Courtois: Skemmtilegt að heyra víkingaklappið Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 11. september 2018 22:17 Thibaut Courtois átti náðugan dag í marki Belga í kvöld. Thibaut Courtois markvörður Belga hafði fremur lítið að gera í leiknum gegn Íslandi í dag og þurfti aðeins einu sinni að taka á hinum stóra sínum þegar hann varði skot frá Gylfa Þór Sigurðssyni í síðari hálfleiknum. „Mér fannst þetta góður leikur og Ísland spilaði vel fyrstu 15 mínúturnar og voru nálægt því að skora. Þeir áttu hættulegar aukaspyrnur og hornspyrnur en svo skoruðum við úr vítinu og annað mark strax í kjölfarið. Við erum lið sem getur haldið boltanum vel og við gerðum það,“ sagði Courtois í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Markvörðurinn öflugi, sem leikur með Real Madrid, sagði belgíska liðið hafa undirbúið sig sérstaklega fyrir föst leikatriði Íslands. „Við vissum að við þyrftum að vera sterkir þar. Við náðum að hreinsa frá þegar þeir áttu löng innköst og ég náði að grípa inní einnig. Mér fannst við verjast mjög vel og þar sem Íslands skorar oft úr föstum leikatriðum hljótum við að vera ánægðir að hafa náð að verjast þeim.“ Courtois sagðist hafa verið hissa þegar hann heyrði af 6-0 tapi Íslands gegn Sviss á laugardag. „Þeir voru eflaust óheppnir þar. Það var fyrsti leikur eftir Heimsmeistaramótið og það er oft erfitt. Við vissum að þeir myndu vilja sýna að það hefðu ekki verið rétt úrslit og ekki í þeirra anda. Við sýndum mikinn þroska og vorum einbeittir á að gera vel.“ Courtois sagði að það hefði verið gaman að heyra víkingaklappið á Laugardalsvellinum og var ánægður með stemmninguna í kvöld. „Þeir tóku víkingaklappið sem var skemmtilegt og okkar stuðningsmenn tóku undir. Þetta er ekki stærsti leikvangurinn en ef það er góð stemmning þá skiptir ekki máli þó það séu ekki nema 10.000 áhorfendur. Það er skemmtilegra að spila á litlum velli með góða stemmningu en á stórum velli sem er hálftómur. Þetta var skemmtilegur leikur og við erum afar ánægðir,“ sagði Thibaut Courtois að lokum. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30 Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00 Hamrén: Sé ekki eftir því að hafa tekið starfið að mér Þó svo Erik Hamrén sé fúll með niðurstöðu fyrstu landsleikja Íslands undir hans stjórn þá er engan bilbug á honum að finna. 11. september 2018 21:17 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að fyrirliðinn var rekinn af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að fyrirliðinn var rekinn af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Thibaut Courtois markvörður Belga hafði fremur lítið að gera í leiknum gegn Íslandi í dag og þurfti aðeins einu sinni að taka á hinum stóra sínum þegar hann varði skot frá Gylfa Þór Sigurðssyni í síðari hálfleiknum. „Mér fannst þetta góður leikur og Ísland spilaði vel fyrstu 15 mínúturnar og voru nálægt því að skora. Þeir áttu hættulegar aukaspyrnur og hornspyrnur en svo skoruðum við úr vítinu og annað mark strax í kjölfarið. Við erum lið sem getur haldið boltanum vel og við gerðum það,“ sagði Courtois í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Markvörðurinn öflugi, sem leikur með Real Madrid, sagði belgíska liðið hafa undirbúið sig sérstaklega fyrir föst leikatriði Íslands. „Við vissum að við þyrftum að vera sterkir þar. Við náðum að hreinsa frá þegar þeir áttu löng innköst og ég náði að grípa inní einnig. Mér fannst við verjast mjög vel og þar sem Íslands skorar oft úr föstum leikatriðum hljótum við að vera ánægðir að hafa náð að verjast þeim.“ Courtois sagðist hafa verið hissa þegar hann heyrði af 6-0 tapi Íslands gegn Sviss á laugardag. „Þeir voru eflaust óheppnir þar. Það var fyrsti leikur eftir Heimsmeistaramótið og það er oft erfitt. Við vissum að þeir myndu vilja sýna að það hefðu ekki verið rétt úrslit og ekki í þeirra anda. Við sýndum mikinn þroska og vorum einbeittir á að gera vel.“ Courtois sagði að það hefði verið gaman að heyra víkingaklappið á Laugardalsvellinum og var ánægður með stemmninguna í kvöld. „Þeir tóku víkingaklappið sem var skemmtilegt og okkar stuðningsmenn tóku undir. Þetta er ekki stærsti leikvangurinn en ef það er góð stemmning þá skiptir ekki máli þó það séu ekki nema 10.000 áhorfendur. Það er skemmtilegra að spila á litlum velli með góða stemmningu en á stórum velli sem er hálftómur. Þetta var skemmtilegur leikur og við erum afar ánægðir,“ sagði Thibaut Courtois að lokum.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30 Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00 Hamrén: Sé ekki eftir því að hafa tekið starfið að mér Þó svo Erik Hamrén sé fúll með niðurstöðu fyrstu landsleikja Íslands undir hans stjórn þá er engan bilbug á honum að finna. 11. september 2018 21:17 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að fyrirliðinn var rekinn af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að fyrirliðinn var rekinn af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30
Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00
Hamrén: Sé ekki eftir því að hafa tekið starfið að mér Þó svo Erik Hamrén sé fúll með niðurstöðu fyrstu landsleikja Íslands undir hans stjórn þá er engan bilbug á honum að finna. 11. september 2018 21:17