Hvert stefnir Reykjavík? Eyþór Arnalds skrifar 13. september 2018 10:00 Margir bundu þær vonir við Viðreisn að hugað yrði að þörfum atvinnulífsins í borginni. Mörg fyrirtæki sligast undan háum fasteignasköttum sem hafa hækkað mikið. Lofað er lækkun um 0,05% en bara í lok kjörtímabilsins. Gagnast fólki kannski á næsta kjörtímabili en þangað til hækkar fasteignamat og húsaleiga. Fáir möguleikar eru fyrir stofnanir og fyrirtæki á að fá lóðir í Reykjavík. Íslandsbanki fór í Kópavog. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu fór í Kópavog. WOW er að fara í Kópavog. Skiptir þetta máli? Já. Í fyrsta lagi missum við störf annað og veikjum þar með borgina sem búsetukost. Í öðru lagi missir borgin tekjur. Í þriðja lagi eykur þetta enn á samgönguvandann sem er í eðli sínu skipulagsvandi. Við lögðum til að Keldnalandið yrði skipulagt fyrir stofnanir og fyrirtæki. Þannig getum við endurheimt samkeppnishæfni borgarinnar í atvinnumálum sem hefur hrakað á síðustu árum. Ekkert slíkt er að finna í stefnu þeirra flokka sem nú fara með völd.Það sem vantar Það er ekki bara að helsta kosningaloforð Samfylkingarinnar „Miklabraut í stokk“ hafi horfið. Lítið er að finna um áherslur Viðreisnar í skólamálum, en fyrir kosningar var þessu lofað: „Við ætlum að draga úr miðstýringu og auka faglegt frelsi grunnskólakennara til að gera tilraunir með ólík kennsluform.“ Nú er sagt: „Megináhersla verður lögð á borgarreknar menntastofnanir.“ Ekki er að sjá að auka eigi faglegt frelsi og styrkja sjálfstæða skóla. Ekki er að finna nein markmið um skuldalækkun. Eða markmið um hagræðingu. Engin markmið eru um skilvirkari stjórnsýslu. Hvað þá um árangur í skólamálum. Markmið í ferðatíma og um minnkun tafatíma finnast ekki. Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðum fram tillögu um að loftgæði fari ekki yfir heilsufarsmörk. Það var samþykkt sem markmið. Við munum áfram stunda málefnalega baráttu fyrir bættri borg og benda á ágalla. Koma með málefnalegar tillögur til lausna. Það er okkar hlutverk.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Sjá meira
Margir bundu þær vonir við Viðreisn að hugað yrði að þörfum atvinnulífsins í borginni. Mörg fyrirtæki sligast undan háum fasteignasköttum sem hafa hækkað mikið. Lofað er lækkun um 0,05% en bara í lok kjörtímabilsins. Gagnast fólki kannski á næsta kjörtímabili en þangað til hækkar fasteignamat og húsaleiga. Fáir möguleikar eru fyrir stofnanir og fyrirtæki á að fá lóðir í Reykjavík. Íslandsbanki fór í Kópavog. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu fór í Kópavog. WOW er að fara í Kópavog. Skiptir þetta máli? Já. Í fyrsta lagi missum við störf annað og veikjum þar með borgina sem búsetukost. Í öðru lagi missir borgin tekjur. Í þriðja lagi eykur þetta enn á samgönguvandann sem er í eðli sínu skipulagsvandi. Við lögðum til að Keldnalandið yrði skipulagt fyrir stofnanir og fyrirtæki. Þannig getum við endurheimt samkeppnishæfni borgarinnar í atvinnumálum sem hefur hrakað á síðustu árum. Ekkert slíkt er að finna í stefnu þeirra flokka sem nú fara með völd.Það sem vantar Það er ekki bara að helsta kosningaloforð Samfylkingarinnar „Miklabraut í stokk“ hafi horfið. Lítið er að finna um áherslur Viðreisnar í skólamálum, en fyrir kosningar var þessu lofað: „Við ætlum að draga úr miðstýringu og auka faglegt frelsi grunnskólakennara til að gera tilraunir með ólík kennsluform.“ Nú er sagt: „Megináhersla verður lögð á borgarreknar menntastofnanir.“ Ekki er að sjá að auka eigi faglegt frelsi og styrkja sjálfstæða skóla. Ekki er að finna nein markmið um skuldalækkun. Eða markmið um hagræðingu. Engin markmið eru um skilvirkari stjórnsýslu. Hvað þá um árangur í skólamálum. Markmið í ferðatíma og um minnkun tafatíma finnast ekki. Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðum fram tillögu um að loftgæði fari ekki yfir heilsufarsmörk. Það var samþykkt sem markmið. Við munum áfram stunda málefnalega baráttu fyrir bættri borg og benda á ágalla. Koma með málefnalegar tillögur til lausna. Það er okkar hlutverk.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar