Afar ólíklegt að bankarnir hafi aðkomu Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. september 2018 05:30 Vonir WOW air standa til að skuldabréfaútboðið klárist á morgun, föstudag, og að félaginu takist þá að sækja sér nýtt fjármagn, sem verði jafnvel meira en sem nemur 5,5 milljörðum, til að treysta starfsemi sína. Vísir/Vilhelm Afar ólíklegt er talið að stóru bankarnir þrír muni koma að fjármögnun WOW air, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en forsvarmenn þess hafa meðal annars leitað liðsinnis bankanna til þess að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins, jafnvirði um 5,5 milljarða króna, verði náð. Stjórnendur og ráðgjafar WOW air vinna nú þess í stað hörðum höndum að því að fá erlenda fjárfesta til þess að taka þátt í útboði flugfélagsins. Á síðustu dögum hafa Fossar markaðir, sem hafa undanfarin ár verið leiðandi í að hafa milligöngu um kaup erlendra sjóða í skráðum hlutabréfum og skuldabréfum á Íslandi, komið í auknum mæli að þeirri vinnu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Vonir WOW air standa til að skuldabréfaútboðið klárist á morgun, föstudag, og að félaginu takist þá að sækja sér nýtt fjármagn, sem verði jafnvel meira en sem nemur 5,5 milljörðum, til að treysta starfsemi sína. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 1,3 prósent í viðskiptum gærdagsins en viðmælendur Fréttablaðsins segja að hækkunina megi að hluta rekja til væntinga fjárfesta um að WOW air takist að ljúka útboðinu. Flugfélagið skilaði inn ársreikningi vegna síðasta árs til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra í fyrradag en þess hefur verið beðið með þó nokkurri eftirvæntingu. Olíukostnaður WOW air nam 122,3 milljónum dala, sem jafngildir 13,8 milljörðum króna, á síðasta ári og meira en tvöfaldaðist frá fyrra ári þegar hann var 60,8 milljónir dala, jafnvirði 6,9 milljarða króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi flugfélagsins. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 20 prósent á síðasta ári en hækkunin hefur verið enn meiri, yfir 30 prósent, það sem af er þessu ári. Olíukostnaðurinn nam ríflega 25 prósentum af tekjum WOW air í fyrra en hlutfallið var 19,8 prósent árið 2016. Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Afar ólíklegt er talið að stóru bankarnir þrír muni koma að fjármögnun WOW air, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en forsvarmenn þess hafa meðal annars leitað liðsinnis bankanna til þess að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins, jafnvirði um 5,5 milljarða króna, verði náð. Stjórnendur og ráðgjafar WOW air vinna nú þess í stað hörðum höndum að því að fá erlenda fjárfesta til þess að taka þátt í útboði flugfélagsins. Á síðustu dögum hafa Fossar markaðir, sem hafa undanfarin ár verið leiðandi í að hafa milligöngu um kaup erlendra sjóða í skráðum hlutabréfum og skuldabréfum á Íslandi, komið í auknum mæli að þeirri vinnu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Vonir WOW air standa til að skuldabréfaútboðið klárist á morgun, föstudag, og að félaginu takist þá að sækja sér nýtt fjármagn, sem verði jafnvel meira en sem nemur 5,5 milljörðum, til að treysta starfsemi sína. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 1,3 prósent í viðskiptum gærdagsins en viðmælendur Fréttablaðsins segja að hækkunina megi að hluta rekja til væntinga fjárfesta um að WOW air takist að ljúka útboðinu. Flugfélagið skilaði inn ársreikningi vegna síðasta árs til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra í fyrradag en þess hefur verið beðið með þó nokkurri eftirvæntingu. Olíukostnaður WOW air nam 122,3 milljónum dala, sem jafngildir 13,8 milljörðum króna, á síðasta ári og meira en tvöfaldaðist frá fyrra ári þegar hann var 60,8 milljónir dala, jafnvirði 6,9 milljarða króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi flugfélagsins. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 20 prósent á síðasta ári en hækkunin hefur verið enn meiri, yfir 30 prósent, það sem af er þessu ári. Olíukostnaðurinn nam ríflega 25 prósentum af tekjum WOW air í fyrra en hlutfallið var 19,8 prósent árið 2016.
Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira