Telegraph fegrar aðeins frábæra tíma íslenska fótboltalandsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2018 16:00 Íslenskir landsliðsmenn fagna á EM í Frakklandi 2016. Vísir/Getty Telegraph fór yfir úrslitin og stöðu mála eftir fyrstu leikina í nýrri Þjóðadeild UEFA. Íslenska knattspyrnuævintýrið er vonandi bara í pásu en eftir fimm stórkostleg ár eru íslensku strákarnir með mótvind í fangið. Blaðmaður Telegraph fór yfir gang mála á síðustu dögum og tók fyrir sigurvegara hvers riðils í fyrsta landsleikjahléinu ásamt því að taka fyrir þau lið sem ollu vonbrigðum í hverjum riðli.The big winners and losers from week one of the Uefa Nations Leaguehttps://t.co/DVFa8tdVqa — Telegraph Football (@TeleFootball) September 12, 2018 Það þarf ekkert að fara í felur með það að útlitið er svart hjá íslenska fótboltalandsliðinu eftir tvö töp með markatölunni 0-9 í fyrstu tveimur leikjum sínum. Íslenska landsliðið getur farið að undirbúa sig fyrir B-deildina enda þarf liðið væntanlega að vinna síðustu tvo leiki sína til að eiga möguleika á því að halda sér uppi í A-deild. Greinarhöfundur Telegraph fegrar hins vegar aðeins frábæra tíma íslenska fótboltalandsliðsins með því að segja að íslenska landsliðið hafi komist í undanúrslitin á EM í Frakklandi 2016. Það má sjá þetta hér fyrir neðan.Skjámynd/Umföllun Telegraph um riðil ÍslandsÍslenska landsliðið sló vissulega út enska landsliðið í keppninni en það var í sextán liða úrslitum en ekki í átta liða úrslitum. Íslenska liðið tapaði 5-2 á móti Frökkum í átta liða úrslitunum. Wales komst aftur á móti alla leið í undanúrslitin en Wales var á sínu fyrsta Evrópumóti eins og íslenska liðið. Það kom ekkert á óvart að greinarhöfundir telji að baráttan um sigur í riðli Íslands standi á milli Sviss og Belgíu. Þar búa Belgar að því að eiga seinni leikinn á heimavelli sínum en þau mætast fyrst í Brussel í Belgíu. Það má sjá alla greinina með því að smella hér. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
Telegraph fór yfir úrslitin og stöðu mála eftir fyrstu leikina í nýrri Þjóðadeild UEFA. Íslenska knattspyrnuævintýrið er vonandi bara í pásu en eftir fimm stórkostleg ár eru íslensku strákarnir með mótvind í fangið. Blaðmaður Telegraph fór yfir gang mála á síðustu dögum og tók fyrir sigurvegara hvers riðils í fyrsta landsleikjahléinu ásamt því að taka fyrir þau lið sem ollu vonbrigðum í hverjum riðli.The big winners and losers from week one of the Uefa Nations Leaguehttps://t.co/DVFa8tdVqa — Telegraph Football (@TeleFootball) September 12, 2018 Það þarf ekkert að fara í felur með það að útlitið er svart hjá íslenska fótboltalandsliðinu eftir tvö töp með markatölunni 0-9 í fyrstu tveimur leikjum sínum. Íslenska landsliðið getur farið að undirbúa sig fyrir B-deildina enda þarf liðið væntanlega að vinna síðustu tvo leiki sína til að eiga möguleika á því að halda sér uppi í A-deild. Greinarhöfundur Telegraph fegrar hins vegar aðeins frábæra tíma íslenska fótboltalandsliðsins með því að segja að íslenska landsliðið hafi komist í undanúrslitin á EM í Frakklandi 2016. Það má sjá þetta hér fyrir neðan.Skjámynd/Umföllun Telegraph um riðil ÍslandsÍslenska landsliðið sló vissulega út enska landsliðið í keppninni en það var í sextán liða úrslitum en ekki í átta liða úrslitum. Íslenska liðið tapaði 5-2 á móti Frökkum í átta liða úrslitunum. Wales komst aftur á móti alla leið í undanúrslitin en Wales var á sínu fyrsta Evrópumóti eins og íslenska liðið. Það kom ekkert á óvart að greinarhöfundir telji að baráttan um sigur í riðli Íslands standi á milli Sviss og Belgíu. Þar búa Belgar að því að eiga seinni leikinn á heimavelli sínum en þau mætast fyrst í Brussel í Belgíu. Það má sjá alla greinina með því að smella hér.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira