Hannes: Þegar allt gengur upp eigum við séns í þetta lið Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 11. september 2018 22:16 Hannes Þór Halldórsson vísir/vilhelm Hannes Þór Halldórsson þurfti að sækja boltann þrisvar í mark sitt í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í Þjóðadeild UEFA. Belgía er í öðru sæti heimslista FIFA, bronsliðið frá HM, er 3-0 ekki nokkuð eðlilegar tölur miðað við liðin sem áttu í hlut? „Jú, jú. Það má alveg segja það,“ sagði Hannes Þór eftir leikinn í kvöld. „Og þó, við viljum meina það að við getum náð í úrslit gegn öllum liðum hér á Laugardalsvelli.“ „Við vorum ekki búnir að tapa í einhver 5-6 ár í keppnisleik hér á Laugardalsvelli. Við höfum bullandi trú á því að hér eigum við ekki að tapa, en Belgarnir eru náttúrlega algjörlega frábærir.“ „Við spiluðum þannig séð að mörgu leiti allt í lagi leik í dag en þeir kannski ekkert frábæran, samt töpum við 3-0. Ég held að á góðum degi, þegar allt gengur upp hjá okkur, þá eigum við séns í þetta lið.“ „Við fáum á okkur ódýr mörk í dag og þetta er niðurstaðan.“ Ísland steinlá fyrir Sviss 6-0 á laugardaginn og sagði Hannes menn hafa viljað gera betur í þessum leik og sýnt það. „Mér fannst fyrsti hálftíminn, áður en þeir skora, það var ekki ósvipuð þróun á leiknum og yfirleitt þegar við erum að ná í góð úrslit á móti stórum þjóðum. Við vorum að halda þeim vel í skefjum, þeir fengu engin færi og það var neisti í liðnu, barátta og ástríða og allt sem að við kölluðum eftir.“ „Svo refsa þeir okkur. Við erum að spila á móti topp þrjú liði í heimi og þeir setja þarna tvö mörk á tveimur mínútum og þá er mjög erfitt að koma til baka.“ „Mér fannst við allavega bregðast þannig við að við sýndum að við virkilega ætluðum okkur þetta. Við vorum særðir eftir síðasta leik en þeir voru of góðir í dag.“ Ísland var án lykilleikmanna í þessum landsliðsglugga og það sást. „Við erum með góðan hóp og fullt af góðum leikmönnum en það er augljóst að ef að Ísland missir út þrjá byrjunarliðsmenn, og ég tala nú ekki um þrjá af þeim sem eru að spila á hæsta levelinu, við eigum ekkert endalaust af svoleiðis leikmönnum.“ „Að sjálfsögðu hefur það áhrif á okkar leik en það þýðir ekkert að horfa í það. Við þurfum að fara inn á völlinn og reyna að gera eitthvað.“ Erik Hamrén var að stýra sínum fyrstu leikjum með íslenska landsliðið, hvernig eru fyrstu kynni af Svíanum? „Mjög góð. Auðvitað ekki niðurstaðan sem við vildum þessir tveir leikir, erfið byrjun og eitthvað sem við eigum ekkert að venjast. En það skrifast ekki á þjálfarann, nú þurfa bara okkar leikmenn að stíga upp og gera það sem hann er að biðja um og það sem við höfum verið að gera síðustu ár,“ sagði Hannes Þór Halldórsson. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson þurfti að sækja boltann þrisvar í mark sitt í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í Þjóðadeild UEFA. Belgía er í öðru sæti heimslista FIFA, bronsliðið frá HM, er 3-0 ekki nokkuð eðlilegar tölur miðað við liðin sem áttu í hlut? „Jú, jú. Það má alveg segja það,“ sagði Hannes Þór eftir leikinn í kvöld. „Og þó, við viljum meina það að við getum náð í úrslit gegn öllum liðum hér á Laugardalsvelli.“ „Við vorum ekki búnir að tapa í einhver 5-6 ár í keppnisleik hér á Laugardalsvelli. Við höfum bullandi trú á því að hér eigum við ekki að tapa, en Belgarnir eru náttúrlega algjörlega frábærir.“ „Við spiluðum þannig séð að mörgu leiti allt í lagi leik í dag en þeir kannski ekkert frábæran, samt töpum við 3-0. Ég held að á góðum degi, þegar allt gengur upp hjá okkur, þá eigum við séns í þetta lið.“ „Við fáum á okkur ódýr mörk í dag og þetta er niðurstaðan.“ Ísland steinlá fyrir Sviss 6-0 á laugardaginn og sagði Hannes menn hafa viljað gera betur í þessum leik og sýnt það. „Mér fannst fyrsti hálftíminn, áður en þeir skora, það var ekki ósvipuð þróun á leiknum og yfirleitt þegar við erum að ná í góð úrslit á móti stórum þjóðum. Við vorum að halda þeim vel í skefjum, þeir fengu engin færi og það var neisti í liðnu, barátta og ástríða og allt sem að við kölluðum eftir.“ „Svo refsa þeir okkur. Við erum að spila á móti topp þrjú liði í heimi og þeir setja þarna tvö mörk á tveimur mínútum og þá er mjög erfitt að koma til baka.“ „Mér fannst við allavega bregðast þannig við að við sýndum að við virkilega ætluðum okkur þetta. Við vorum særðir eftir síðasta leik en þeir voru of góðir í dag.“ Ísland var án lykilleikmanna í þessum landsliðsglugga og það sást. „Við erum með góðan hóp og fullt af góðum leikmönnum en það er augljóst að ef að Ísland missir út þrjá byrjunarliðsmenn, og ég tala nú ekki um þrjá af þeim sem eru að spila á hæsta levelinu, við eigum ekkert endalaust af svoleiðis leikmönnum.“ „Að sjálfsögðu hefur það áhrif á okkar leik en það þýðir ekkert að horfa í það. Við þurfum að fara inn á völlinn og reyna að gera eitthvað.“ Erik Hamrén var að stýra sínum fyrstu leikjum með íslenska landsliðið, hvernig eru fyrstu kynni af Svíanum? „Mjög góð. Auðvitað ekki niðurstaðan sem við vildum þessir tveir leikir, erfið byrjun og eitthvað sem við eigum ekkert að venjast. En það skrifast ekki á þjálfarann, nú þurfa bara okkar leikmenn að stíga upp og gera það sem hann er að biðja um og það sem við höfum verið að gera síðustu ár,“ sagði Hannes Þór Halldórsson.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira