hann hefur sinnt þjálfun yngri flokka hjá félaginu með góðum árangri, áður en hann tók við sem þjálfari meistaraflokks karla. Tufa er í miklum metum hjá öllu KA fólki og á hann þátt í þjálfun flestra krakka sem æft hafa knattspyrnu hjá félaginu á s.l. áratug eða svo. "Ég hef náð þeim markmiðum með liðið sem við settum okkur er ég tók við fyrir þremur árum. Ég er ungur þjálfari með mikinn metnað sem vill ná enn lengra og tel tímapunktinn nú hentugan til að finna mér annað verkefni sem nær að ögra mér enn frekar. Ég er þakklátur KA fyrir það tækifæri sem ég fékk til að taka við liðinu á sínum tíma og er stoltur af þeim árangri sem við höfum náð saman. Ég er viss um að liðið er tilbúið til að takast á við baráttuna í Pepsi-deildinni á komandi árum. Vissulega er erfitt að kveðja strákana og félagið í heild sinni en ég tel leikmönnum það fyrir bestu að þeir fái aðrar hugmyndir og ögranir með nýjum þjálfara." segir Tufa sem hefur innt af hendi gríðarlega vinnu við þjálfun og stjórnun liðsins á s.l. árum. "Þetta eru mikil tímamót fyrir félagið", segir Hjörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA. "Tufa er einn af okkar bestu drengjum, búinn að skila frábærum árangri fyrir félagið sem við erum þakklát fyrir. Við stöndum nú á ákveðnum krossgötum þar sem við viljum taka nýja stefnu og þurfum því að taka nýjar ákvarðanir um uppbyggingu liðsins, sem og deildarinnar. Eftir samræður okkar á milli var ljóst að við og Tufa deilum þessari sýn fyrir félagið. Það eru spennandi tímar framundan fyrir KA, við höfum stórar hugmyndir um uppbyggingu á allri aðstöðu félagsins á KA svæðinu, en hugmyndir þess efnis voru kynntar að fjölmennum félagsfundi í KA s.l. vor. Ég veit að Tufa mun eiga sér glæsta framtíð sem þjálfari, hvort sem er hérlendis, eða utan landssteinanna og óska ég honum alls hins besta í framtíðinni." Tufa mun stýra liði KA út tímabilið en eftir eru þrír leikir sem leiknir verða í þessum mánuði. Tufa verður svo formlega kvaddur á lokahófi félagsins í vertíðarlok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, mun láta af störfum sem þjálfari KA eftir tímabilið. Þetta var staðfest á heimasíðu KA nú undir kvöld. Ákvörðunin er sögð sameiginleg beggja aðila en stjórn KA og Túfa hafa rætt saman undanfarna daga. Þau komust svo að þessari niðurstöðu. Túfa hefur stýrt KA síðan um mitt sumar 2015 er hann tók við af Bjarna Jóhannssyni en hann kom fyrst til KA sem leikmaður 2006. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu KA sem má finna á heimasíðu KA.Yfirlýsing KA: Að undanförnu hafa stjórn knd. KA og Tufa, þjálfari Pepsídeildar liðs KA, átt í viðræðum um endurnýjun á samstarfssamningi þessara aðila, en núverandi samningur rennur út í lok þessa tímabils. Aðilar hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu, að það þjóni hagsmunum beggja aðila að staldra við og endurnýja ekki samninginn. Tufa, þá aðstoðarþjálfi félagsins, tók við stjórn karlaliðs KA í ágúst 2015 þegar Bjarni Jóhannsson lét af störfum sem þjálfari liðsins, en liðið var þá í 1. deildinni. Ári síðar, á fyrsta heila starfsári Tufa, tókst liðinu ætlunarverk sitt að komast á ný upp í deild hinna bestu, eftir þrettán ára fjarveru. Hefur liðið á þessum tíma náð að festa sig í sessi sem vel spilandi Pepsídeildarlið. Tufa kom fyrst til KA sem leikmaður árið 2006. Hann hefur sinnt þjálfun yngri flokka hjá félaginu með góðum árangri, áður en hann tók við sem þjálfari meistaraflokks karla. Tufa er í miklum metum hjá öllu KA fólki og á hann þátt í þjálfun flestra krakka sem æft hafa knattspyrnu hjá félaginu á s.l. áratug eða svo. "Ég hef náð þeim markmiðum með liðið sem við settum okkur er ég tók við fyrir þremur árum. Ég er ungur þjálfari með mikinn metnað sem vill ná enn lengra og tel tímapunktinn nú hentugan til að finna mér annað verkefni sem nær að ögra mér enn frekar. Ég er þakklátur KA fyrir það tækifæri sem ég fékk til að taka við liðinu á sínum tíma og er stoltur af þeim árangri sem við höfum náð saman. Ég er viss um að liðið er tilbúið til að takast á við baráttuna í Pepsi-deildinni á komandi árum. Vissulega er erfitt að kveðja strákana og félagið í heild sinni en ég tel leikmönnum það fyrir bestu að þeir fái aðrar hugmyndir og ögranir með nýjum þjálfara." segir Tufa sem hefur innt af hendi gríðarlega vinnu við þjálfun og stjórnun liðsins á s.l. árum. "Þetta eru mikil tímamót fyrir félagið", segir Hjörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA. "Tufa er einn af okkar bestu drengjum, búinn að skila frábærum árangri fyrir félagið sem við erum þakklát fyrir. Við stöndum nú á ákveðnum krossgötum þar sem við viljum taka nýja stefnu og þurfum því að taka nýjar ákvarðanir um uppbyggingu liðsins, sem og deildarinnar. Eftir samræður okkar á milli var ljóst að við og Tufa deilum þessari sýn fyrir félagið. Það eru spennandi tímar framundan fyrir KA, við höfum stórar hugmyndir um uppbyggingu á allri aðstöðu félagsins á KA svæðinu, en hugmyndir þess efnis voru kynntar að fjölmennum félagsfundi í KA s.l. vor. Ég veit að Tufa mun eiga sér glæsta framtíð sem þjálfari, hvort sem er hérlendis, eða utan landssteinanna og óska ég honum alls hins besta í framtíðinni." Tufa mun stýra liði KA út tímabilið en eftir eru þrír leikir sem leiknir verða í þessum mánuði. Tufa verður svo formlega kvaddur á lokahófi félagsins í vertíðarlok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira