Ungur íslenskur aðdáandi fékk treyju Lukaku eftir leik Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2018 10:30 Heppinn. vísir/vilhelm Romelu Lukaku, framherji Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, átti stórleik fyrir belgíska landsliðið í gærkvöldi þegar að það vann Ísland, 3-0, í Þjóðadeildinni í fótbolta. Eftir erfiða byrjun gegn íslenska liðinu sem var öflugt til að byrja með fiskaði Romelu Lukaku vítaspyrnu þegar að Sverrir Ingi Ingason braut á honum en úr vítinu skoraði Eden Hazard af miklu öryggi. Lukaku skoraði svo sjálfur mark af stuttu færi eftir hornspyrnu og hann innsiglaði svo frábæra frammistöðu sína og belgíska liðsins með marki úr teignum eftir fyrirgjöf í seinni hálfleik. Það lá vel á Belganum stóra eftir leik en hann gaf sér góðan tíma til að fagna með stuðningsmönnum Belgíu eftir leik sem voru um 600 talsins í Laugardalnum í gær. Lukaku var í svo góðu skapi að hann gaf ungum íslenskum aðdáanda treyjuna sína eftir leik en Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði það augnablik. Eins og sjá má var heldur betur ánægja með þessa gjöf Lukaku enda Belginn einn af bestu framherjum heims í dag. Aðdáandinn íslenski þarf heldur betur að borða skyrið sitt í framtíðinni ef hann ætlar að komast í þessa treyju en Romelu Lukaku er enginn smá dreki. Hann er rúmir 190 cm og um 95 kíló. Þessi fer upp á vegg, eða hvað?vísir/vilhelm Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Lagerbäck sá síðasti sem fór svona illa með Ísland í Laugardalnum Umboðsmaður núverandi þjálfara skoraði í öruggum sigri Svía. 12. september 2018 09:00 Freyr gerði upp leikina tvo: „Eru mistök og við viðurkennum það“ Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, kíkti í settið til Harðar Magnússonar og sparkspekinga kvöldsins eftir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 11. september 2018 22:45 Rúnar Már: Aldrei ásættanlegt að tapa Rúnar Már Sigurjónsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Belgum á Laugardalsvelli í kvöld. Rúnar kom aftur inn í landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki gegn Sviss og Belgíu og nýtti sénsinn vel. 11. september 2018 21:59 Hannes: Þegar allt gengur upp eigum við séns í þetta lið Hannes Þór Halldórsson þurfti að sækja boltann þrisvar í mark sitt í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í Þjóðadeild UEFA. 11. september 2018 22:16 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Romelu Lukaku, framherji Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, átti stórleik fyrir belgíska landsliðið í gærkvöldi þegar að það vann Ísland, 3-0, í Þjóðadeildinni í fótbolta. Eftir erfiða byrjun gegn íslenska liðinu sem var öflugt til að byrja með fiskaði Romelu Lukaku vítaspyrnu þegar að Sverrir Ingi Ingason braut á honum en úr vítinu skoraði Eden Hazard af miklu öryggi. Lukaku skoraði svo sjálfur mark af stuttu færi eftir hornspyrnu og hann innsiglaði svo frábæra frammistöðu sína og belgíska liðsins með marki úr teignum eftir fyrirgjöf í seinni hálfleik. Það lá vel á Belganum stóra eftir leik en hann gaf sér góðan tíma til að fagna með stuðningsmönnum Belgíu eftir leik sem voru um 600 talsins í Laugardalnum í gær. Lukaku var í svo góðu skapi að hann gaf ungum íslenskum aðdáanda treyjuna sína eftir leik en Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði það augnablik. Eins og sjá má var heldur betur ánægja með þessa gjöf Lukaku enda Belginn einn af bestu framherjum heims í dag. Aðdáandinn íslenski þarf heldur betur að borða skyrið sitt í framtíðinni ef hann ætlar að komast í þessa treyju en Romelu Lukaku er enginn smá dreki. Hann er rúmir 190 cm og um 95 kíló. Þessi fer upp á vegg, eða hvað?vísir/vilhelm
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Lagerbäck sá síðasti sem fór svona illa með Ísland í Laugardalnum Umboðsmaður núverandi þjálfara skoraði í öruggum sigri Svía. 12. september 2018 09:00 Freyr gerði upp leikina tvo: „Eru mistök og við viðurkennum það“ Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, kíkti í settið til Harðar Magnússonar og sparkspekinga kvöldsins eftir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 11. september 2018 22:45 Rúnar Már: Aldrei ásættanlegt að tapa Rúnar Már Sigurjónsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Belgum á Laugardalsvelli í kvöld. Rúnar kom aftur inn í landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki gegn Sviss og Belgíu og nýtti sénsinn vel. 11. september 2018 21:59 Hannes: Þegar allt gengur upp eigum við séns í þetta lið Hannes Þór Halldórsson þurfti að sækja boltann þrisvar í mark sitt í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í Þjóðadeild UEFA. 11. september 2018 22:16 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Lagerbäck sá síðasti sem fór svona illa með Ísland í Laugardalnum Umboðsmaður núverandi þjálfara skoraði í öruggum sigri Svía. 12. september 2018 09:00
Freyr gerði upp leikina tvo: „Eru mistök og við viðurkennum það“ Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, kíkti í settið til Harðar Magnússonar og sparkspekinga kvöldsins eftir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 11. september 2018 22:45
Rúnar Már: Aldrei ásættanlegt að tapa Rúnar Már Sigurjónsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Belgum á Laugardalsvelli í kvöld. Rúnar kom aftur inn í landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki gegn Sviss og Belgíu og nýtti sénsinn vel. 11. september 2018 21:59
Hannes: Þegar allt gengur upp eigum við séns í þetta lið Hannes Þór Halldórsson þurfti að sækja boltann þrisvar í mark sitt í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í Þjóðadeild UEFA. 11. september 2018 22:16