Sjáðu hvernig Eva Laufey gerir geggjaðar mozzarellafylltar kjötbollur Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2018 13:30 Eva Laufey getur sannarlega eldað girnilegar kjötbollur. Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 á dögunum en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má sjá uppskrift úr þætti gærkvöldsins. Þar sýndi Eva hvernig hægt sé að reiða fram ítalskar kjötbollur með mozzarella fyllingu. Ítalskar kjötbollur með mozzarella fyllingu í æðislegri tómat – og basilíkusósu Uppskrift: 500 g nautahakk 1 stórt egg 3 hvítlauksgeirar, saxaðir ½ laukur 1 msk smátt söxuð basilíka 1 msk smátt söxuð steinselja 2 msk hveiti 14 -16 litlar mozzarella kúlur 2 msk. ólífuolía 400 g spaghetti Nýrifinn parmesan, magn eftir smekk Tómat- og basilíkusósa, uppskrift hér að neðan Aðferð: Blandið nautahakki, eggi, smátt söxuðum lauk, nýrifnum hvítlauksgeirum, smátt saxaðri steinselju, basilíku og hveiti saman í skál. Kryddið til með salti og pipar. Notið hendurnar til þess að þjappa deiginu vel saman. Mótið litlar kúlur, fletjið þær örlítið út og setjið litla mozzarellakúlu fyrir miðju og þjappið deiginu utan um ostinn. Steikið kjötbollurnar upp úr olíu þar til þær eru stökkar á öllum hliðum. Útbúið sósuna og sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Berið bollurnar fram með æðislegri tómat- og basilíkusósu, spaghettí og nýrifnum parmesan. Tómat- og basilsósa 1 laukur, smátt skorinn 2 hvítlauksrif, marin 500 ml hakkaðir tómatar 1/2 kjúklingateningur 1 msk.fersk steinselja, smátt söxuð 1 msk. fersk basilíka, smátt söxuð Salt og pipar, magn eftir smekk Aðferð: Hitið olíu við vægan hita í potti, steikið lauk og hvítlauk í olíunni í 1 – 2 mínútur eða þar til laukarnir eru mjúkir í gegn. Bætið öllu hinu í pottinn og leyfið sósunni að malla í örfáar mínútur. Hér að neða má sjá hvernig maður gerir réttinn. Eva Laufey Kjötbollur Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir
Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 á dögunum en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má sjá uppskrift úr þætti gærkvöldsins. Þar sýndi Eva hvernig hægt sé að reiða fram ítalskar kjötbollur með mozzarella fyllingu. Ítalskar kjötbollur með mozzarella fyllingu í æðislegri tómat – og basilíkusósu Uppskrift: 500 g nautahakk 1 stórt egg 3 hvítlauksgeirar, saxaðir ½ laukur 1 msk smátt söxuð basilíka 1 msk smátt söxuð steinselja 2 msk hveiti 14 -16 litlar mozzarella kúlur 2 msk. ólífuolía 400 g spaghetti Nýrifinn parmesan, magn eftir smekk Tómat- og basilíkusósa, uppskrift hér að neðan Aðferð: Blandið nautahakki, eggi, smátt söxuðum lauk, nýrifnum hvítlauksgeirum, smátt saxaðri steinselju, basilíku og hveiti saman í skál. Kryddið til með salti og pipar. Notið hendurnar til þess að þjappa deiginu vel saman. Mótið litlar kúlur, fletjið þær örlítið út og setjið litla mozzarellakúlu fyrir miðju og þjappið deiginu utan um ostinn. Steikið kjötbollurnar upp úr olíu þar til þær eru stökkar á öllum hliðum. Útbúið sósuna og sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Berið bollurnar fram með æðislegri tómat- og basilíkusósu, spaghettí og nýrifnum parmesan. Tómat- og basilsósa 1 laukur, smátt skorinn 2 hvítlauksrif, marin 500 ml hakkaðir tómatar 1/2 kjúklingateningur 1 msk.fersk steinselja, smátt söxuð 1 msk. fersk basilíka, smátt söxuð Salt og pipar, magn eftir smekk Aðferð: Hitið olíu við vægan hita í potti, steikið lauk og hvítlauk í olíunni í 1 – 2 mínútur eða þar til laukarnir eru mjúkir í gegn. Bætið öllu hinu í pottinn og leyfið sósunni að malla í örfáar mínútur. Hér að neða má sjá hvernig maður gerir réttinn.
Eva Laufey Kjötbollur Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir