Sjáðu Maradona taka Víkingaklappið í Mexíkó: "Ég var veikur í fjórtán ár“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2018 09:30 Diego Maradona. Vísir/Getty Diego Maradona er tekinn við liði Dorados de Sinaloa frá Mexíkó og ætlar þar að reyna að endurbyggja þjálfaraferill sinn. Maradona er orðinn 57 ára gamall og hefur gengið í gegnum ýmislegt á ævinni. Baráttan við eiturlyfjafíknina hefur sett mikinn svip á hans líf og margir hafa því áhyggjur að sjá hann kominn til Mexíkó. Ekki síst þar sem hann er kominn til Culiacan þar sem Sinaloa-eiturlyfjahringurinn ræður ríkjum. Það var eiturlyfjabaróninn El Chapo Guzman sem stofnaði þau samtök og hann bjó í Culiacan. Maradona ræddi fíkn sína og framhaldið þegar hann hitti blaðamenn í tilefni af ráðningunni. Hann segist nú tilbúinn í heilbrigðara líferni. „Ég vil gefa Dorados það sem ég týndi þegar ég var veikur,“ sagði Diego Maradona sem er kominn á sömu slóðir og hann leiddi Argentínu til heimsmeistaratitils sumarið 1986 með stórkostlegri frammistöðu inn á vellinum.pic.twitter.com/5pv5BBYw6y — #HazlaDeDiez (@Dorados) September 11, 2018„Ég var veikur í fjórtán ár. Nú vil ég sjá sólina og fara að sofa á kvöldin. Ég var ekki einu sinni vanur því að leggjast í rúmið. Ég vissi ekki hvað koddi var. Þess vegna tók ég tilboðinu frá Dorados,“ sagði Maradona. Maradona hefur reynt fyrir sér sem þjálfari hjá argentínska landsliðinu, og arabísku félögunum Al Wasl og Fujairah. Maradona var boðinn velkominn hjá Dorados de Sinaloa í gær og þar þakkaði hann fyrir móttökurnar með því að taka Víkingaklappið með leikmönnum og stuðningsmönnum. Það má sjá það hér fyrir neðan.Haciendo click. pic.twitter.com/cqD0GdEJcp — #HazlaDeDiez (@Dorados) September 11, 2018Maradona mætti á HM í Rússlandi í sumar og sá meðal annars leik Íslands og Argentínu. Hann virðist hafa lært Víkingaklappið í leiðinni. Hann var búinn að taka að sér starf stjórnarformanns hjá Dinamo Brest í Hvíta Rússlandi fyrr á þessu áru en ekki er vitað hvað þessu ráðning, til liðs hinum megin á hnettinum, muni enda það ævintýri. „Ég vil vera lengi hjá Dorados,“ sagði Maradona sem lofar endurbótum á sínu lífi. „Fólk getur sagt margt um mig. Ég var á niðurleið og var fara illa með mig. Það var skref aftur á bak en fótboltinn er skref fram á við. Allt er breytt hjá mér og ég þakka dætrum mínum fyrir það,“ sagði Maradona. Það var vel tekið á móti kappanum eins og sést hér fyrir neðan.El D1eg0 de la gente. #HazlaDeDiezpic.twitter.com/IjK6Sh5Mxf — #HazlaDeDiez (@Dorados) September 11, 2018 Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira
Diego Maradona er tekinn við liði Dorados de Sinaloa frá Mexíkó og ætlar þar að reyna að endurbyggja þjálfaraferill sinn. Maradona er orðinn 57 ára gamall og hefur gengið í gegnum ýmislegt á ævinni. Baráttan við eiturlyfjafíknina hefur sett mikinn svip á hans líf og margir hafa því áhyggjur að sjá hann kominn til Mexíkó. Ekki síst þar sem hann er kominn til Culiacan þar sem Sinaloa-eiturlyfjahringurinn ræður ríkjum. Það var eiturlyfjabaróninn El Chapo Guzman sem stofnaði þau samtök og hann bjó í Culiacan. Maradona ræddi fíkn sína og framhaldið þegar hann hitti blaðamenn í tilefni af ráðningunni. Hann segist nú tilbúinn í heilbrigðara líferni. „Ég vil gefa Dorados það sem ég týndi þegar ég var veikur,“ sagði Diego Maradona sem er kominn á sömu slóðir og hann leiddi Argentínu til heimsmeistaratitils sumarið 1986 með stórkostlegri frammistöðu inn á vellinum.pic.twitter.com/5pv5BBYw6y — #HazlaDeDiez (@Dorados) September 11, 2018„Ég var veikur í fjórtán ár. Nú vil ég sjá sólina og fara að sofa á kvöldin. Ég var ekki einu sinni vanur því að leggjast í rúmið. Ég vissi ekki hvað koddi var. Þess vegna tók ég tilboðinu frá Dorados,“ sagði Maradona. Maradona hefur reynt fyrir sér sem þjálfari hjá argentínska landsliðinu, og arabísku félögunum Al Wasl og Fujairah. Maradona var boðinn velkominn hjá Dorados de Sinaloa í gær og þar þakkaði hann fyrir móttökurnar með því að taka Víkingaklappið með leikmönnum og stuðningsmönnum. Það má sjá það hér fyrir neðan.Haciendo click. pic.twitter.com/cqD0GdEJcp — #HazlaDeDiez (@Dorados) September 11, 2018Maradona mætti á HM í Rússlandi í sumar og sá meðal annars leik Íslands og Argentínu. Hann virðist hafa lært Víkingaklappið í leiðinni. Hann var búinn að taka að sér starf stjórnarformanns hjá Dinamo Brest í Hvíta Rússlandi fyrr á þessu áru en ekki er vitað hvað þessu ráðning, til liðs hinum megin á hnettinum, muni enda það ævintýri. „Ég vil vera lengi hjá Dorados,“ sagði Maradona sem lofar endurbótum á sínu lífi. „Fólk getur sagt margt um mig. Ég var á niðurleið og var fara illa með mig. Það var skref aftur á bak en fótboltinn er skref fram á við. Allt er breytt hjá mér og ég þakka dætrum mínum fyrir það,“ sagði Maradona. Það var vel tekið á móti kappanum eins og sést hér fyrir neðan.El D1eg0 de la gente. #HazlaDeDiezpic.twitter.com/IjK6Sh5Mxf — #HazlaDeDiez (@Dorados) September 11, 2018
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira