Sverrir Ingi: Erfitt að eiga við Lukaku Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 11. september 2018 21:57 Sverrir Ingi í baráttu við Romelu Lukaku í kvöld. Vísir/Vilhelm „Tilfinningarnar eru allt aðrar eftir þennan leik en hinn. Mér fannst liðið spila töluvert betur í dag en á laugardag. Leikurinn á laugardag var ekki ásættanlegur og við vissum það sjálfir. Við vorum staðráðnir í að koma til baka og sýna það að við gætum varist sem lið og sýnt baráttu. Mér fannst við gera það,“ sagði Sverrir Ingi Ingason í samtali við blaðamann Vísis eftir tapið gegn Belgum í kvöld. Sverrir sagði mörkin tvö sem Belgar skoruðu á stuttum tíma í fyrri hálfleik hafa drepið leikinn fyrir Ísland. „Munurinn á því í dag og á laugardaginn var að við hengdum ekki haus og duttum ekki í eitthvað sem við eigum að gera. Við leituðum að þriðja markinu sem hefðu opnað leikinn en náðum því ekki.“ Belgía er í þriðja sæti heimslista FIFA og því ljóst fyrir leik að um geysierfiða andstæðinga væri að ræða. „Belgía er lið í heimsklassa, með leikmenn sem spila með bestu liðum í heimi og líklega eitt besta landslið í heimi ásamt Frökkum. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þessi lið og við eigum sterka leikmenn inni sem geta skipt sköpum,“ sagði Sverrir en Ísland lék án Arons Einars Gunnarssonar, Alfreðs Finnbogasonar og Jóhanns Berg Guðmundssonar í dag. „Það komu leikmenn inn sem gerðu vel og svo erum við með nýjan þjálfara. Þetta mun taka aðeins meiri tíma og við þurfum að vera þolinmóðir. Vonandi getum við nýtt þessa leiki í það að vera sem best undirbúnir fyrir það sem framundan er.“ Sverrir sagði Erik Hamrén þjálfara ekki hafa farið í neinar stórvægilegar breytingar fyrir leikina tvo gegn Sviss og Belgíu. „Auðvitað er hann með sínar hugmyndir um það hvernig við eigum að spila og það er erfitt að koma þeim í gegn þegar hann fær 3-4 æfingar fyrir fyrsta leik. Leikurinn á laugardag var eitthvað sem við vorum ekki sáttir við og við ákváðum í dag að fara aftur yfir grunnatriðin og það gekk til að byrja með í dag. Það var allt annað að sjá liðið í dag,“ bætti Sverrir við og var ekki mikið að þræta fyrir vítið sem hann fékk dæmt á sig í fyrri hálfleik þegar Belgar komust yfir. „Það er erfitt að eiga við Lukaku einn á einn. Hann kemst framfyrir mig og ég reyni að trufla hann, hvort sem það er víti eða ekki það veit ég ekki. Hann dæmir og það er lítið hægt að gera í því.“ Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30 Einkunnir Íslands: Rúnar Már nýtti tækifærið vel Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni. Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga og Eden Hazard eitt í 0-3 sigri þeirra. 11. september 2018 20:54 Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira
„Tilfinningarnar eru allt aðrar eftir þennan leik en hinn. Mér fannst liðið spila töluvert betur í dag en á laugardag. Leikurinn á laugardag var ekki ásættanlegur og við vissum það sjálfir. Við vorum staðráðnir í að koma til baka og sýna það að við gætum varist sem lið og sýnt baráttu. Mér fannst við gera það,“ sagði Sverrir Ingi Ingason í samtali við blaðamann Vísis eftir tapið gegn Belgum í kvöld. Sverrir sagði mörkin tvö sem Belgar skoruðu á stuttum tíma í fyrri hálfleik hafa drepið leikinn fyrir Ísland. „Munurinn á því í dag og á laugardaginn var að við hengdum ekki haus og duttum ekki í eitthvað sem við eigum að gera. Við leituðum að þriðja markinu sem hefðu opnað leikinn en náðum því ekki.“ Belgía er í þriðja sæti heimslista FIFA og því ljóst fyrir leik að um geysierfiða andstæðinga væri að ræða. „Belgía er lið í heimsklassa, með leikmenn sem spila með bestu liðum í heimi og líklega eitt besta landslið í heimi ásamt Frökkum. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þessi lið og við eigum sterka leikmenn inni sem geta skipt sköpum,“ sagði Sverrir en Ísland lék án Arons Einars Gunnarssonar, Alfreðs Finnbogasonar og Jóhanns Berg Guðmundssonar í dag. „Það komu leikmenn inn sem gerðu vel og svo erum við með nýjan þjálfara. Þetta mun taka aðeins meiri tíma og við þurfum að vera þolinmóðir. Vonandi getum við nýtt þessa leiki í það að vera sem best undirbúnir fyrir það sem framundan er.“ Sverrir sagði Erik Hamrén þjálfara ekki hafa farið í neinar stórvægilegar breytingar fyrir leikina tvo gegn Sviss og Belgíu. „Auðvitað er hann með sínar hugmyndir um það hvernig við eigum að spila og það er erfitt að koma þeim í gegn þegar hann fær 3-4 æfingar fyrir fyrsta leik. Leikurinn á laugardag var eitthvað sem við vorum ekki sáttir við og við ákváðum í dag að fara aftur yfir grunnatriðin og það gekk til að byrja með í dag. Það var allt annað að sjá liðið í dag,“ bætti Sverrir við og var ekki mikið að þræta fyrir vítið sem hann fékk dæmt á sig í fyrri hálfleik þegar Belgar komust yfir. „Það er erfitt að eiga við Lukaku einn á einn. Hann kemst framfyrir mig og ég reyni að trufla hann, hvort sem það er víti eða ekki það veit ég ekki. Hann dæmir og það er lítið hægt að gera í því.“
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30 Einkunnir Íslands: Rúnar Már nýtti tækifærið vel Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni. Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga og Eden Hazard eitt í 0-3 sigri þeirra. 11. september 2018 20:54 Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Sjá meira
Sjáðu mörkin á Laugardalsvelli Ísland og Belgía eigast nú við í leik í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. 11. september 2018 19:30
Einkunnir Íslands: Rúnar Már nýtti tækifærið vel Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni. Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga og Eden Hazard eitt í 0-3 sigri þeirra. 11. september 2018 20:54
Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén. 11. september 2018 21:00